Mikil fækkun flugvéla eftir lok kalda stríðsins Svavar Hávarðsson skrifar 17. mars 2006 00:01 Fréttaskýring Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Flugfloti Bandaríkjahers frá 1952 hefur tekið miklum breytingum frá einum tíma til annars. Staða heimsmála hefur þar ráðið miklu. Eftir lok kalda stríðsins fækkaði mjög í flugflotanum og nú hefur verið tilkynnt að allar orrustuþotur og björgunarþyrlur hersins verði fluttar af landi brott á komandi hausti. Loftvarnaviðbúnaður varnarliðsins hófst með komu 932. ratsjársveitar og 192. orrustuflugsveitar bandaríska flughersins haustið 1952. Flugsveitin var búin eins hreyfils F-51 Mustang-flugvélum úr síðari heimsstyrjöld. Fyrstu orrustuþoturnar komu til landsins árið eftir er 82. orrustuflugsveitin tók við loftvörnunum með þotum af gerðinni F-94B Starfire. Liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar sem flugu tveggja hreyfla þotum af F-89 Scorpion-gerð leystu félaga sína af hólmi í nóvember 1954. Aukinn viðbúnaðurFlug varnarliðsins var að mestu yfir sjó og varð það því að ráða yfir fljótvirkum og öruggum björgunartækjum ef slys bæri að höndum. Á árunum 1952-1960 starfrækti 53. björgunarsveit flughersins björgunarflugvélar af ýmsum gerðum og stórar björgunarþyrlur af gerðinni Sikorsky HH-19, sem varnarliðið fékk árið 1953, á Keflavíkurflugvelli í þessu skyni. Þegar flug sovéskra herflugvéla jókst árið 1968 hóf flugherinn að gera út sínar eigin ratsjárflugvélar af gerðinni EC-121 á Keflavíkurflugvelli. Þær voru leystar af hólmi í september 1978 af nýjum og byltingarkenndum ratsjárflugvélum af gerðinni E-3A Sentry, sem gjarnan eru nefndar AWACS. Mikilvægi ÍslandsSikorsky-björgunarþyrlaOrrustuþotur varnarliðsins voru einnig endurnýjaðar á áttunda áratugnum, fyrst með þotum af gerðinni F-4C Phantom II árið 1973 og endurbættri gerð þeirra, F-4E, fimm árum síðar. Frekari endurnýjun átti sér stað árið 1985 er mun öflugri og fullkomnari orrustuþotur af gerðinni F-15C Eagle komu til landsins. Á árunum 1962-1991 flugu liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar í veg fyrir rúmlega 3.000 sovéskar herflugvélar umhverfis landið fleiri en allar aðrar flugsveitir bandaríska flughersins samanlagt. Hrun SovétríkjannaF-15 orrustuþotaVið hrun Sovétríkjanna var orrustuflugvélum varnarliðsins fækkað úr átján í tólf og rekstri AWACS-ratsjárflugvéla á Keflavíkurflugvelli hætt í júnímánuði árið eftir. Árið 1994 gerðu íslensk og bandarísk stjórnvöld sérstaka bókun við varnarsamninginn sem kvað á um viðbúnað varnarliðsins í ljósi gjörbreytts ástands öryggismála í Evrópu og við Norður-Atlantshaf. Bandaríkin staðfestu skuldbindingar sínar í varnarsamningnum og Íslendingar staðfestu að herlið Bandaríkjanna og annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins skyldi áfram staðsett á Íslandi. Orrustuflugvélum skyldi fækkað en að minnsta kosti fjórum þeirra haldið úti á Keflavíkurflugvelli ásamt nauðsynlegum viðbúnaði til virkra loftvarna. Á árunum 1990 til 1996 fækkaði flugvélum varnarliðsins um helming, úr 37 í 18. Sem stendur er flugvélakostur varnarliðsins að jafnaði fjórar til sex F-15 orrustuflugvélar. ÞyrlusveitinBandaríkjafloti tók við rekstri björgunarflugvéla og þyrlna á Keflavíkurflugvelli árið 1961 og tók brátt í notkun þyrlur af gerðinni Sikorsky SH-53J Seabat. Tíu árum síðar hóf björgunarsveit flughersins, Detachment 14, starfsemi á Keflavíkurflugvelli og olli sú breyting gjörbyltingu í þyrlubjörgun hér á landi með þrjár stórar þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-3 Jolly Green Giant. Det. 14 var gerð að sjálfstæðri flugsveit, 56. björgunarflugsveitinni árið 1988 og í ársbyrjun 1991 fékk hún nýjar þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-56G Pave Hawk. Sveitin hefur hlotið viðurkenningu fyrir björgun yfir 310 mannslífa af mörgum þjóðernum síðan árið 1971. Þar af eru nærri 180 Íslendingar. Heimild: Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins. Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Flugfloti Bandaríkjahers frá 1952 hefur tekið miklum breytingum frá einum tíma til annars. Staða heimsmála hefur þar ráðið miklu. Eftir lok kalda stríðsins fækkaði mjög í flugflotanum og nú hefur verið tilkynnt að allar orrustuþotur og björgunarþyrlur hersins verði fluttar af landi brott á komandi hausti. Loftvarnaviðbúnaður varnarliðsins hófst með komu 932. ratsjársveitar og 192. orrustuflugsveitar bandaríska flughersins haustið 1952. Flugsveitin var búin eins hreyfils F-51 Mustang-flugvélum úr síðari heimsstyrjöld. Fyrstu orrustuþoturnar komu til landsins árið eftir er 82. orrustuflugsveitin tók við loftvörnunum með þotum af gerðinni F-94B Starfire. Liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar sem flugu tveggja hreyfla þotum af F-89 Scorpion-gerð leystu félaga sína af hólmi í nóvember 1954. Aukinn viðbúnaðurFlug varnarliðsins var að mestu yfir sjó og varð það því að ráða yfir fljótvirkum og öruggum björgunartækjum ef slys bæri að höndum. Á árunum 1952-1960 starfrækti 53. björgunarsveit flughersins björgunarflugvélar af ýmsum gerðum og stórar björgunarþyrlur af gerðinni Sikorsky HH-19, sem varnarliðið fékk árið 1953, á Keflavíkurflugvelli í þessu skyni. Þegar flug sovéskra herflugvéla jókst árið 1968 hóf flugherinn að gera út sínar eigin ratsjárflugvélar af gerðinni EC-121 á Keflavíkurflugvelli. Þær voru leystar af hólmi í september 1978 af nýjum og byltingarkenndum ratsjárflugvélum af gerðinni E-3A Sentry, sem gjarnan eru nefndar AWACS. Mikilvægi ÍslandsSikorsky-björgunarþyrlaOrrustuþotur varnarliðsins voru einnig endurnýjaðar á áttunda áratugnum, fyrst með þotum af gerðinni F-4C Phantom II árið 1973 og endurbættri gerð þeirra, F-4E, fimm árum síðar. Frekari endurnýjun átti sér stað árið 1985 er mun öflugri og fullkomnari orrustuþotur af gerðinni F-15C Eagle komu til landsins. Á árunum 1962-1991 flugu liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar í veg fyrir rúmlega 3.000 sovéskar herflugvélar umhverfis landið fleiri en allar aðrar flugsveitir bandaríska flughersins samanlagt. Hrun SovétríkjannaF-15 orrustuþotaVið hrun Sovétríkjanna var orrustuflugvélum varnarliðsins fækkað úr átján í tólf og rekstri AWACS-ratsjárflugvéla á Keflavíkurflugvelli hætt í júnímánuði árið eftir. Árið 1994 gerðu íslensk og bandarísk stjórnvöld sérstaka bókun við varnarsamninginn sem kvað á um viðbúnað varnarliðsins í ljósi gjörbreytts ástands öryggismála í Evrópu og við Norður-Atlantshaf. Bandaríkin staðfestu skuldbindingar sínar í varnarsamningnum og Íslendingar staðfestu að herlið Bandaríkjanna og annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins skyldi áfram staðsett á Íslandi. Orrustuflugvélum skyldi fækkað en að minnsta kosti fjórum þeirra haldið úti á Keflavíkurflugvelli ásamt nauðsynlegum viðbúnaði til virkra loftvarna. Á árunum 1990 til 1996 fækkaði flugvélum varnarliðsins um helming, úr 37 í 18. Sem stendur er flugvélakostur varnarliðsins að jafnaði fjórar til sex F-15 orrustuflugvélar. ÞyrlusveitinBandaríkjafloti tók við rekstri björgunarflugvéla og þyrlna á Keflavíkurflugvelli árið 1961 og tók brátt í notkun þyrlur af gerðinni Sikorsky SH-53J Seabat. Tíu árum síðar hóf björgunarsveit flughersins, Detachment 14, starfsemi á Keflavíkurflugvelli og olli sú breyting gjörbyltingu í þyrlubjörgun hér á landi með þrjár stórar þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-3 Jolly Green Giant. Det. 14 var gerð að sjálfstæðri flugsveit, 56. björgunarflugsveitinni árið 1988 og í ársbyrjun 1991 fékk hún nýjar þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-56G Pave Hawk. Sveitin hefur hlotið viðurkenningu fyrir björgun yfir 310 mannslífa af mörgum þjóðernum síðan árið 1971. Þar af eru nærri 180 Íslendingar. Heimild: Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins.
Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira