Fleiri fréttir

Börn stöðvuð við drykkju

Keflavíkurlögreglan batt enda á unglingagleðskap í Vogunum í nótt þar sem sex ungmenni á fjórtánda og fimmtánda aldursári höfðu neytt áfengis.

Dagbækur prins ekki gefnar út í bili

Karl Bretaprins vann hálfan sigur í máli sem hann höfðaði á hendur blaðinu Mail on Sunday en blaðið hafði komið höndum yfir einkadagbækur prinsins og birt brot úr þeim þar sem prinsinn kallaði stjórnmálamenn í Hong Kong "afdankaðar gamlar vaxdúkkur."

Frakkar fokreiðir

Frakkland logar enn eina ferðina í uppþotum. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns mótmæltu svokölluðu CPE-frumvarpi víða um landið í gær og hafa enn frekari aðgerðir verið boðaðar á morgun.

Mekka mýrarboltans í Tungudal

Tungudalur við Skutulsfjörð verður hugsanlega Mekka mýrarboltaiðkunar á Íslandi ef tillaga umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar hlýtur náð fyrir augum bæjarstjórnar. Þetta kemur fram á vefsvæði Bæjarins besta.

Ný föt, sami skátinn

Árlegt skátaþing var sett í kvöld og það stendur alla helgina. Yfirskrift þingsins er "Ný dagskrá, nýir tímar" og verða meðal annars kynntir nýir skátabúningar, merki og önnur ytri einkenni.

Tvítyngi er mannauður

Tvítyngd börn eru ekki vesen í skólakerfinu, heldur mannauður til framtíðar sem við verðum að hlúa að. Þetta kom fram á ráðstefnu um tvítyngi og móðurmálskennslu í Háskóla Íslands í dag.

Bush styður lokun herstöðvarinnar

Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú síðdegis greindi Scott McClellan, talsmaður Bandaríkjaforseta, frá því að Bush væri sammála ráðleggingum landvarnaráðuneytisins um lokun herstöðvarinnar.

Nælonstúlkur á barmi heimsfrægðar

Íslenska stúlknabandið Nælon rambar nú á barmi heimsfrægðar, en Nælonstúlkur verða upphitunarband fyrir strákana í Westlife á tónleikaferðalagi um Bretland.

Efla þarf Landhelgisgæsluna

Fyrir utan þær spurningar sem hafa vaknað varðandi varnarmál Íslands, atvinnumál á Suðurnesjum og rekstur Keflavíkurflugvallar er ljóst að gangskör þarf að gera hjá Landhelgisgæslunni. Ríkisstjórnin er í viðbragðsstöðu, segir forsætisráðherra, og ljóst að kaupa þarf nýjar þyrlur og stórefla björgunarsveitir.

Flugmálastjórn kæmist af án ratsjárkerfis hersins

Það ylli verulegri röskun og vandræðum við flugumferðarstjórn, ef ratsjárkerfi hersins hér á landi yrði lagt niður. Framtíð kerfisins er meðal þess sem rætt verður í viðræðum Bandaríkjanna og Íslands um framtíð varnarsamningsins.

Bandaríkin brutu varnarsamninginn segir formaður Samfylkingarinnar

Einhliða ákvörðun bandarískra stjórnvalda um framkvæmd varnarsamningsins jafngildir broti á honum, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún vill nýta sérstakt ákvæði og fá Nató til að meta hvort samningurinn hafi enn raunverulegt varnargildi fyrir Ísland.

300 Rúmenar handteknir á Spáni

Spænska lögreglan hefur handtekið tæplega 300 Rúmena í tengslum við röð innbrota, eiturlyfjasölu og vændi. Innanríkisráðherra landsins greindi frá þessu í dag.

Dæmdur fyrir að hrækja á lögreglumann

Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Austurlands í dag þegar maður var dæmdur fyrir að hrækja á lögreglumann. Var sakborningurinn dæmdur til að greiða þrjátíu þúsund krónur í sekt fyrir athæfið.

Aldrei fleiri byggingar jafnaðar við jörðu en í fyrra

Aldrei hafa fleiri byggingar verið jafnaðar við jörðu í Reykjavík en í fyrra og hefur niðurrif bygginga í borginni aukist jafnt og þétt frá árinu 2001. Þetta kemur fram í erindi sem Erpur Snær Hansen hjá Menungarvörnum Reykjavíkur flytur á ráðstefnunni Verk og vit á morgun.

