Fleiri fréttir Intrum innheimtir fyrir Borgarbókasafnið Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur samið við innheimtufyrirtækið Intrum um að hafa uppi á þeim sem láta undir höfuð leggjast að skila bókasafnsbókum. Bókasafnsbækur má hafa að láni í mánuð en tíu króna dagsektir bætast ofan á ef farið er fram yfir þann tíma. 20.3.2006 09:45 Áfengi í vörslu lögreglu Allt áfengi af barnum á veitingahúsinu Kaffi Láru á Seyðisfirði, hefur verið í vörslu lögreglu síðan á föstudagskvöld og vistað í læstum fangaklefa, að fyrirmælum sýslumanns. 20.3.2006 09:30 Nýtt fiskvinnslufyrirtæki Samherja í Grimsby Nýtt fiskvinnslufyrirtæki í eigu Samherja, mun taka til starfa í Grimsby í Bretlandi á næstunni og á það að heita Ice Fresh Seafood. Aukast þá enn umsvif íslendinga á Humbersvæðinu í Bretlandi, en talið er að þar búi nú um 200 íslendingar sem hafi fjölda Breta í vinnu. 20.3.2006 09:15 Ökumaður ölvaður Vitni telja það mildi að ekki hlaust stór slys af, þegar ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Kringlumýrarbraut á níunda tímanum í gærkvöldi. Bíllinn lenti utan í vegriði á milli akbrautanna og braut það niður á að minnstakosti tuttugu metra kafla uns hann nam staðar, stór skemmdur. Ökumaður tók þá til fótanna, en lögreglumenn hlupu hann uppi. Kalla þurfti á slökkvilið til að hreinsa olíu og bensín úr bílnum, á vettvangi. 20.3.2006 09:13 Pálmi Haraldsson kaupir Hekla Travel Pálmi Haraldsson, sem á sínum tíma keypti dönsku flugfélögin Mersk og Sterling og seldi FL Group, hefur keypt dönsku ferðaskrifstofuna Hekla Travel. 20.3.2006 09:00 Íraksstríði mótmælt Þrjú ár voru í gær liðin frá því herlið undir forystu Bandaríkjamanna réðst inn í Írak. Mótmæli mörkuðu það afmæli víða um heim en andstæðingar stríðsins söfnuðust saman til að mótmæla stríðinu og krefjast þess að látið verði af hernaðaraðgerðum í Írak tafarlaust. 20.3.2006 08:45 Hagvöxtur 5,5% á síðasta ári Hagvöxtur hér á landi var 5,5% á síðasta ári. Frá þessu er greint í vefriti fjármálaráðuneytisins í morgun en tekið er fram að talan geti breyst þegar Hagstofan fær frekari gögn til að vinna úr. 20.3.2006 08:30 Lúkasjenko sigraði með yfirburðum Alexander Lúkasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, var endurkjörinn í embætti með yfirburðum í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Andstæðingar forsetans segja brögð hafa verið í tafli og vilja að boðað verði til nýrra kosningar. 20.3.2006 08:26 Fuglaflensutilfelli staðfest í Ísrael Staðfest hefur verið að fuglarnir sem drápust á þremur fuglabúum í suðurhluta Ísraels fyrir helgi voru sýktir af hinum mannskæða H5NI-stofni fuglaflensunnar. Þúsundum kjúklinga og kalkúna var slátrað eftir að fuglarnir drápust því strax lék grunur á að um fuglaflensu væri að ræða. 20.3.2006 07:53 Meiddist á hrygg eftir vélsleðaslys Kona meiddist á hrygg þegar hún datt af vélsleða uppi á Langjökli síðdegis í gær. Samferðafólk hennar kallaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og tókst áhöfn hennar að lenda á jöklinum, þrátt fyrir vont skyggni. Flogið var með konuna á slysadeild Landsspítalans og reyndist hún minna meidd en óttast var. Eftir rannsóknir og aðhlynningu fékk hún að fara heim. 20.3.2006 07:38 Sjö létust í sprengjuárás Sjö létust og fjórir særðust þegar þrjár sprengjur sprungu í norðvesturhluta Pakistan í gær. Tveimur af sprengjunum var komið fyrir nálægt lögreglustöð en talið er að herskáir íslamar hafi staðið fyrir árásinni en enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þrír lögreglumenn létust í árásinni en lögreglustöðin er mikið skemmd eftir sprenginguna. 