Fleiri fréttir Reyndu að smygla inn kjöti, tóbaki og áfengi Smygl fannst um borð í Dettifossi í Grundartangahöfn í fyrrinótt og hafa nokkrir skipverjar viðurkennt að hafa átt það. Þeir ætluðu að smygla áfengi, munntóbaki og nautakjöti. Þetta er í annað skiptið á fjórum mánuðum sem smygl finnst í Dettifossi í Grundartangahöfn og fyrir nokkrum dögum fannst töluvert af áfengi og sígarettum í öðru flutningaskipi þar. 17.3.2006 08:15 Aðgerðir gegn andspyrnumönnum í Írak Bandaríkjaher hóf í gær umfangsmestu hernaðaraðgerðir í Írak frá því ráðist var inn í landið árið 2003. Yfir fimmtán hundruð bandarískir hermenn taka þátt í aðgerðunum sem beinast að meintum andspyrnu- og hryðjuverkamönnum nálægt borginni Samarra, um 80 km norður af Bagdad höfuðborg landsins. Talið er að aðgerðirnar muni standa yfir í nokkra daga samkvæmt bandarískum yfirvöldum. 17.3.2006 08:00 Aurbleyta á malarvegum Aurbleyta er nú sumstaðar orðin á malarvegum vegna hlýinda og þungatakmaraknir eru víðasthvar á hringveginum og ýmsum útvegum. Í hlákunni í gær hrundi smávegis af grjóti niður á Óshlíðarveginn til Bolungarvíkur en olli ekki tjóni og snjóflóð lokaði veginum yfir Dynjandisheiði í gærmorgun, en það er líka rakið til hlýindanna. 17.3.2006 07:55 Miklar óeirðir í París Til óeirða kom í miðborg Parísar í gærkvöld. Nokkur hundruð námsmenn köstuðu steinum, flöskum og stólum af nærliggjandi kaffihúsum að lögreglu sem svaraði með því að dreifa táragasi á æstan lýðinn. Þá handtók lögreglan um eitt hundrað og fimmtíu manns. Mótmælin, sem staðið hafa undanfarna daga, beinast gegn nýjum lögum ríkisstjórnarinnar sem fjalla um starfssamninga fólks undir 26 ára aldri 17.3.2006 07:45 Lögðu hald á 4 kíló af hassi Fimm manns voru úrskurðaðir í gærluvarðhald í gærkvöldi eftir víðtæka og sameiginlega aðgerð lögreglunnar í Kópavogi, Hafnarfirði, fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík, tollgæslunnar og sérsveitar Ríkislögregustjóra, á höfuðborgarsvæðinu í gær. Gerð var húsleit í fjórum íbúðum og tveimur iðnaðarhúsum vegna gruns um stórfellt fíkniefnamisferli og var lagt hald á rösklega fjögur kíló af hassi og hátt í hálft kíló af anfetamíni. Alls voru tólf handteknir en sjö voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum. 17.3.2006 07:15 Fimm í gæsluvarðhaldi vegna gruns um stórfellt fíkniefnamisferli Fimm hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. mars vegna gruns um stórfellt fíkniefnamisferli. Tólf manns voru handteknir í gær eftir húsleit lögreglunnar í Hafnarfirði og Kópavogi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Leitað var í fjórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur iðnaðarhúsnæðum. 17.3.2006 00:40 Vantar upp á umfjöllun fjölmiðla um fjármálaheiminn Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa stigið hægt upp á við í vikunni eftir að hafa fallið um nær fjögur prósent á mánudaginn var. Forstjóri Glitnis segir mikilvægt að fjölmiðlar skoði þær greiningar sem fram koma á fjármálamarkaðnum með gagngrýnisaugum. 17.3.2006 00:23 620 starfsmenn varnarliðsins uggandi um afkomu sína Íslenskir starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli ætla nú þegar að óska eftir starfslokasamningum enda stefni í fjöldauppsagnir vegna ákvörðunar bandarískra yfirvalda um verulegan niðurskurö í haust. Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja segir kröfur um starfslokasamninga við varnarliðið eðlilegar. 17.3.2006 00:01 Mikil fækkun flugvéla eftir lok kalda stríðsins Flugfloti Bandaríkjahers frá 1952 hefur tekið miklum breytingum frá einum tíma til annars. Staða heimsmála hefur þar ráðið miklu. Eftir lok kalda stríðsins fækkaði mjög í flugflotanum og nú hefur verið tilkynnt að allar orrustuþotur og björgunarþyrlur hersins verði fluttar af landi brott á komandi hausti. 17.3.2006 00:01 Norræn samkeppni í stað samvinnu Norræn samvinna vék fyrir norrænni samkeppni í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld þar sem Magnus Carlsen tryggði sér sigur á Glitnismótinu í hraðskák. Norska undrabarnið lagði Hannes Hlífar Stefánsson í úrslitum. 16.3.2006 23:45 Stórsýning byggingariðnaðar í sýningarhöll Helstu nýjungar í byggingariðnaði og mannvirkjagerð og kynning á skipulagsmálum sveitarfélaga er meðal þess sem sjá má á sýningunni Verk og vit 2006 sem opnuð var í nýju sýningarhöllinni í dag. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið hér á landi. 16.3.2006 23:31 Margt bogið við kvótaúthlutanir í Sandgerði Smábátaeiganda í Sandgerði finnst margt bogið við kvótaúthlutanir bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjóri vísar öllum ásökunum á bug. 16.3.2006 23:00 Magnus Carlsen sigraði á Glitnismótinu Norska undrabarnið Magnus Carlsen gerði sér lítið fyrir og sigraði á Glitnismótinu í hraðskák sem lauk fyrir stundu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Magnús lagði Hannes Hlífar Stefánsson í úrslitum tvö núll en Hannes Hlífar rann út á tíma í seinni skákinni. 16.3.2006 21:06 Hannes Hlífar í undanúrslit á Glitnismótinu Glitnismótinu í hraðskák, sem nú fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur er senn að ljúka en eftir eru tvær skákir í átta manna úrslitum. Hannes Hlífar Stefánsson komst í undanúrslit fyrir nokkrum mínútum þegar hann lagði Tatíönu Vasilevich í spennandi viðureign þá er heimsmeistarinn í hraðskák, Indverjinn Vishy Anand, einnig kominn í undanúrslit. 16.3.2006 19:26 Ekki þörf á sýnilegum loftvörnum Íslendingar þurfa ekki sýnilegar loftvarnir, segir forstöðumaður sænsku friðarrannsókna- stofnunarinnar SIPRI. Íslendingar verði að sætta sig við að engin þjóð muni senda hingað tæki og mannafla í líkingu við þann sem verið hefur í Keflavík. 16.3.2006 19:15 Björn segi af sér vegna Baugsmáls Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var í dag hvattur til þess á Alþingi að axla pólitíska ábyrgð á Baugsmálinu. Stjórnarandstæðingar mæltust til þess að hann segði af sér í framhaldi af dómi Héraðsdóms í gær. 16.3.2006 19:04 Nýtt mannréttindaráð samþykkt Nýtt mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna hefur verið samþykkt og kemur í stað gömlu mannréttindanefndarinnar. Leyfilegt verður að reka aðildarríki úr ráðinu ef þau brjóta mannréttindi. 16.3.2006 19:00 Handritin heim frá Svíþjóð? Ákvörðun sænska þjóðfræðisafnsins um að skila indíanaflokki merkum forngrip, vekur upp spurningu sem snertir Íslendinga. Í sænskum söfnum eru nefnilega varðveitt einhver merkustu handrit sem rituð voru á Íslandi í fornöld, meðal annars skinnhandrit af Snorra-Eddu frá því um þrettánhundruð og handrit af Konungasögum. 16.3.2006 18:53 Skrifar bréf til Bush Bandaríkjaforseta Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hyggst skrifa George Bush Bandaríkjaforseta bréf í dag og óska eftir nánari útlistun Bandaríkjastjórnar á því hvernig vörnum Íslands verði háttað í framtíðinni. Þá hefur Halldór beðið framkvæmdastjóra NATO að taka málið upp á fundi með Bush á mánudag. Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að gildi varnarsamningsins verði lítið sem ekkert, takist ekki að ná viðunandi niðurstöðu um skipan varnarmála landsins. Þetta kom fram í umræðum um utanríkismál á Alþingi í dag 16.3.2006 18:45 Athuga þarf varnarsamstarf við nágrannaþjóðir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir brottflutning hersins ekki koma á óvart heldur sé nýtt í málinu hvaða tími sé til stefnu. Hann vill gera samninga við aðrar þjóðir eins og til dæmis Dani, Norðmenn eða Breta samhliða varnarsamningnum. 16.3.2006 18:45 Ekki hægt að fylla skarð þyrlusveitar hersins að fullu Ein af fimm þyrlum varnarliðsins er tiltæk með skömmum fyrirvara sem stendur. Dómsmálaráðherra segir ekki hægt að fylla skarð þyrlusveitar hersins að öllu leyti. 