Innlent

Skrifar bréf til Bush Bandaríkjaforseta

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hyggst skrifa George Bush Bandaríkjaforseta bréf í dag og óska eftir nánari útlistun Bandaríkjastjórnar á því hvernig vörnum Íslands verði háttað í framtíðinni. Þá hefur Halldór beðið framkvæmdastjóra NATO að ræða málið á fundi með Bush þegar eftir helgi.

Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að gildi varnarsamningsins verði lítið sem ekkert, takist ekki að ná viðunandi niðurstöðu um skipan varnarmála landsins. Þetta kom fram í umræðum um utanríkismál á Alþingi í dag.

Forsætisráðherra sagði að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að kalla nær allt herlið sitt frá Íslandi fæli í sér þáttaskil í utanríkismálum þjóðarinnar. Utanríkisstefna Íslands myndi þó áfram grundvallast á Varnarsamningnum og aðildinni að Atlantshafsbandalaginu. Næsta skref hlyti að felast í því að ganga til viðræðna við Bandaríkjamenn og þeim þyrfti að hraða.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×