Innlent

Vantar upp á umfjöllun fjölmiðla um fjármálaheiminn

MYND/Gunnar

Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa stigið hægt upp á við í vikunni eftir að hafa fallið um nær fjögur prósent á mánudaginn var. Forstjóri Glitnis segir mikilvægt að fjölmiðlar skoði þær greiningar sem fram koma á fjármálamarkaðnum með gagngrýnisaugum.

Eftir að Fitch Ratings gaf út skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf, í síðasta mánuði, fór á stað nokkur lækkun á íslensku krónunni og hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Fleiri aðilar hafa síðan birt skýrslur er lúta að íslenska fjármálaheiminum og hafa fjölmiðlar hér á landi fjallað um þær. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitinis, fyrrum Íslandsbanka, telur að oft vanti upp á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um greiningar á íslenskum fjármálamarkaði. Fjölmiðlar þurfi að setja fleira fólk og fjármagn í að greina og meta það þegar einsleit umræða kemur upp um viðskiptalífið. Bjarni segir mikilvægt að þeir kryfji greiningar sem fram koma en setji þær ekki hreint fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×