Innlent

Harður árekstur á Laugarvatnsvegi

Árekstur varð milli sendiferðarbíls og vörubíls á Laugarvatnsvegi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Tildrög slyssins eru óljós en vörubíllinn valt út fyrir vef og beita þurfti klippum til að ná ökumanninum út. Ökumaður vörubílsins var fluttur á slysadeild Landspítalans-háskólasjúkrahúss til rannsóknar. Ökumaður sendiferðabílsins var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnum Suðurlands en hann reyndist minna slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×