16.3.2006 18:45 Vatnalög samþykkt frá Alþingi Vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra, sem mikill styr hefur staðið um síðustu daga, var samþykkt sem lög frá Alþingi á fimmta tímanum í dag með 26 atkvæðum gegn 19. 16.3.2006 17:15 Fallinn á fyrsta prófi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum um varnarsamninginn á Alþingi í dag, að Geir H. Haarde, utanríkisráðherra hefði fallið á fyrsta prófi sínu í embætti. 16.3.2006 17:06 H5N1 í Danmörku Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa staðfest að Músvákur sem fannst dauður í vikunni var smitaður af H5N1 stofni fuglaflensu. Mikill viðbúnaður er nú þar sem hræið fannst. 16.3.2006 17:01 Umfangsmiklar loftárásir á Samarraborg Bandaríkjaher hóf í dag einhverjar umfangsmestu loftárásir sínar á Írak síðan þeir réðust inn í landið árið 2003. Bandarískra og íraskra hersveitir gera nú loftárásir á felustaði andspyrnumanna í borginni Samarra. 16.3.2006 16:56 Kemur út sex daga vikunnar í 700-900 þúsund eintökum Dagsbrún stefnir að því að hefja útgáfu fríblaðs í Danmörku á þessu ári. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að miðað sé við að upplag blaðsins verði 700-900 þúsund eintök og það komi út sex daga vikunnar. 16.3.2006 16:29 Glitnir hækkar vexti á húsnæðislánum Glitnir, áður Íslandsbanki, hefur ákveðið að hækka vexti sína á verðtryggðum húsnæðislánum um 0,13%. Breytingin hefur ekki áhrif á kjör þeirra sem þegar hafa tekið húsnæðislán hjá Glitni. Vextir nýrra lána hækka úr 4,35% í 4,48%. KB-banki tilkynnti um hækkun á vöxtum á húsnæðislánum sínum í gær. En vextir lánanna hjá KB-banka eru nú 4,3% en voru áður 4,15%. 16.3.2006 15:59 Gengið frá kaupum á Strætólóðinni Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, undirrituðu í dag samning um kaup bankans á byggingarrétt á hluta Strætólóðarinnar við Kirkjusand. Bankinn hyggst nýta lóðina til frekari uppbyggingar fyrirtækisins hér á landi. Glitnir greiðir um einn milljarð króna fyrir bygginarréttinn og fær svæðið afhent í tveimur áföngum, haustið 2006 og haustið 2007. 16.3.2006 15:32 Hrokafullur stjórnunarstíll Valur Ingimundarson, sérfræðingur í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, segir það koma sér á óvart hve mild viðbrögð íslenskra stjórnvalda séu við ákvörðun Bandaríkjamanna að draga stórlega úr umsvifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hann segir Bandaríkjamenn beita hrokafullum stjórnunarstíl. 16.3.2006 15:15 Hraða þarf viðræðum Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, gerði þingheimi í hádeginu grein fyrir ákvörðun Bandaríkjamanna frá í gær um að draga úr starfsemi varnarliðsins í Keflavík á næstu mánuðum. Hann sagði að hraða þyrfti viðræðum um áframhaldandi samstarf. Formaður Samfylkingarinnar segir viðræður hingað til augljóslega ekki hafa skilað neinu. 16.3.2006 14:10 Fyrstu skref í átt að útgáfu fríblaðs í Danmörku Dagbrún hefur tekið fyrstu skrefin í átt að stofnun fríblaðs í líkingu við Fréttablaðið í Danmörku með stofnun 365 Media Scandinavia þar í landi. Dagsbrún hefur áður lýst yfir að það hefði uppi áform um útrás á erlenda markaði með áherslu á Norðurlönd og Bretland. 16.3.2006 14:04 Undirbúningsframkvæmdir hafnar Hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í Austurhöfn í Reykjavík og gætu nærliggjandi fyrirtæki og íbúar farið að finna fyrir nokkru raski fljótlega. Kostnaður við undirbúningsframkvæmdirnar er yfir 1,3 milljarðar króna. 16.3.2006 13:48 Hugtakið lán og trúverðugleiki vitna réð úrslitum Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu byggir aðallega á skilgreiningu á hugtakinu lán og trúverðugleika vitna eins og Jóns Geralds Sullenbergers. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að vitnisburður Jóns Geralds hafi verið ótrúverðugur þar sem hann beri kala til Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans. 16.3.2006 13:15 Ákvörðun Bandaríkjamanna þarf ekki að koma á óvart Sú ákvörðun ráðamanna í Bandaríkjunum að draga stórlega úr starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þarf ekki að koma á óvart í ljósi atburða vorið 2003 þegar einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um brotthvarf þotna og þyrlna var kynnt forsætisráðherra. Síðan þá hefur legið ljóst fyrir að Bandaríkjamenn vildu breyta rekstri sínum hér á landi. 16.3.2006 13:00 Staða Olmerts styrkist Staða Ehuds Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, hefur styrkst eftir árás hersins á fangelsi Palestínumanna í Jeríkó á þriðjudag þar sem Ahkmed Saadat, leiðtogi herskárrar hreyfingar Palestínumanna, var numinn á brott. Stjórnmálaskýrendur segja ástæðuna vera þá að Ísraelar elski það þegar óvinurinn er niðurlægður 16.3.2006 12:54 Fær ekki að liggja í þinghúsinu Lík Slobodans Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, (LUM) mun ekki liggja í þinghúsinu í Belgrad, höfuðborg Serbíu, áður en það verður jarðsett. Fjölskylda hans og stuðningsmenn höfðu vonast til þess. Kista hans mun þó standa í safni nálægt þinghúsinu og munu stuðningsmenn hans geta vottað honum virðingu sína með því að ganga fram hjá henni. Milosevic verður jarðsettur í heimabæ sínum Pozarevac í austurhluta Serbíu á laugardag. 16.3.2006 12:53 Hætta við og fara Repúblikanar í Bandaríkjunum eru hæstánægðir með þá ákvörðun eigenda fjárfestingafélagsins DP World, sem eru frá Dubai, að selja þær hafnir sem þeir eiga í Bandaríkjunum. Þannig minnki hættan á hryðjuverkum í landinu til muna. Þeir segja að ákvörðunin muni styrkja samband landanna tveggja í framtíðinni. 16.3.2006 12:49 Engin lausn komin Enn þokast ekkert í viðræðum fastafulltrúa í Öryggisráðinu um kjarnorkuáætlanir Írana. Jean Marc de La Sabliere, sendiherra Frakka í ráðinu, sagði í gær nauðsynlegt að Öryggisráðið kæmist fljótlega að niðurstöðu um málið. 16.3.2006 12:47 Ratsjárstöðvum lokað innan tíðar Margt bendir til þess að ratsjárstöðvunum hér á landi verði lokað innan tíðar því hernaðarlegum tilgangi þeirra lýkur í raun þegar herþoturnar verða fluttar frá Keflavíkurflugvelli í haust. 16.3.2006 12:45 Geta átt von á uppsögnum Allir starfsmenn, bæði íslenskir og bandarískir voru boðaðir á fund í stóra flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna frétta um stórfellda fækkun hjá varnarliðinu. Á fundinum var starfsmönnum kynnt að það mætti eiga von á uppsögnum. 16.3.2006 12:30 Hermönnum í Keflavík fækkað um 60% á 15 árum Bandarískum hermönnum í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað um rúm 60% frá endalokum kalda stríðsins fyrir fimmtán árum og enn frekari fækkun þýðir að ýmsum þjónustustofnunum á vellinum verður lokað. 16.3.2006 12:12 Jaafari tilbúinn að hætta Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra Íraks, segist reiðubúinn til að stíga af stóli ef komi í ljós að hann hafi ekki stuðning meirihluta Íraka. Þetta sagði hann við setningarathöfn íraska þingsins í morgun. 16.3.2006 11:56 Undirrita samning um þekkingarnet Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir undirrita klukkan eitt í dag samning um stofnun og rekstur Þekkingarnets Austurlands ásamt fulltrúum Fræðslunets Austurlands. 16.3.2006 11:44 Frávísunartillaga felld Frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra var felld á Alþingi í morgun með 28 atkvæðum gegn 23. 16.3.2006 11:30 Nægur maís í Malaví Maísuppskera hefur ekki verið jafngjöful í tíu ár í Malaví en maís er undirstaða í mataræði malavísku þjóðarinnar. Regntímabilið tekur nú senn enda í landinu og hefur rignt vel og lengi og eru Malavíar í sjöunda himni því þurrkatímabil hafa truflað regnið undanfarin ár sem hefur leitt til uppskerubrests. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. 16.3.2006 11:15 Sjá næstu 50 fréttir
Reyndu að smygla inn kjöti, tóbaki og áfengi Smygl fannst um borð í Dettifossi í Grundartangahöfn í fyrrinótt og hafa nokkrir skipverjar viðurkennt að hafa átt það. Þeir ætluðu að smygla áfengi, munntóbaki og nautakjöti. Þetta er í annað skiptið á fjórum mánuðum sem smygl finnst í Dettifossi í Grundartangahöfn og fyrir nokkrum dögum fannst töluvert af áfengi og sígarettum í öðru flutningaskipi þar. 17.3.2006 08:15
Aðgerðir gegn andspyrnumönnum í Írak Bandaríkjaher hóf í gær umfangsmestu hernaðaraðgerðir í Írak frá því ráðist var inn í landið árið 2003. Yfir fimmtán hundruð bandarískir hermenn taka þátt í aðgerðunum sem beinast að meintum andspyrnu- og hryðjuverkamönnum nálægt borginni Samarra, um 80 km norður af Bagdad höfuðborg landsins. Talið er að aðgerðirnar muni standa yfir í nokkra daga samkvæmt bandarískum yfirvöldum. 17.3.2006 08:00
Aurbleyta á malarvegum Aurbleyta er nú sumstaðar orðin á malarvegum vegna hlýinda og þungatakmaraknir eru víðasthvar á hringveginum og ýmsum útvegum. Í hlákunni í gær hrundi smávegis af grjóti niður á Óshlíðarveginn til Bolungarvíkur en olli ekki tjóni og snjóflóð lokaði veginum yfir Dynjandisheiði í gærmorgun, en það er líka rakið til hlýindanna. 17.3.2006 07:55
Miklar óeirðir í París Til óeirða kom í miðborg Parísar í gærkvöld. Nokkur hundruð námsmenn köstuðu steinum, flöskum og stólum af nærliggjandi kaffihúsum að lögreglu sem svaraði með því að dreifa táragasi á æstan lýðinn. Þá handtók lögreglan um eitt hundrað og fimmtíu manns. Mótmælin, sem staðið hafa undanfarna daga, beinast gegn nýjum lögum ríkisstjórnarinnar sem fjalla um starfssamninga fólks undir 26 ára aldri 17.3.2006 07:45
Lögðu hald á 4 kíló af hassi Fimm manns voru úrskurðaðir í gærluvarðhald í gærkvöldi eftir víðtæka og sameiginlega aðgerð lögreglunnar í Kópavogi, Hafnarfirði, fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík, tollgæslunnar og sérsveitar Ríkislögregustjóra, á höfuðborgarsvæðinu í gær. Gerð var húsleit í fjórum íbúðum og tveimur iðnaðarhúsum vegna gruns um stórfellt fíkniefnamisferli og var lagt hald á rösklega fjögur kíló af hassi og hátt í hálft kíló af anfetamíni. Alls voru tólf handteknir en sjö voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum. 17.3.2006 07:15
Fimm í gæsluvarðhaldi vegna gruns um stórfellt fíkniefnamisferli Fimm hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. mars vegna gruns um stórfellt fíkniefnamisferli. Tólf manns voru handteknir í gær eftir húsleit lögreglunnar í Hafnarfirði og Kópavogi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Leitað var í fjórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur iðnaðarhúsnæðum. 17.3.2006 00:40
Vantar upp á umfjöllun fjölmiðla um fjármálaheiminn Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa stigið hægt upp á við í vikunni eftir að hafa fallið um nær fjögur prósent á mánudaginn var. Forstjóri Glitnis segir mikilvægt að fjölmiðlar skoði þær greiningar sem fram koma á fjármálamarkaðnum með gagngrýnisaugum. 17.3.2006 00:23
620 starfsmenn varnarliðsins uggandi um afkomu sína Íslenskir starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli ætla nú þegar að óska eftir starfslokasamningum enda stefni í fjöldauppsagnir vegna ákvörðunar bandarískra yfirvalda um verulegan niðurskurö í haust. Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja segir kröfur um starfslokasamninga við varnarliðið eðlilegar. 17.3.2006 00:01
Mikil fækkun flugvéla eftir lok kalda stríðsins Flugfloti Bandaríkjahers frá 1952 hefur tekið miklum breytingum frá einum tíma til annars. Staða heimsmála hefur þar ráðið miklu. Eftir lok kalda stríðsins fækkaði mjög í flugflotanum og nú hefur verið tilkynnt að allar orrustuþotur og björgunarþyrlur hersins verði fluttar af landi brott á komandi hausti. 17.3.2006 00:01
