Innlent

Stöðvaður á tvöföldum hámarkshraða

Lögreglan á Húsavík stöðvaði ungan ökumann á mikilli hraðferð í nótt. Mest mældist bíll piltsins á eitt hundrað áttatíu og eins kílómetra hraða, rétt norðan við Húsavík. Hámarkshraðinn þarna er níutíu og drengurinn því á meira en tvöföldum hámarkshraða. Hann var allsgáður þegar lögregla stöðvaði hann, en gaf þá skýringu á ofsaakstrinum að sér hafi legið á heim til sín. Hans bíður nú væn sekt, líklega á bilinu áttatíu til eitthundrað þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×