Innlent

Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Færeyja

Þinghúsið  í Færeyjum.
Þinghúsið í Færeyjum. Mynd/Guðmundur Sigurðss.

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra heldur til Færeyja næstkomandi miðvikudag í opinbera heimsókn í boði þarlendra yfirvalda. Forsætisráðherra fer fyrir fjölmennri viðskiptanefnd til Færeyja og er mikill áhugi er sagður vera fyrir ferðinni hjá forsvarsmönnum íslensks atvinnulífs. Forsætisráðherran mun meðal annars funda með Jóannesi Eidesgaard, lögmanni Færeyja, og halda erindi á viðskiptaþingi, sem Útflutningsráð Íslands og Menningarstofa Færeyja skipuleggja í tilefni heimsóknarinnar. Þá mun ráðherra heimsækja færeysk og íslensk fyrirtæki en heimsókn hans lýkur síðdegis á föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×