20.3.2006 07:35 Fellibylurinn Larry veldur usla í Ástralíu Að minnsta kosti þrír slösuðust þegar fellibylurinn Larry gekk yfir norðausturhluta Ástralíu í nótt. Bærinn Innisfail í Queensland-héraði varð verst úti í fellibylnum og er óttast að mun fleiri hafi slasast þar en vitað er um á þessari stundu, þó flestir bæjarbúar hafi náð að yfirgefa heimili sín áður en ósköpin dundu yfir. 20.3.2006 07:28 Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. 19.3.2006 19:00 Tillögur um tækifæri eftir brottför hersins Ný tækifæri felast í brottför hersins sagði forsætisráðherra, áður en hann og utanríkisráðherra funduðu með bæjarstjóra Reykjanesbæjar um tillögur um aðgerðir til að efla atvinnustarfsemi í ljósi breyttrar stöðu. Málið skekur nú byggðina pólitískt. Forsætisráðherra vonar að staða varnarsamningsins skýrist á morgun eftir fund framkvæmdastjóra NATO og Bandaríkjaforseta. Fundinum lauk rétt fyrir fréttir Ákveðið var að skipa starfshóp, að tillögu forsætisráðherra, sem í verða fjórir frá ríkinu og þrír frá sveitarfélögunum. 19.3.2006 18:52 Slasaðist alvarlega í bílveltu Karlmaður um tvítugt slasaðist alvarlega í bílveltu í Fossvogi nú síðdegis. Maðurinn, sem var ökumaður bifreiðarinnar, gekkst undir aðgerð vegna brjóstholsáverka. Hann fer í aðgerð vegna tveggja brotinna hryggjarliða í kvöld eða á morgun en er ekki í lífshættu. 19.3.2006 18:30 Slasaðist í bílveltu Umferðarslys varð á Kringlumýrarbrautinni, við göngubrúnna í Fossvogi nú síðdegis. Að því er næst verður komist var bifreið ekið á ljósastaur eða brúarstólpa svo hún valt. 19.3.2006 16:37 Stöðvaður á tvöföldum hámarkshraða Lögreglan á Húsavík stöðvaði ungan ökumann á mikilli hraðferð í nótt. Mest mældist bíll piltsins á eitt hundrað áttatíu og eins kílómetra hraða, rétt norðan við Húsavík. 19.3.2006 14:56 Kokkar berjast Kokkar frá fjórum heimsálfum reyna að slá hverjum öðrum við í matargerðarlist og búist er við harðri keppni í uppvaski á sýningunni Matur 2006 sem haldin verður undir lok mánaðarins. 19.3.2006 14:40 Læsti sig inni með barnabarninu Mikill viðbúnaður var í Brussel höfuðborg Belgíu í nótt eftir að maður á sextugsaldri læsti sig inni á hótelherbergi á sautjándu hæð með átta ára gömlu barnabarni sínu. 19.3.2006 13:30 Varnarmálin rædd á morgun Jaap de Hoop Schaeffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins mun á morgun hitta George Bush Bandaríkjaforseta þar sem varnir Íslands verða til umræðu. 19.3.2006 12:45 Sér ekkert athugavert við ritstjórnina Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík sér ekkert athugavert við framferði ritstjóra Framsóknarvefsíðunnar Hriflu, sem neitaði að birta pistil borgarfulltrúa flokksins um lýðræði á vefsíðunni. 19.3.2006 12:17 Líkamsárás á Laugaveginum í morgun Tveir menn um tvítugt réðust á mann frá Marokkó á Laugaveginum í morgun. Tildrög árásarinnar liggja ekki fyrir. 19.3.2006 11:56 Hálka víða fyrir norðan og austan Hálka, hálkublettir og éljagangur er víða á Norðaustur- og Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Aðrir þjóðvegir landsins eru nokkuð greiðfærir en mjög víða gilda þungatakmarkanir. 19.3.2006 11:30 Lúkatsjenkó talinn öruggur um sigur Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag. Kjörstaðir voru opnaðir snemma í morgun og voru þá þegar teknar að myndast raðir fyrir utan þá. Ekki eru nokkrar líkur taldar á öðru en að Alexander Lúkatsjenkó, sitjandi forseti, fari með sigur af hólmi enda gera sér fáir grillur um að kosningarnar fari fram á sanngjarnan hátt. 19.3.2006 11:17 Borgarastríð geisar í Írak Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, sagði í viðtali við BBC í morgun að borgarastyrjöld geisi í landinu og verði fljótlega ekki gripið í taumana muni þjóðarbrotin í landinu festast í vítahring ofbeldis sem í kjölfarið út öll Mið-Austurlönd. 