Innlent

Undirbúningsframkvæmdir hafnar

MYND/Gunnar V. Andrésson

Hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í Austurhöfn í Reykjavík og gætu nærliggjandi fyrirtæki og íbúar farið að finna fyrir nokkru raski fljótlega. Kostnaður við undirbúningsframkvæmdirnar er yfir 1,3 milljarðar króna.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Sverrisson, forstjóri verktakafyrirtækisins íslenskir aðalverktakar, undirrituðu í gær saming um framkvæmdir vegna vegna lóðar við höfnina þar sem meðal annars er fyrirhugað að rísi tónlistarhús.

Borgarstjóri segir að ekki sé rétt að bíða með framkvæmdirnar þrátt fyrir háværar raddir undanfarið um að draga eigi úr framkvæmdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×