Erlent

Umfangsmiklar loftárásir á Samarraborg

Bandarískir og íraskir hermenn við upphaf aðgerða í Samarra í dag.
Bandarískir og íraskir hermenn við upphaf aðgerða í Samarra í dag. MYND/AP

Bandaríkjaher hófu í dag einhverjar umfangsmestu loftárásir sínar á Írak síðan þeir réðust inn í landið árið 2003. Í yfirlýsingu frá hernum segir að rúmlega 50 flugvélar og 1500 bandarískir og íraskir hermenn taki þátt í aðgerðunum.

Bandaríkjamenn segjast helst gera loftárásir á meinta felustaði andspyrnumanna í bænum Samarra, norður af höfuðborginni Bagdad. Sprengjuárás á al-Askari moskuna þar í borg í síðasta mánuði var kveikjan að mannskæðum átökum trúarbrota í landinu. Talið er að árásunum verði framhaldið næstu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×