Innlent

Kærum vegna ölvunar á almannafæri fjölgar á Selfossi

Mynd/Stefán
Kærum vegna ölvunnar á almannafæri hefur fjölgað upp á síðkastið hjá Lögreglunni á Selfossi. Einnig hefur kærum þar sem menn ólhlýðnast fyrirmælum lögreglu einnig fjölgað en eitt slíkt mál kom upp á Selfossi aðfaranótt sunnudags þar sem maður hafði í frammi ósæmilega hegðun og sló til lögreglumanns. Nokkuð hefur verið um kærur vegna þjófnaðar úr verslunum. Dæmi eru um að fólk komi í verslanir til að versla en beiti ýmsun brögðum til að koma sér hjá því að greiða fyrir hluta varningsins. Fólk hefur sést stinga inn á sig vörum í eftirlitskerfi verslanna og einnig hefur fólk reynt að fara með vörur framhjá kassa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×