Innlent

Ekki hægt að fylla skarð þyrlusveitar hersins að fullu

Ein af fimm þyrlum varnarliðsins er tiltæk með skömmum fyrirvara sem stendur. Dómsmálaráðherra segir ekki hægt að fylla skarð þyrlusveitar hersins að öllu leyti.

Fimm þyrlur eru venjulega staðsettar hjá hernum á Keflavíkurflugvelli en þær eru þrjár þessa dagana og aðeins ein þeirra er tiltæk með skömmum fyrirvara. TF-LÍF hefur verið í 3000 tíma skoðun í um sjö vikur og hefur komi fram óánægja með hversu hægt sú vinna gengur en hún er aðeins framkvæmd á dagvinnutíma vegna fjárskorts.

Björn Bjarnason segir ekki vera kosta að kaupa þyrlur á sama stigi og Bandaríkjaher á en slíkan þyrlukost hafi engin önnur þjóð. Hann segir Dani taka eldsneyti á herskipum sínum því þeir geti það ekki á lofti og til þess horfi Landhelgisgæslan.

Björn segir Landhelgisgæsluna minnst þurfa þrjár þyrlur til að sinna vöktum öllum stundum eins og fram hefur komið hjá Landhelgisgæslunni. Hann bendir einnig á að þó LÍF hafi verið óstarfhæf um nokkrun tíma sé þetta fyrsta slíka skoðunin frá því þyrlan var tekin í notkun árið 1995. Á þeim tíma sé bara búið að fljúga 3000 tíma sem sýni að þyrlurnar séu ekki stöðugt á lofti. Hann segir nauðsynlegt að þjóðir sameini getu sína því hver og einn geti ekki verið í sínu horni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×