Innlent

Hannes Hlífar í undanúrslit á Glitnismótinu

Judit Polgar og Vishy Anand háðu harða baráttu í átta manna úrslitum skákmótsins.
Judit Polgar og Vishy Anand háðu harða baráttu í átta manna úrslitum skákmótsins. MYND/E.Ól

Glitnismótinu í hraðskák, sem nú fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur er senn að ljúka en eftir eru tvær skákir í átta manna úrslitum. Hannes Hlífar Stefánsson komst í undanúrslit fyrir nokkrum mínútum þegar hann lagði Tatíönu Vasilevich í spennandi viðureign þá er heimsmeistarinn í hraðskák, Indverjinn Vishy Anand, einnig kominn í undanúrslit. Norska undrabarnið Magnus Carlsen heyr nú bráðabana við Ísraelann Sergey Erenburg um sæti í undanúrslitunum og þá eigast við Emil Sutovsky og Ivan Ivanisevic um síðasta sætið í undanúrslitum. Búist er við að skákmótinu ljúki nú um áttaleytið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×