Innlent

Gengið frá kaupum á Strætólóðinni

MYND/Heiða

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, undirrituðu í dag samning um kaup bankans á byggingarrétt á hluta Strætólóðarinnar við Kirkjusand. Bankinn hyggst nýta lóðina til frekari uppbyggingar fyrirtækisins hér á landi. Glitnir greiðir um einn milljarð króna fyrir bygginarréttinn og fær svæðið afhent í tveimur áföngum, haustið 2006 og haustið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×