19.3.2006 11:00 Á annað hundrað handtekin Parísarlögreglan handtók vel á annað hundrað manns eftir að friðsamlegar mótmælaaðgerðir gærdagsins snerust upp í uppþot og ólæti í gærkvöld. 19.3.2006 10:47 Þrír teknir við ölvunarakstur Þrír voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar í nótt og í morgun. Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna smávægilegri umferðarlagabrota. 19.3.2006 10:15 Blandar flokkspólitík í uppsagnir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ furða sig á því að fyrsti fundur forsætisráðherra um málefni starfsmanna varnarliðsins eftir að herinn tilkynnti að hann hefði sig á brott verði haldinn á kosningaskrifstofu A-listans. 19.3.2006 10:05 Tveir gistu fangageymslur Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt vegna ölvunar og óláta. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur og tveir fyrir að keyra réttindalausir, báðir eru aðeins sextán ára og virtist liggja meira á að setjast undir stýri en svo að þeir gætu beðið eftir að fá bílpróf. 19.3.2006 10:03 Lögreglumaður skotinn til bana í Berlín Lögreglumaður féll eftir að hafa verið skotinn til bana í Berlín, höfuðborg Þýskalands í gærkvöld. Lögreglumaðurinn, sem var 42ja ára gamall, var óeinkennisklæddur þegar hann var að athuga með mann sem hann hafði grunsemdir um að stundaði fíkniefnasölu í almenningsgarði í borginni. Lögreglan í Berlín leggur nú allt kapp á að hafa upp á hinum seka sem flúði af vettvangi eftir árásina. 18.3.2006 17:38 Tekinn tvisvar á ellefu mínútum Nítján ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á hálftíma á Akureyri. Allir voru á 50 kílómetra hraða eða meira þar sem er 30 kílómetra hámarkshraði. Einn þeirra sem lögreglan tók fyrir of hraðan akstur var stöðvaður aftur ellefu mínútum síðar og þá fyrir að tala í síma undir stýri. 18.3.2006 17:37 Hussein vill deyja í Írak Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks vill ekki að réttarhöldin yfir honum verði flutt frá Írak eins og verjendur hans hafa lagt þetta til við hann. Samkvæmt lögmönnum hans sagði Saddam að hann væri fæddur í Írak og þar vildi hann deyja. Saddam og sjö fyrrum samverkamanna hans eru sakaðir um að hafa staðið á bak við morð á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982 eftir að Saddam hafði verið sýnt banatilræði þar. Verði þeir fundnir sekir geta þeir átt von á því að verða teknir af lífi. 18.3.2006 17:35 Mikill sinueldur Mikill og þykkur reykur steig upp er bændur brenndu sinu í Eyjafjarðarsveit, sunnan við Akueyrarflugvöll í dag. Flug raskaðist ekki og er það að þakka hagstæðri vindátt. Bændur hafa leyfi til að brenna sinu fyrir fuglavarpið og nýta þeir sér það grimmt samkvæmt einum heimildamanni NFS að norðan. Þá segir Akureyrarlögreglan það hafa gerst, oftar en einu sinni, að flug hafi raskast vegna reyks, og biður hún bændur um að brenna sinu þegar vindátt er hagstæð og reyk leggi ekki yfir Akueyri eða flugvöllinn þar í bæ. 18.3.2006 17:30 Oddur Helgi leiðir Lista fólksins Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi leiðir L-lista, Lista fólksins, við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri. Þetta er í þriðja skipti sem listinn býður fram og hefur Oddur helgi leitt listann í öll þrjú skiptin. 18.3.2006 17:25 Vilja starfslokasamning frá hernum Undirskriftasöfnun er hafin meðal starfsmanna Varnarliðsins þar sem farið er fram á að þeir fái starfslokasamning vegna uppsagna allra starfsmanna Varnarliðsins. Samkvæmt kjarasamningum eiga starfsmenn ekki rétt á öðrum greiðslum við uppsögn en þær sem felast í uppsagnarfresti. 18.3.2006 16:55 Verðlaunuð fyrir stærðfræðikunnáttu 24 börn á aldrinum níu til tólf ára hafa varið frítíma sínum í vetur við að leysa stærðfræðiþrautir sem reyndust flestum fullorðnum einstaklingum um megn. Útskriftarhátíð þeirra var haldin í Háskólanum í Reykjavík í gær. 18.3.2006 15:45 Hamas-stjórnin að líta dagsins ljós Hamas-samtökin hafa lokið við að skipa í ráðherraembætti í nýrri heimastjórn Palestínumanna. 18.3.2006 15:24 Hvetur til mótmæla Alexander Milinkevítsj, helsti frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi sem fram fara á morgun, hvatti í dag til mótmælaaðgerða þrátt fyrir að stjórnvöld hafi hótað að bæla niður slíkar aðgerðir með ofbeldi. Stjórnmálaskýrendur segja líklegt að Alexander Lukashenkó, forseti landsins, vinni sigur í kosningunum. 18.3.2006 15:18 Hyggja á sókn í sveitarstjórnum Markmið Vinstri-grænna í sveitarstjórnarkosningunum í maí er að stórefla Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í sveitarstjórnum landsins segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. 18.3.2006 14:46 Kalla eftir samstöðu ríkja Bandaríkin, Ástralía og Japan hvetja Írana að hætta auðgun úrans og Norður-Kóreumenn til þess að halda áfram með kjarnorkuviðræður. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu þjóðanna eftir fund þeirra í Ástralíu í dag. Þá kölluðu ríki þrjú eftir breiðari samstöðu með öðrum valdamiklum ríkjum gegn úranframleiðslu Írana. 18.3.2006 14:35 Átak vegna geðfatlaðra skilar samfélaginu arði Það átak sem gera á í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra á næstu árum mun skila samfélaginu arði ef stjónvöld standa sína sína pligt, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir að ekki dugi að taka til í búsetumálunum, styðja þurfi við bakið á geðfötluðum í samræmi vilja þeirra og getu en ekki forskrift embættismanna. 18.3.2006 12:30 Viðræður boðaðar við íslensk stjórnvöld. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, kvaðst á fréttamannafundi í gær búast við að viðræður myndu senn hefjast á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíðarfyrirkomulag varna landsins. 18.3.2006 12:00 Sjö létust í Úrúgvæ Skemmtidagskrá í smábænum Young í Úrúgvæ snerist upp í skelfingu í gær þegar lest sem bæjarbúar drógu komst á svo mikinn skrið að sjö þeirra lentu undir henni og dóu þegar í stað. Lestardrátturinn var liður í fjáröflun til góðgerðarstarfsemi og átti að sýna dagskrána í sjónvarpi. Til viðbótar vi þá sjö sem létust slasaðist fjöldi bæjarbúa í öngþveitinu sem myndaðist í kjölfarið. Þeir sem skipulögðu uppákomuna hafa sent þeim sem eiga um sárt að binda samúðaróskir en ekki er vitað hvort þeim verði boðnar miskabætur. 18.3.2006 11:39 Eldri maður barinn og rændur Karlmaður á sjötugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að tveir menn réðust á hann og rændu hann í Vesturbænum í gærkvöldi. Maðurinn var á göngu nærri gatnamótum Hringbrautar og Suðurgötu þegar mennirnir réðust á hann, börðu hann í jörðina og létu höggin dynja á honum. 18.3.2006 11:17 Árið 2006 eitt mesta framkvæmdaár Íslandssögunnar Útlit er fyrir að árið 2006 verði eitt mesta framkvæmdaár sögunnar á vegum hins opinbera þar sem gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir um áttatíu milljarða á árinu. Þá horfa verktakar í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð fram á áframhaldandi gósentíð miðað við áætlaðar framkvæmdir á næstu árum. 18.3.2006 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
