Innlent

Mikill sinueldur

Mikill og þykkur reykur steig upp er bændur brenndu sinu í Eyjafjarðarsveit, sunnan við Akueyrarflugvöll í dag. Flug raskaðist ekki og er það að þakka hagstæðri vindátt. Bændur hafa leyfi til að brenna sinu fyrir fuglavarpið og nýta þeir sér það grimmt samkvæmt einum heimildamanni NFS að norðan. Þá segir Akureyrarlögreglan það hafa gerst, oftar en einu sinni, að flug hafi raskast vegna reyks, og biður hún bændur um að brenna sinu þegar vindátt er hagstæð og reyk leggi ekki yfir Akueyri eða flugvöllinn þar í bæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×