Erlent

Hætta við og fara

Repúblikanar í Bandaríkjunum eru hæstánægðir með þá ákvörðun eigenda fjárfestingafélagsins DP World, sem eru frá Dubai, að selja þær hafnir sem þeir eiga í Bandaríkjunum. Þannig minnki hættan á hryðjuverkum í landinu til muna. Þeir segja að ákvörðunin muni styrkja samband landanna tveggja í framtíðinni.

DP World hefur frá því í febrúar verið í eigu múslima frá Dubai. Eftir mikla pressu frá repúblikönum, ákváðu eigendurnir að selja fyrirtækið, sem rekur sex hafnir í Bandaríkjunum á næstu fjórum til sex mánaða til Bandaríkjamanna en fyrirtækið var keypt á litla 450 milljarða íslenskra króna. Ástæðuna segja þeir tortryggni Bandaríkjamanna um að með þessu muni hryðjuverkamenn eiga greiðari aðgang að landinu. Repúblikanar lýstu ánægju sinni með ákvörðun eigenda DP World og sagði einn þingmaðurinn ákvörðunina styrkja samband ríkjanna tveggja. Stjórnmálaskýrendur hafa þó sagt það illskiljanlegt þar sem ástæðan fyrir því að repúblikanar vildu hafnir landsins í eigu annarra, væri hræðsla við múslima. Ef hafnir landsins væru í eigu araba, yrði aðgangur hryðjuverkamanna að landinu auðveldari og það gæti ekki liðist. Og repíblikanar geta ekki notað þau rök að hafnir landsins eigi að vera í eigu Bandaríkjamanna, þar sem hafnirnar höfðu áður verið reknar af Bretum. En Arabar munu engan hlut eiga í fyrirtækinu. George Bush Bandaríkjaforseti sagði eftir að arabar höfðu keypt fyrirtækið í febrúar að hann myndi beita sér fyrir því að hafnirfyrirtækið yrði í þeirra eigu áfram. Fordómar og þröngsýni ætti ekki heima í viðskiptalífinu og að engin munur væri á því að þeir ættu fyrirtækið eða aðrir. Hann hefur þó ekkert gert til að stöðva yfirgang repúblikana eins og hann sagðist ætla að gera en hvað sem því líður, verða hafnirnar alla vega ekki í eigu múslima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×