Intrum innheimtir fyrir Borgarbókasafnið Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur samið við innheimtufyrirtækið Intrum um að hafa uppi á þeim sem láta undir höfuð leggjast að skila bókasafnsbókum. Bókasafnsbækur má hafa að láni í mánuð en tíu króna dagsektir bætast ofan á ef farið er fram yfir þann tíma. 20.3.2006 09:45
Áfengi í vörslu lögreglu Allt áfengi af barnum á veitingahúsinu Kaffi Láru á Seyðisfirði, hefur verið í vörslu lögreglu síðan á föstudagskvöld og vistað í læstum fangaklefa, að fyrirmælum sýslumanns. 20.3.2006 09:30
Nýtt fiskvinnslufyrirtæki Samherja í Grimsby Nýtt fiskvinnslufyrirtæki í eigu Samherja, mun taka til starfa í Grimsby í Bretlandi á næstunni og á það að heita Ice Fresh Seafood. Aukast þá enn umsvif íslendinga á Humbersvæðinu í Bretlandi, en talið er að þar búi nú um 200 íslendingar sem hafi fjölda Breta í vinnu. 20.3.2006 09:15
Ökumaður ölvaður Vitni telja það mildi að ekki hlaust stór slys af, þegar ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Kringlumýrarbraut á níunda tímanum í gærkvöldi. Bíllinn lenti utan í vegriði á milli akbrautanna og braut það niður á að minnstakosti tuttugu metra kafla uns hann nam staðar, stór skemmdur. Ökumaður tók þá til fótanna, en lögreglumenn hlupu hann uppi. Kalla þurfti á slökkvilið til að hreinsa olíu og bensín úr bílnum, á vettvangi. 20.3.2006 09:13
Pálmi Haraldsson kaupir Hekla Travel Pálmi Haraldsson, sem á sínum tíma keypti dönsku flugfélögin Mersk og Sterling og seldi FL Group, hefur keypt dönsku ferðaskrifstofuna Hekla Travel. 20.3.2006 09:00
Íraksstríði mótmælt Þrjú ár voru í gær liðin frá því herlið undir forystu Bandaríkjamanna réðst inn í Írak. Mótmæli mörkuðu það afmæli víða um heim en andstæðingar stríðsins söfnuðust saman til að mótmæla stríðinu og krefjast þess að látið verði af hernaðaraðgerðum í Írak tafarlaust. 20.3.2006 08:45
Hagvöxtur 5,5% á síðasta ári Hagvöxtur hér á landi var 5,5% á síðasta ári. Frá þessu er greint í vefriti fjármálaráðuneytisins í morgun en tekið er fram að talan geti breyst þegar Hagstofan fær frekari gögn til að vinna úr. 20.3.2006 08:30
Lúkasjenko sigraði með yfirburðum Alexander Lúkasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, var endurkjörinn í embætti með yfirburðum í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Andstæðingar forsetans segja brögð hafa verið í tafli og vilja að boðað verði til nýrra kosningar. 20.3.2006 08:26
Fuglaflensutilfelli staðfest í Ísrael Staðfest hefur verið að fuglarnir sem drápust á þremur fuglabúum í suðurhluta Ísraels fyrir helgi voru sýktir af hinum mannskæða H5NI-stofni fuglaflensunnar. Þúsundum kjúklinga og kalkúna var slátrað eftir að fuglarnir drápust því strax lék grunur á að um fuglaflensu væri að ræða. 20.3.2006 07:53
Meiddist á hrygg eftir vélsleðaslys Kona meiddist á hrygg þegar hún datt af vélsleða uppi á Langjökli síðdegis í gær. Samferðafólk hennar kallaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og tókst áhöfn hennar að lenda á jöklinum, þrátt fyrir vont skyggni. Flogið var með konuna á slysadeild Landsspítalans og reyndist hún minna meidd en óttast var. Eftir rannsóknir og aðhlynningu fékk hún að fara heim. 20.3.2006 07:38
Sjö létust í sprengjuárás Sjö létust og fjórir særðust þegar þrjár sprengjur sprungu í norðvesturhluta Pakistan í gær. Tveimur af sprengjunum var komið fyrir nálægt lögreglustöð en talið er að herskáir íslamar hafi staðið fyrir árásinni en enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þrír lögreglumenn létust í árásinni en lögreglustöðin er mikið skemmd eftir sprenginguna. 20.3.2006 07:35
