Innlent

Björn segi af sér vegna Baugsmáls

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var í dag hvattur til þess á Alþingi að axla pólitíska ábyrgð á Baugsmálinu. Stjórnarandstæðingar mæltust til þess að hann segði af sér í framhaldi af dómi Héraðsdóms í gær.

Sigurjón Þórðarson tók Baugsmálið upp og sagði að málarekstur ríkisins hefði kostað skattborgara gríðarlegt fé og spurði hvort dómsmálaráðherra hygðist axla pólitíska ábyrgð sem yfirmaður lögreglu og ákæruvalds. Ráðherra kvaðst ekki vilja ræða Baugsmálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×