Erlent

Tuttugu manns fórust í sprengingu í Kína

Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og níu er saknað eftir að sprenging varð í sprengiefnaverksmiðju í Kína. Tugir björgunarsveitarmanna reyna nú að ná til þeirra sem enn eru inni í rústum hússins. Verksmiðjan er í borginni Zhaoyuan í austurhluta Kína. Fjöldi fólks var að störfum í húsinu þegar sprengingin varð og var kraftur hennar svo mikill að tré rifnuðu upp í allt að tuttugu metra fjarlægð frá verksmiðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×