Verður þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtækið ef af kaupum verður

Actavis Group gæti orðið þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi innan nokkurra mánaða ef óformlegu tilboði félagsins í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA verður tekið. Velta Actavis myndi aukast um 70 prósent og starfsmönnum fjölga um ríflega helming við kaupin.

Fjölskyldan ekki viðstödd jarðarförina

Fjölskylda Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, verður ekki viðstödd jarðarför hans í Serbíu á morgun. Fjölmargir hafa vottað honum virðingu sína í dag en kista Milosevic liggur í Byltingarsafninu í Belgrad.

SUS ályktar um varnarsamstarfið

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna skorar á íslensk stjórnvöld að hvika hvergi frá þeirri stefnu sinni að tryggja varnir Íslands, þrátt fyrir einhliða breytingar af hálfu Bandaríkjastjórnar á varnarsamstarfi ríkjanna.

Óvissa um samninga Eflingar og Orkuveitunnar

Kjarasamningar Orkuveitu Reykjavíkur og Eflingar hafa verið lausir í rúma þrjá mánuði. Ekki er útlit fyrir að samningar náist í bráð þrátt fyrir að staðan sé í sjálfu sér auðveld að sögn Sigurðar Bessasonar, formaður Eflingar. Starfsmenn Eflingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur eru orðnir ansi óþreyjufullir eftir að samningar náist.

Nýr sendiherra Íslands í Lettlandi

Hannes Heimisson, sendiherra, afhenti í gær Vaira Vike-Freiberga, forseta Lettlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Lettlandi með aðsetur í Helsinki. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Riga.

Ekki þvo ykkur með kvikasilfri

Connie Hedegaard, umhverfisráðherra Danmerkur, vill koma af stað norrænu fræðsluátaki í Afríku um skaðsemi kvikasilfurs til að koma í veg fyrir að konur í Afríku þvoi húð sína með kvikasilfurssápu til að lýsa húðina.

Spá aukinni verðbólgu

Greiningardeild KBbanka spáir 0,75% hækkun á vísitölu neysluverðs í apríl sem mun leiða til þess að 12 mánaða verðbólga fer úr 4,5% í 5% ef spáin gengur eftir. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum bankans í dag. Vísitalan hækkaði um 0,2% í apríl í fyrra.

300 milljónir til Barnaspítala Hringsins

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, og dóttir hans, Kristín Jóhannesdóttir, hafa gefið Barnaspítala Hringsins 300 milljóna króna styrk sem verður notaður til að auka hágæsluþjónustu á spítalanum. Styrkurinn er til næstu 5 ára, 60 milljónir ár hvert. Tilkynnt var um styrkveitinguna á Barnaspítalanum í dag og var Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, viðstödd. Hágæsluþjónusta á Barnaspítalanum verður starfrækt í nánu samstarfi við gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Allra veikustu börn munu þó áfram þurfa vistun á gjörgæsludeild spítalans. Fjallað var um vanda hágæsluþjónustu á Barnaspítalanum í fréttaskýringaþættinum Kompás á NFS í vikunni.

Farið fram á að Taylor verði framseldur

Stjórnvöld í Líberíu hafa formlega farið þess á leit við Nígeríumenn að þeir framselji þeim Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Þar með yrði hægt að rétta yfir honum fyrir aðild að stríiðsglæpum í Sierra Leone.

Skotbardagi fyrir utan Hæstarétt Spánar

Svo virðist sem til skotbardaga hafi komið fyrir utan Hæstarétt Spánar í Madríd í dag. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið en einn maður mun hafa verið handtekinn vegna málsins.

Tekjur af varnarliðinu minnka

Tekjur Íslendinga af varnarliðinu í Keflavík hafa farið hraðminnkandi á síðustu árum. Þær eru nú innan við 1% af vergri landsframleiðslu, og voru um 8 milljarðar í fyrra.

Ekki eitrað fyrir Milosevic

Ekkert bendir til þess að eitrað hafi verið fyrir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem lést í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi um síðustu helgi. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðu blóðrannsóknar sem birtar voru í dag.

Slökkviliðsmenn álykta

Starfsmenn slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli telja brottför Varnarliðsins kalla á breytingar og meiriháttar uppstokkun á rekstri og stjórnsýslu Keflavíkurflugvallar, svo og öllum flugrekstrar og flugöryggismálum Íslands. Þetta kemur fram í ályktun sem almennur félagsfundur starfsmanna slökkviliðsins sendi frá sér í morgun.