Fellibylurinn Larry veldur usla í Ástralíu Að minnsta kosti þrír slösuðust þegar fellibylurinn Larry gekk yfir norðausturhluta Ástralíu í nótt. Bærinn Innisfail í Queensland-héraði varð verst úti í fellibylnum og er óttast að mun fleiri hafi slasast þar en vitað er um á þessari stundu, þó flestir bæjarbúar hafi náð að yfirgefa heimili sín áður en ósköpin dundu yfir. 20.3.2006 07:28
Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. 19.3.2006 19:00
Tillögur um tækifæri eftir brottför hersins Ný tækifæri felast í brottför hersins sagði forsætisráðherra, áður en hann og utanríkisráðherra funduðu með bæjarstjóra Reykjanesbæjar um tillögur um aðgerðir til að efla atvinnustarfsemi í ljósi breyttrar stöðu. Málið skekur nú byggðina pólitískt. Forsætisráðherra vonar að staða varnarsamningsins skýrist á morgun eftir fund framkvæmdastjóra NATO og Bandaríkjaforseta. Fundinum lauk rétt fyrir fréttir Ákveðið var að skipa starfshóp, að tillögu forsætisráðherra, sem í verða fjórir frá ríkinu og þrír frá sveitarfélögunum. 19.3.2006 18:52
Slasaðist alvarlega í bílveltu Karlmaður um tvítugt slasaðist alvarlega í bílveltu í Fossvogi nú síðdegis. Maðurinn, sem var ökumaður bifreiðarinnar, gekkst undir aðgerð vegna brjóstholsáverka. Hann fer í aðgerð vegna tveggja brotinna hryggjarliða í kvöld eða á morgun en er ekki í lífshættu. 19.3.2006 18:30
Slasaðist í bílveltu Umferðarslys varð á Kringlumýrarbrautinni, við göngubrúnna í Fossvogi nú síðdegis. Að því er næst verður komist var bifreið ekið á ljósastaur eða brúarstólpa svo hún valt. 19.3.2006 16:37
Stöðvaður á tvöföldum hámarkshraða Lögreglan á Húsavík stöðvaði ungan ökumann á mikilli hraðferð í nótt. Mest mældist bíll piltsins á eitt hundrað áttatíu og eins kílómetra hraða, rétt norðan við Húsavík. 19.3.2006 14:56
Kokkar berjast Kokkar frá fjórum heimsálfum reyna að slá hverjum öðrum við í matargerðarlist og búist er við harðri keppni í uppvaski á sýningunni Matur 2006 sem haldin verður undir lok mánaðarins. 19.3.2006 14:40
Læsti sig inni með barnabarninu Mikill viðbúnaður var í Brussel höfuðborg Belgíu í nótt eftir að maður á sextugsaldri læsti sig inni á hótelherbergi á sautjándu hæð með átta ára gömlu barnabarni sínu. 19.3.2006 13:30
Varnarmálin rædd á morgun Jaap de Hoop Schaeffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins mun á morgun hitta George Bush Bandaríkjaforseta þar sem varnir Íslands verða til umræðu. 19.3.2006 12:45
Sér ekkert athugavert við ritstjórnina Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík sér ekkert athugavert við framferði ritstjóra Framsóknarvefsíðunnar Hriflu, sem neitaði að birta pistil borgarfulltrúa flokksins um lýðræði á vefsíðunni. 19.3.2006 12:17
Líkamsárás á Laugaveginum í morgun Tveir menn um tvítugt réðust á mann frá Marokkó á Laugaveginum í morgun. Tildrög árásarinnar liggja ekki fyrir. 19.3.2006 11:56
Hálka víða fyrir norðan og austan Hálka, hálkublettir og éljagangur er víða á Norðaustur- og Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Aðrir þjóðvegir landsins eru nokkuð greiðfærir en mjög víða gilda þungatakmarkanir. 19.3.2006 11:30
Lúkatsjenkó talinn öruggur um sigur Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag. Kjörstaðir voru opnaðir snemma í morgun og voru þá þegar teknar að myndast raðir fyrir utan þá. Ekki eru nokkrar líkur taldar á öðru en að Alexander Lúkatsjenkó, sitjandi forseti, fari með sigur af hólmi enda gera sér fáir grillur um að kosningarnar fari fram á sanngjarnan hátt. 19.3.2006 11:17
