Hugtakið lán og trúverðugleiki vitna réð úrslitum 16. mars 2006 13:15 Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, ræðir við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Héraðsdómi í gær. MYND/Pjetur Sigurðsson Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu byggir aðallega á skilgreiningu á hugtakinu lán og trúverðugleika vitna eins og Jóns Geralds Sullenbergers. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að vitnisburður Jóns Geralds hafi verið ótrúverðugur þar sem hann beri kala til Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans. Ákæruliðirnir átta lutu annars vegar að brotum gegn almennum hegningarlög og lögum um ársreikninga og hins vegar um ætluð tollsvik og rangfærslu skjala. Hvað varðar brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ársreikninga snerist málið aðallega um það hvað sé lán og hvað ekki. Var ákærðu gefið að sök að hafa gefið upp villandi og rangar upplýsingar í ársreiknum Baugs. Ákæruvaldið hélt því fram að ákærðu hefðu ekki sett fram í ársreikningum eða skýrslum til stjórnar upphæðir lána ásamt upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra skilmála heldur sett upphæðirnar sem um getur undir skammtímakröfur í efnahagsreikningi. Dómurinn kemst að því að umræddar upphæðir hafi ekki verið lán í skilningi laganna. Þar sem ákæruvaldið reyndi ekki að hnekkja skýringum ákærðu á umræddum færslum, heldur gaf sér að um lán hafi verið að ræða þá sá dómurinn ekki annan kost í stöðunni en að sýkna ákærðu. Því er þarna á ferðinni mistúlkun á 43. grein laga um ársreikninga af hálfu ákæruvaldsins að því er virðist. Hvað viðkemur ákæruliðunum fjórum er snérust um tollsvik og rangfærslu þá hélt ákæruvaldið því fram að ákærðu hefðu falsað skjöl til að lækka kostnað við innflutning og virðisaukaskatt. Helstu vitni og sönnunargögn ákæruvaldsins í þessum ákæruliðum voru Jón Gerald Sullenberger, Ivan Motta og skjöl og tölvupóstar sem þeir höfðu meðferðis vegna málsins. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Jón Gerald Sullenberg sé ótrúverðugt vitni vegna þess að augljóst sé að hann beri kala til Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans. Eins telur dómurinn að skjöl sem lögð voru fram sem sönnunargögn hafi takmörkuð sönnunargildi en mörg hver þeirra voru ljósrit eða afrit komin frá Jóni Geraldi. Hvað viðvíkur framburði Ivans Motta telur dómurinn það rýra trúverðuleika hans að Jón Gerald fékk Motta til að bera vitni, þeir hittust áður en þeir komu til landsins og ræddu Baugsmálið, urðu síðan samferða til Íslands, bjuggu á sama hóteli og umgengust hvorn annan mikið á meðan þeir dvöldu hér. Dómurinn vekur óneitanlega upp spurningar um hvort rannsókn málsins hafi verið ábótavant og hvort stólað hafi verið um of á framburð manna eins og Jóns Geralds Sullenbergers en ekki leitað eftir framburði annarra vitna. Eins vekur hann upp þá spurningu hvort ákærðu hafi einfaldlega verið saklausir eins og þeir hafa allan tímann haldið fram og þá má spyrja hvers vegna að sækja málið var sótt í upphafi. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu byggir aðallega á skilgreiningu á hugtakinu lán og trúverðugleika vitna eins og Jóns Geralds Sullenbergers. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að vitnisburður Jóns Geralds hafi verið ótrúverðugur þar sem hann beri kala til Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans. Ákæruliðirnir átta lutu annars vegar að brotum gegn almennum hegningarlög og lögum um ársreikninga og hins vegar um ætluð tollsvik og rangfærslu skjala. Hvað varðar brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ársreikninga snerist málið aðallega um það hvað sé lán og hvað ekki. Var ákærðu gefið að sök að hafa gefið upp villandi og rangar upplýsingar í ársreiknum Baugs. Ákæruvaldið hélt því fram að ákærðu hefðu ekki sett fram í ársreikningum eða skýrslum til stjórnar upphæðir lána ásamt upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra skilmála heldur sett upphæðirnar sem um getur undir skammtímakröfur í efnahagsreikningi. Dómurinn kemst að því að umræddar upphæðir hafi ekki verið lán í skilningi laganna. Þar sem ákæruvaldið reyndi ekki að hnekkja skýringum ákærðu á umræddum færslum, heldur gaf sér að um lán hafi verið að ræða þá sá dómurinn ekki annan kost í stöðunni en að sýkna ákærðu. Því er þarna á ferðinni mistúlkun á 43. grein laga um ársreikninga af hálfu ákæruvaldsins að því er virðist. Hvað viðkemur ákæruliðunum fjórum er snérust um tollsvik og rangfærslu þá hélt ákæruvaldið því fram að ákærðu hefðu falsað skjöl til að lækka kostnað við innflutning og virðisaukaskatt. Helstu vitni og sönnunargögn ákæruvaldsins í þessum ákæruliðum voru Jón Gerald Sullenberger, Ivan Motta og skjöl og tölvupóstar sem þeir höfðu meðferðis vegna málsins. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Jón Gerald Sullenberg sé ótrúverðugt vitni vegna þess að augljóst sé að hann beri kala til Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans. Eins telur dómurinn að skjöl sem lögð voru fram sem sönnunargögn hafi takmörkuð sönnunargildi en mörg hver þeirra voru ljósrit eða afrit komin frá Jóni Geraldi. Hvað viðvíkur framburði Ivans Motta telur dómurinn það rýra trúverðuleika hans að Jón Gerald fékk Motta til að bera vitni, þeir hittust áður en þeir komu til landsins og ræddu Baugsmálið, urðu síðan samferða til Íslands, bjuggu á sama hóteli og umgengust hvorn annan mikið á meðan þeir dvöldu hér. Dómurinn vekur óneitanlega upp spurningar um hvort rannsókn málsins hafi verið ábótavant og hvort stólað hafi verið um of á framburð manna eins og Jóns Geralds Sullenbergers en ekki leitað eftir framburði annarra vitna. Eins vekur hann upp þá spurningu hvort ákærðu hafi einfaldlega verið saklausir eins og þeir hafa allan tímann haldið fram og þá má spyrja hvers vegna að sækja málið var sótt í upphafi.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira