Innlent

620 starfsmenn varnarliðsins uggandi um afkomu sína

Keflavíkurflugvöllur. Íslenskir starfsmenn varnarliðsins hefja undirskriftasöfnun og krefjast starfslokasamninga.
Keflavíkurflugvöllur. Íslenskir starfsmenn varnarliðsins hefja undirskriftasöfnun og krefjast starfslokasamninga.
Íslenskir starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli ætla nú þegar að óska eftir starfslokasamningum enda stefni í fjöldauppsagnir vegna ákvörðunar bandarískra yfirvalda um verulegan niðurskurö í haust.

Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja segir kröfur um starfslokasamninga við varnarliðið eðlilegar.

„Verið er að skipuleggja söfnun undirskrifta meðal íslenskra starfsmanna varnarliðsins. Ég á fund með fulltrúum Starfsmannahalds varnarliðsins í dag og ætla að ræða þar kröfur um starfslokasamninga.“

Þorvaldur Kristleifsson starfsmaður í matvæladeild varnarliðsins segir að uppsagnir fastra starfsmanna séu boðaðar þegar um næstu mánaðamót, en alls eru um 620 Íslendingar í fastri vinnu hjá varnarliðinu.

Guðbrandur segir að forsætisráðherra hafi verið í sambandi við fulltrúa starfsmanna í gær og ráðgert sé að halda fund með honum, utanríkisráðherra og bæjarstjórn Reykjanesbæjar eftir helgina.

„Ég mun ræða kröfur um starfslokasamninga á þeim fundi og hugsanlega milligöngu stjórnvalda í þeim efnum," segir Guðbrandur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×