Innlent

Geta átt von á uppsögnum

Allir starfsmenn, bæði íslenskir og bandarískir voru boðaðir á fund í stóra flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna frétta um stórfellda fækkun hjá varnarliðinu. Á fundinum var starfsmönnum kynnt að það mætti eiga von á uppsögnum.

Fjölmiðlum var ekki hleypt inn á varnarsvæðið til að fylgjast með fundinum. Starfsmönnum var tilkynnt að menn gætu búist við uppsagnarbréfum innan skamms tíma. Einn viðmælenda fréttastofu sem var á fundinum sagði að yfirbragð fundarins hefði minnt á áfallahjálparfund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×