Umfangsmestu aðgerðir frá innrás

Stærstu hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak, síðan herinn réðst inn í landið árið 2003, hófust í gær. Yfir 50 flugvélar og um 1500 bandarískir hermenn taka þátt í aðgerðunum. Talið er að hermennirnir séu búnir að handtaka um 40 manns.

300 handteknir í óeirðum

Til óeirða kom í grennd við Sorbonne-háskólann í miðborg Parísar í gærkvöld. Um þrjú hundruð manns voru handteknir þegar námsmenn mótmæltu nýjum atvinnulögum ríkisstjórnarinnar.

Samt hægt að tengjast evrunni

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, telur hægt að tengjast evrunni og grípur til varna fyrir Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra.

Tveggja krónu afsláttur af eldsneyti

Atlantsolía og FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, undirrita í dag samning um afslátt af eldsneyti og veitir samningurinn félögum FÍB tveggja krónu afslátt af eldsneyti. Með samningnum skuldbindur Atlantsolía sig til að veita engum öðrum en félögum FÍB jafnmikinn afslátt. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá FÍB þá mun afslátturinn gera það að verkum að félagsmenn geta sparað samanlagt um 80 milljónir króna í eldsneytiskaupum. Athygli vekur að samningurinn er undirritaður nú en í gær hækkuðu stóru olíufélögin bensínverðið hjá sér.

Bréf til Bandaríkjamanna sent

Íslensk stjórnvöld hafa ritað bandarískum stjórnvöldum bréf og spurt hvaða viðbúnað þau ætli að hafa hér á landi til að tryggja varnir landsins eftir að herþoturnar fjórar og þyrlur hersins fara af landi brott. Hann vill ekki svara því hvaða lágmarksviðbúnaður sé ásættanlegur fyrir íslensk stjórnvöld.

Skoða greiningar með gagnrýnisaugum

Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa stigið hægt upp á við í vikunni eftir að hafa fallið um nær 4% á mánudaginn var. Forstjóri Glitnis segir mikilvægt að fjölmiðlar skoði þær greiningar sem fram koma á fjármálamarkaðnum með gagngrýnisaugum.

Nýjungar í byggingariðnaði og mannvirkjagerð

Helstu nýjungar í byggingariðnaði og mannvirkjagerð og kynning á skipulagsmálum sveitarfélaga er meðal þess sem sjá má á sýningunni Verk og vit 2006 sem opnuð var í nýju sýningarhöllinni í gær. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið hér á landi.

Útilokað að taka upp evru án aðildar að ESB

Richard Wright, umsjónarmaður samskipta Evrópusambandsins við Ísland, segir útilokað að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Hann segir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið virka vel og að hann geti enst eins lengi og aðildarríkin telji hann fullnægjandi.

Stóru olíufélögin hækka bensínverð

Stóru olíufélögin og flest dótturfélaga þeirra hækkuðu bensínverð í gær og er algengt verð á sjálfsafgreiðslustöðvum tæpar 115 krónur. Orkan og Atlantsolía hækkuðu ekki og er lítrinn þar um þremur krónum ódýrari.

Eldur í Guðmundi VE

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í aftari frystilest Guðmundar VE í skipasmíðastöð í Póllandi í gærkvöldi. Skipið er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja Lengja átti skipið og voru framkvæmdir við það að hefjast þegar eldurinn kviknaði.

Fatah ekki með

Fatah-samtök Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka ekki þátt í myndun ríkisstjórnar með Hamas-liðum, sem unnu meirihluta á þingi heimastjórnar Palestínumanna í kosningum í janúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan Fatah.

Fuglaflensa í Ísrael

Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni hefur greinst í kalkúnahræjum sem fundust á dögunum í Suður-Ísrael. Talsmaður ísraelska landbúnaðarráðuneytisins staðfesti þetta í morgun.

FTSE yfir 6000 stig

FTSE, enska hlutabréfavísitalan fór yfir 6000 stig þegar Kauphöllin í Lundúnum opnaði í morgun. Það er í fyrsta sinn í 5 ár.

Málverk eftir Van Gogh endurheimt

Lögreglan í Hollandi hefur endurheimt málverk eftir Van Gogh, eitt það síðasta sem hann málaði í Hollandi, en því var stolið fyrir sjö árum. Verkið, sem er óskemmt, var málað árið 1885 og er nú í eigu Van Lanschot-bankans þar í landi. Tveir menn 25 og 33 ára hafa verið handteknir vegna málsins en rannsókn þess stendur þó enn yfir.

Sjá næstu 50 fréttir