Innlent

Þriðjungs hækkun milli ára

Fermetraverð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað meira á höfuðborgarsvæðinu en alls staðar annars staðar.
Fermetraverð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað meira á höfuðborgarsvæðinu en alls staðar annars staðar.

Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hækkaði tvöfalt meira á hvern fermetra milli áranna 2004 og 2005 en það gerði á Norðurlandi eystra þar sem hækkunin var minnst.

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um þriðjung milli ára. Næst mest var hækkunin á Suðurlandi, 26 prósent og hækkunin var litlu minni á Norðurlandi vestra (23,9%) sem var í fjórða sæti. Hækkunin var minnst á Vesturlandi og Norðurlandi eystra, sitthvorum megin við átján prósentin.

Ef litið er fimmtán ár aftur í tímann kemur í ljós að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu (227%), Vesturlandi (226%) og Suðurlandi (209%) hefur meira en þrefaldast. Minnst er hins vegar hækkunin á Vestfjörðum, þar hefur fasteignaverð hækkað um 57 prósent en það er aðeins um fjórðungur hækkunarinnar á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×