Borgarastríð geisar í Írak Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, sagði í viðtali við BBC í morgun að borgarastyrjöld geisi í landinu og verði fljótlega ekki gripið í taumana muni þjóðarbrotin í landinu festast í vítahring ofbeldis sem í kjölfarið út öll Mið-Austurlönd. 19.3.2006 11:00
Á annað hundrað handtekin Parísarlögreglan handtók vel á annað hundrað manns eftir að friðsamlegar mótmælaaðgerðir gærdagsins snerust upp í uppþot og ólæti í gærkvöld. 19.3.2006 10:47
Þrír teknir við ölvunarakstur Þrír voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar í nótt og í morgun. Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna smávægilegri umferðarlagabrota. 19.3.2006 10:15
Blandar flokkspólitík í uppsagnir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ furða sig á því að fyrsti fundur forsætisráðherra um málefni starfsmanna varnarliðsins eftir að herinn tilkynnti að hann hefði sig á brott verði haldinn á kosningaskrifstofu A-listans. 19.3.2006 10:05
Tveir gistu fangageymslur Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt vegna ölvunar og óláta. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur og tveir fyrir að keyra réttindalausir, báðir eru aðeins sextán ára og virtist liggja meira á að setjast undir stýri en svo að þeir gætu beðið eftir að fá bílpróf. 19.3.2006 10:03
Lögreglumaður skotinn til bana í Berlín Lögreglumaður féll eftir að hafa verið skotinn til bana í Berlín, höfuðborg Þýskalands í gærkvöld. Lögreglumaðurinn, sem var 42ja ára gamall, var óeinkennisklæddur þegar hann var að athuga með mann sem hann hafði grunsemdir um að stundaði fíkniefnasölu í almenningsgarði í borginni. Lögreglan í Berlín leggur nú allt kapp á að hafa upp á hinum seka sem flúði af vettvangi eftir árásina. 18.3.2006 17:38
Tekinn tvisvar á ellefu mínútum Nítján ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á hálftíma á Akureyri. Allir voru á 50 kílómetra hraða eða meira þar sem er 30 kílómetra hámarkshraði. Einn þeirra sem lögreglan tók fyrir of hraðan akstur var stöðvaður aftur ellefu mínútum síðar og þá fyrir að tala í síma undir stýri. 18.3.2006 17:37
Hussein vill deyja í Írak Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks vill ekki að réttarhöldin yfir honum verði flutt frá Írak eins og verjendur hans hafa lagt þetta til við hann. Samkvæmt lögmönnum hans sagði Saddam að hann væri fæddur í Írak og þar vildi hann deyja. Saddam og sjö fyrrum samverkamanna hans eru sakaðir um að hafa staðið á bak við morð á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982 eftir að Saddam hafði verið sýnt banatilræði þar. Verði þeir fundnir sekir geta þeir átt von á því að verða teknir af lífi. 18.3.2006 17:35
Mikill sinueldur Mikill og þykkur reykur steig upp er bændur brenndu sinu í Eyjafjarðarsveit, sunnan við Akueyrarflugvöll í dag. Flug raskaðist ekki og er það að þakka hagstæðri vindátt. Bændur hafa leyfi til að brenna sinu fyrir fuglavarpið og nýta þeir sér það grimmt samkvæmt einum heimildamanni NFS að norðan. Þá segir Akureyrarlögreglan það hafa gerst, oftar en einu sinni, að flug hafi raskast vegna reyks, og biður hún bændur um að brenna sinu þegar vindátt er hagstæð og reyk leggi ekki yfir Akueyri eða flugvöllinn þar í bæ. 18.3.2006 17:30
Oddur Helgi leiðir Lista fólksins Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi leiðir L-lista, Lista fólksins, við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri. Þetta er í þriðja skipti sem listinn býður fram og hefur Oddur helgi leitt listann í öll þrjú skiptin. 18.3.2006 17:25
Vilja starfslokasamning frá hernum Undirskriftasöfnun er hafin meðal starfsmanna Varnarliðsins þar sem farið er fram á að þeir fái starfslokasamning vegna uppsagna allra starfsmanna Varnarliðsins. Samkvæmt kjarasamningum eiga starfsmenn ekki rétt á öðrum greiðslum við uppsögn en þær sem felast í uppsagnarfresti. 18.3.2006 16:55
Verðlaunuð fyrir stærðfræðikunnáttu 24 börn á aldrinum níu til tólf ára hafa varið frítíma sínum í vetur við að leysa stærðfræðiþrautir sem reyndust flestum fullorðnum einstaklingum um megn. Útskriftarhátíð þeirra var haldin í Háskólanum í Reykjavík í gær. 18.3.2006 15:45
Hamas-stjórnin að líta dagsins ljós Hamas-samtökin hafa lokið við að skipa í ráðherraembætti í nýrri heimastjórn Palestínumanna. 18.3.2006 15:24
Hvetur til mótmæla Alexander Milinkevítsj, helsti frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi sem fram fara á morgun, hvatti í dag til mótmælaaðgerða þrátt fyrir að stjórnvöld hafi hótað að bæla niður slíkar aðgerðir með ofbeldi. Stjórnmálaskýrendur segja líklegt að Alexander Lukashenkó, forseti landsins, vinni sigur í kosningunum. 18.3.2006 15:18
Hyggja á sókn í sveitarstjórnum Markmið Vinstri-grænna í sveitarstjórnarkosningunum í maí er að stórefla Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í sveitarstjórnum landsins segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. 18.3.2006 14:46
Kalla eftir samstöðu ríkja Bandaríkin, Ástralía og Japan hvetja Írana að hætta auðgun úrans og Norður-Kóreumenn til þess að halda áfram með kjarnorkuviðræður. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu þjóðanna eftir fund þeirra í Ástralíu í dag. Þá kölluðu ríki þrjú eftir breiðari samstöðu með öðrum valdamiklum ríkjum gegn úranframleiðslu Írana. 18.3.2006 14:35
Átak vegna geðfatlaðra skilar samfélaginu arði Það átak sem gera á í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra á næstu árum mun skila samfélaginu arði ef stjónvöld standa sína sína pligt, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir að ekki dugi að taka til í búsetumálunum, styðja þurfi við bakið á geðfötluðum í samræmi vilja þeirra og getu en ekki forskrift embættismanna. 18.3.2006 12:30
Viðræður boðaðar við íslensk stjórnvöld. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, kvaðst á fréttamannafundi í gær búast við að viðræður myndu senn hefjast á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíðarfyrirkomulag varna landsins. 18.3.2006 12:00
Sjö létust í Úrúgvæ Skemmtidagskrá í smábænum Young í Úrúgvæ snerist upp í skelfingu í gær þegar lest sem bæjarbúar drógu komst á svo mikinn skrið að sjö þeirra lentu undir henni og dóu þegar í stað. Lestardrátturinn var liður í fjáröflun til góðgerðarstarfsemi og átti að sýna dagskrána í sjónvarpi. Til viðbótar vi þá sjö sem létust slasaðist fjöldi bæjarbúa í öngþveitinu sem myndaðist í kjölfarið. Þeir sem skipulögðu uppákomuna hafa sent þeim sem eiga um sárt að binda samúðaróskir en ekki er vitað hvort þeim verði boðnar miskabætur. 18.3.2006 11:39
Eldri maður barinn og rændur Karlmaður á sjötugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að tveir menn réðust á hann og rændu hann í Vesturbænum í gærkvöldi. Maðurinn var á göngu nærri gatnamótum Hringbrautar og Suðurgötu þegar mennirnir réðust á hann, börðu hann í jörðina og létu höggin dynja á honum. 18.3.2006 11:17
Árið 2006 eitt mesta framkvæmdaár Íslandssögunnar Útlit er fyrir að árið 2006 verði eitt mesta framkvæmdaár sögunnar á vegum hins opinbera þar sem gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir um áttatíu milljarða á árinu. Þá horfa verktakar í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð fram á áframhaldandi gósentíð miðað við áætlaðar framkvæmdir á næstu árum. 18.3.2006 10:30