Innlent

Icelandic Group kaupir allt hlutafé í Saltur A/S

Icelandic Group hefur keypt allt hlutafé í Saltur A/S í Danmörku, sem á allt hlutafé í Jeka Fish A/S í Danmörku. Jeka Fish gekk nýlega frá kaupum á félaginu Atlantic Cod A/S. Kaupverðið er greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group að nafnverði 135 milljónir króna. Miðað við markaðsverð hlutabréfa Icelandic Group í lok dags 31. mars 2006 nemur kaupverð Saltur um 1.161 milljónum ISK. Icelandic Group stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu á salfiski með kaupunum en Jeka Fisk og dótturfélag þess, Atlantic Cod, reka tvær saltfiskvinnslur í bænum Lemvig á Jótlandi. Markaðir félaganna eru aðallega á Ítalíu og Spáni en velta félaganna er áætluð um 3.500 milljónir króna á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×