Erlent

Á annað hundrað handtekin

Lögreglumenn á vakt.
Lögreglumenn á vakt. MYND/AP

Parísarlögreglan handtók vel á annað hundrað manns eftir að friðsamlegar mótmælaaðgerðir gærdagsins snerust upp í uppþot og ólæti í gærkvöld.

Kveikt var í bifreiðum og gluggar verslana voru mölbrotnir og gripu lagannna verðir þá til þess ráðs að sprauta vatni og táragasi að óróaseggjunum. 24 slösuðust í átökunum, þar af sjö lögregluþjónar, en enginn er sagður alvarlega slasaður. Í dögun hafði tekist að koma á ró. Hávær mótmæli hafa staðið yfir alla vikuna vegna umdeildra breytinga á vinnulöggjöf Frakklands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×