Erlent

Fellibylurinn Larry veldur usla í Ástralíu

Tré sem rifnaði upp með rótum í bænum Cairns í norðausturhluta Ástralíu. Myndin er úr sjónvarpsupptöku.
Tré sem rifnaði upp með rótum í bænum Cairns í norðausturhluta Ástralíu. Myndin er úr sjónvarpsupptöku. MYND/AP

Að minnsta kosti þrír slösuðust þegar fellibylurinn Larry gekk yfir norðausturhluta Ástralíu í nótt. Bærinn Innisfail í Queensland-héraði varð verst úti í fellibylnum og er óttast að mun fleiri hafi slasast þar en vitað er um á þessari stundu, þó flestir bæjarbúar hafi náð að yfirgefa heimili sín áður en ósköpin dundu yfir. Þá er ekki talið útilokað að einhver hafi týnt lífi í fellibylnum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Queensland en um fimmtíu þúsund heimili í héraðinu eru án rafmagns. Vindhraðinn fór upp í 290 kílómetra á klukkustund í verstu hviðunum þegar fellibylurinn gekk yfir og sums staðar rifnuðu tré upp með rótum. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sagði á blaðamannafundi í morgun að yfirvöld í Queensland muni fái alla þá aðstoð sem þörf sé á til að daglegt líf í héraðinu komist í fyrra horf sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×