Erlent

Fær ekki að liggja í þinghúsinu

Lík Slobodans Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, (LUM) mun ekki liggja í þinghúsinu í Belgrad, höfuðborg Serbíu, áður en það verður jarðsett. Fjölskylda hans og stuðningsmenn höfðu vonast til þess. Kista hans mun þó standa í safni nálægt þinghúsinu og munu stuðningsmenn hans geta vottað honum virðingu sína með því að ganga fram hjá henni. Milosevic verður jarðsettur í heimabæ sínum Pozarevac í austurhluta Serbíu á laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×