Norræn samkeppni í stað samvinnu Norræn samvinna vék fyrir norrænni samkeppni í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld þar sem Magnus Carlsen tryggði sér sigur á Glitnismótinu í hraðskák. Norska undrabarnið lagði Hannes Hlífar Stefánsson í úrslitum. 16.3.2006 23:45
Stórsýning byggingariðnaðar í sýningarhöll Helstu nýjungar í byggingariðnaði og mannvirkjagerð og kynning á skipulagsmálum sveitarfélaga er meðal þess sem sjá má á sýningunni Verk og vit 2006 sem opnuð var í nýju sýningarhöllinni í dag. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið hér á landi. 16.3.2006 23:31
Margt bogið við kvótaúthlutanir í Sandgerði Smábátaeiganda í Sandgerði finnst margt bogið við kvótaúthlutanir bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjóri vísar öllum ásökunum á bug. 16.3.2006 23:00
Magnus Carlsen sigraði á Glitnismótinu Norska undrabarnið Magnus Carlsen gerði sér lítið fyrir og sigraði á Glitnismótinu í hraðskák sem lauk fyrir stundu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Magnús lagði Hannes Hlífar Stefánsson í úrslitum tvö núll en Hannes Hlífar rann út á tíma í seinni skákinni. 16.3.2006 21:06
Hannes Hlífar í undanúrslit á Glitnismótinu Glitnismótinu í hraðskák, sem nú fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur er senn að ljúka en eftir eru tvær skákir í átta manna úrslitum. Hannes Hlífar Stefánsson komst í undanúrslit fyrir nokkrum mínútum þegar hann lagði Tatíönu Vasilevich í spennandi viðureign þá er heimsmeistarinn í hraðskák, Indverjinn Vishy Anand, einnig kominn í undanúrslit. 16.3.2006 19:26
Ekki þörf á sýnilegum loftvörnum Íslendingar þurfa ekki sýnilegar loftvarnir, segir forstöðumaður sænsku friðarrannsókna- stofnunarinnar SIPRI. Íslendingar verði að sætta sig við að engin þjóð muni senda hingað tæki og mannafla í líkingu við þann sem verið hefur í Keflavík. 16.3.2006 19:15
Björn segi af sér vegna Baugsmáls Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var í dag hvattur til þess á Alþingi að axla pólitíska ábyrgð á Baugsmálinu. Stjórnarandstæðingar mæltust til þess að hann segði af sér í framhaldi af dómi Héraðsdóms í gær. 16.3.2006 19:04
Nýtt mannréttindaráð samþykkt Nýtt mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna hefur verið samþykkt og kemur í stað gömlu mannréttindanefndarinnar. Leyfilegt verður að reka aðildarríki úr ráðinu ef þau brjóta mannréttindi. 16.3.2006 19:00
Handritin heim frá Svíþjóð? Ákvörðun sænska þjóðfræðisafnsins um að skila indíanaflokki merkum forngrip, vekur upp spurningu sem snertir Íslendinga. Í sænskum söfnum eru nefnilega varðveitt einhver merkustu handrit sem rituð voru á Íslandi í fornöld, meðal annars skinnhandrit af Snorra-Eddu frá því um þrettánhundruð og handrit af Konungasögum. 16.3.2006 18:53
Skrifar bréf til Bush Bandaríkjaforseta Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hyggst skrifa George Bush Bandaríkjaforseta bréf í dag og óska eftir nánari útlistun Bandaríkjastjórnar á því hvernig vörnum Íslands verði háttað í framtíðinni. Þá hefur Halldór beðið framkvæmdastjóra NATO að taka málið upp á fundi með Bush á mánudag. Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að gildi varnarsamningsins verði lítið sem ekkert, takist ekki að ná viðunandi niðurstöðu um skipan varnarmála landsins. Þetta kom fram í umræðum um utanríkismál á Alþingi í dag 16.3.2006 18:45
Athuga þarf varnarsamstarf við nágrannaþjóðir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir brottflutning hersins ekki koma á óvart heldur sé nýtt í málinu hvaða tími sé til stefnu. Hann vill gera samninga við aðrar þjóðir eins og til dæmis Dani, Norðmenn eða Breta samhliða varnarsamningnum. 16.3.2006 18:45
Ekki hægt að fylla skarð þyrlusveitar hersins að fullu Ein af fimm þyrlum varnarliðsins er tiltæk með skömmum fyrirvara sem stendur. Dómsmálaráðherra segir ekki hægt að fylla skarð þyrlusveitar hersins að öllu leyti. 16.3.2006 18:45
