Erlent

Hussein vill deyja í Írak

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks vill ekki að réttarhöldin yfir honum verði flutt frá Írak eins og verjendur hans hafa lagt þetta til við hann. Samkvæmt lögmönnum hans sagði Saddam að hann væri fæddur í Írak og þar vildi hann deyja. Saddam og sjö fyrrum samverkamanna hans eru sakaðir um að hafa staðið á bak við morð á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982 eftir að Saddam hafði verið sýnt banatilræði þar. Verði þeir fundnir sekir geta þeir átt von á því að verða teknir af lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×