Erlent

Börn þvinguð til herþjónustu í Nepal

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch eða Mannréttindavaktin sakar uppreisnarmenn maóista, sem berjast fyrir sósíalísku ríki í Nepal, um að ræna börnum og þvinga þau til herþjónustu. Í þorpinu Khanikhola, sem er í nágrenni Katmandu, höfuðborg Nepals, eru byssur hluti af daglegu lífi barnanna. Talið er að þaðan sé þeim rænt af uppreisnarmönnum og þau þvinguð til að gerast hermenn. Alþjóðleg og nepölsk mannréttindasamtök hafa sakað uppreisnarmenn maóista um að nota börn í hernaðarlegum tilgangi en því hafa uppreisnarmenn ítrekað neitað. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir að alvarleg mannréttindabrot eigi sér stað í Nepal. Herinn skjóti óhikað úr þyrlum sínum á óbreytta borgara og óvíst sé um afdrif 300 manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×