Erlent

Engin lausn komin

Enn þokast ekkert í viðræðum fastafulltrúa í Öryggisráðinu um kjarnorkuáætlanir Írana. Jean Marc de La Sabliere, sendiherra Frakka í ráðinu, sagði í gær nauðsynlegt að Öryggisráðið kæmist fljótlega að niðurstöðu um málið. Á meðan Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar vilja beita Írana refsiaðgerðum, segja Rússar og Kínverjar það ekki tímabært. Þær myndu ekki skila öðru en frekari vandamálum. Íranar vilja ómir halda auðgun úrans áfram en Bandaríkjamenn segja það ekki koma til greina. Þeir útiloka ekki árásir á landið, láti þeir verða af áætlunum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×