Vatnalög samþykkt frá Alþingi Vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra, sem mikill styr hefur staðið um síðustu daga, var samþykkt sem lög frá Alþingi á fimmta tímanum í dag með 26 atkvæðum gegn 19. 16.3.2006 17:15
Fallinn á fyrsta prófi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum um varnarsamninginn á Alþingi í dag, að Geir H. Haarde, utanríkisráðherra hefði fallið á fyrsta prófi sínu í embætti. 16.3.2006 17:06
H5N1 í Danmörku Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa staðfest að Músvákur sem fannst dauður í vikunni var smitaður af H5N1 stofni fuglaflensu. Mikill viðbúnaður er nú þar sem hræið fannst. 16.3.2006 17:01
Umfangsmiklar loftárásir á Samarraborg Bandaríkjaher hóf í dag einhverjar umfangsmestu loftárásir sínar á Írak síðan þeir réðust inn í landið árið 2003. Bandarískra og íraskra hersveitir gera nú loftárásir á felustaði andspyrnumanna í borginni Samarra. 16.3.2006 16:56
Kemur út sex daga vikunnar í 700-900 þúsund eintökum Dagsbrún stefnir að því að hefja útgáfu fríblaðs í Danmörku á þessu ári. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að miðað sé við að upplag blaðsins verði 700-900 þúsund eintök og það komi út sex daga vikunnar. 16.3.2006 16:29
Glitnir hækkar vexti á húsnæðislánum Glitnir, áður Íslandsbanki, hefur ákveðið að hækka vexti sína á verðtryggðum húsnæðislánum um 0,13%. Breytingin hefur ekki áhrif á kjör þeirra sem þegar hafa tekið húsnæðislán hjá Glitni. Vextir nýrra lána hækka úr 4,35% í 4,48%. KB-banki tilkynnti um hækkun á vöxtum á húsnæðislánum sínum í gær. En vextir lánanna hjá KB-banka eru nú 4,3% en voru áður 4,15%. 16.3.2006 15:59
Gengið frá kaupum á Strætólóðinni Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, undirrituðu í dag samning um kaup bankans á byggingarrétt á hluta Strætólóðarinnar við Kirkjusand. Bankinn hyggst nýta lóðina til frekari uppbyggingar fyrirtækisins hér á landi. Glitnir greiðir um einn milljarð króna fyrir bygginarréttinn og fær svæðið afhent í tveimur áföngum, haustið 2006 og haustið 2007. 16.3.2006 15:32
Hrokafullur stjórnunarstíll Valur Ingimundarson, sérfræðingur í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, segir það koma sér á óvart hve mild viðbrögð íslenskra stjórnvalda séu við ákvörðun Bandaríkjamanna að draga stórlega úr umsvifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hann segir Bandaríkjamenn beita hrokafullum stjórnunarstíl. 16.3.2006 15:15
Hraða þarf viðræðum Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, gerði þingheimi í hádeginu grein fyrir ákvörðun Bandaríkjamanna frá í gær um að draga úr starfsemi varnarliðsins í Keflavík á næstu mánuðum. Hann sagði að hraða þyrfti viðræðum um áframhaldandi samstarf. Formaður Samfylkingarinnar segir viðræður hingað til augljóslega ekki hafa skilað neinu. 16.3.2006 14:10
Fyrstu skref í átt að útgáfu fríblaðs í Danmörku Dagbrún hefur tekið fyrstu skrefin í átt að stofnun fríblaðs í líkingu við Fréttablaðið í Danmörku með stofnun 365 Media Scandinavia þar í landi. Dagsbrún hefur áður lýst yfir að það hefði uppi áform um útrás á erlenda markaði með áherslu á Norðurlönd og Bretland. 16.3.2006 14:04
Undirbúningsframkvæmdir hafnar Hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í Austurhöfn í Reykjavík og gætu nærliggjandi fyrirtæki og íbúar farið að finna fyrir nokkru raski fljótlega. Kostnaður við undirbúningsframkvæmdirnar er yfir 1,3 milljarðar króna. 16.3.2006 13:48
Hugtakið lán og trúverðugleiki vitna réð úrslitum Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu byggir aðallega á skilgreiningu á hugtakinu lán og trúverðugleika vitna eins og Jóns Geralds Sullenbergers. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að vitnisburður Jóns Geralds hafi verið ótrúverðugur þar sem hann beri kala til Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans. 16.3.2006 13:15
Ákvörðun Bandaríkjamanna þarf ekki að koma á óvart Sú ákvörðun ráðamanna í Bandaríkjunum að draga stórlega úr starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þarf ekki að koma á óvart í ljósi atburða vorið 2003 þegar einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um brotthvarf þotna og þyrlna var kynnt forsætisráðherra. Síðan þá hefur legið ljóst fyrir að Bandaríkjamenn vildu breyta rekstri sínum hér á landi. 16.3.2006 13:00
Staða Olmerts styrkist Staða Ehuds Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, hefur styrkst eftir árás hersins á fangelsi Palestínumanna í Jeríkó á þriðjudag þar sem Ahkmed Saadat, leiðtogi herskárrar hreyfingar Palestínumanna, var numinn á brott. Stjórnmálaskýrendur segja ástæðuna vera þá að Ísraelar elski það þegar óvinurinn er niðurlægður 16.3.2006 12:54
Fær ekki að liggja í þinghúsinu Lík Slobodans Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, (LUM) mun ekki liggja í þinghúsinu í Belgrad, höfuðborg Serbíu, áður en það verður jarðsett. Fjölskylda hans og stuðningsmenn höfðu vonast til þess. Kista hans mun þó standa í safni nálægt þinghúsinu og munu stuðningsmenn hans geta vottað honum virðingu sína með því að ganga fram hjá henni. Milosevic verður jarðsettur í heimabæ sínum Pozarevac í austurhluta Serbíu á laugardag. 16.3.2006 12:53
Hætta við og fara Repúblikanar í Bandaríkjunum eru hæstánægðir með þá ákvörðun eigenda fjárfestingafélagsins DP World, sem eru frá Dubai, að selja þær hafnir sem þeir eiga í Bandaríkjunum. Þannig minnki hættan á hryðjuverkum í landinu til muna. Þeir segja að ákvörðunin muni styrkja samband landanna tveggja í framtíðinni. 16.3.2006 12:49
Engin lausn komin Enn þokast ekkert í viðræðum fastafulltrúa í Öryggisráðinu um kjarnorkuáætlanir Írana. Jean Marc de La Sabliere, sendiherra Frakka í ráðinu, sagði í gær nauðsynlegt að Öryggisráðið kæmist fljótlega að niðurstöðu um málið. 16.3.2006 12:47
Ratsjárstöðvum lokað innan tíðar Margt bendir til þess að ratsjárstöðvunum hér á landi verði lokað innan tíðar því hernaðarlegum tilgangi þeirra lýkur í raun þegar herþoturnar verða fluttar frá Keflavíkurflugvelli í haust. 16.3.2006 12:45
Geta átt von á uppsögnum Allir starfsmenn, bæði íslenskir og bandarískir voru boðaðir á fund í stóra flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna frétta um stórfellda fækkun hjá varnarliðinu. Á fundinum var starfsmönnum kynnt að það mætti eiga von á uppsögnum. 16.3.2006 12:30
Hermönnum í Keflavík fækkað um 60% á 15 árum Bandarískum hermönnum í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað um rúm 60% frá endalokum kalda stríðsins fyrir fimmtán árum og enn frekari fækkun þýðir að ýmsum þjónustustofnunum á vellinum verður lokað. 16.3.2006 12:12
Jaafari tilbúinn að hætta Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra Íraks, segist reiðubúinn til að stíga af stóli ef komi í ljós að hann hafi ekki stuðning meirihluta Íraka. Þetta sagði hann við setningarathöfn íraska þingsins í morgun. 16.3.2006 11:56
Undirrita samning um þekkingarnet Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir undirrita klukkan eitt í dag samning um stofnun og rekstur Þekkingarnets Austurlands ásamt fulltrúum Fræðslunets Austurlands. 16.3.2006 11:44
Frávísunartillaga felld Frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra var felld á Alþingi í morgun með 28 atkvæðum gegn 23. 16.3.2006 11:30
Nægur maís í Malaví Maísuppskera hefur ekki verið jafngjöful í tíu ár í Malaví en maís er undirstaða í mataræði malavísku þjóðarinnar. Regntímabilið tekur nú senn enda í landinu og hefur rignt vel og lengi og eru Malavíar í sjöunda himni því þurrkatímabil hafa truflað regnið undanfarin ár sem hefur leitt til uppskerubrests. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. 16.3.2006 11:15