Erlent

Fuglaflensutilfelli staðfest í Ísrael

MYND/AP

Staðfest hefur verið að fuglarnir sem drápust á þremur fuglabúum í suðurhluta Ísraels fyrir helgi voru sýktir af hinum mannskæða H5NI-stofni fuglaflensunnar. Þúsundum kjúklinga og kalkúna var slátrað eftir að fuglarnir drápust því strax lék grunur á að um fuglaflensu væri að ræða. Þá hefur einnig verið staðfest að fjórir starfsmenn á fuglabúunum, sem óttast var að hefðu sýkst af veirunni, reyndust ekki smitaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×