Erlent

Læsti sig inni með barnabarninu

Mikill viðbúnaður var í Brussel höfuðborg Belgíu í nótt eftir að maður á sextugsaldri læsti sig inni á hótelherbergi á sautjándu hæð með átta ára gömlu barnabarni sínu. Hann sagðist vera gyrtur sprengjubelti og kvaðst mundu sprengja sig í loft upp. Fyrr í morgun tók maðurinn hins vegar sönsum og gaf sig fram við lögreglu. Barnið er talið ómeitt. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með athæfi sínu en lögregla segir hann vera ferðamann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×