Fleiri fréttir Óvissa með verð fyrir grásleppuhrogn Það er af sem áður var þegar allir trillukarlar, sem vettlingi gátu valdið, lögðu net sín strax á fyrsta degi grásleppuvertíðar, í von um gull og græna skóga. Aðeins einn bátur réri til dæmis frá Húsavík, þegar vertíðin hófst á noðrausturlandi um helgina, og á öllu svæðinu frá Grenivík austur til Vopnafjarðar, réru aðeins fjórir bátar. 16.3.2006 10:15 Utanríkisráðherra gefur Alþingi skýrslu Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, mun gera þingheimi grein fyrir stöðu varnarmála á þingfundi sem hefst á Alþingi kl. 10:30 í dag. Á fundinum mun ráðherra gefa munnlega skýrslu um varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna í ljósi þeirra frétta frá í gær að Bandaríkjamenn ætli að flytja þotur sínar og þyrlur frá Keflavíkurflugvelli í síðasta lagi í september og draga verulega úr starfsemi varnarliðsins þar. 16.3.2006 10:00 8 mánaða dómur fyrir líkamsárás og bílþjófnað Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og bílþjófnað. Maðurinn hafði áður komist í kast við lögin. Honum er einnig gert að greiða fórnarlambi skaðabætur og allan málskostnað. 16.3.2006 09:30 Ströng gæsla við mótmæli í dag Nemendur í háskólum og framhaldsskólum í gjörvöllu Frakklandi halda í dag áfram skipulögðum mótmælum gegn frumvarpinu um atvinnusamning fyrir ungmenni. Nicholas Sarkozy innanríkisráðherra boðaði skipuleggjendur mótmælanna á sinn fund til þess að reyna að koma í veg fyrir að mótmælin fari úr böndunum. 16.3.2006 09:23 Íslensk teiknimyndaþáttaröð fjármögnuð Breska fyrirtækið Upland Entertainment Investments og Brú Venture Capital hafa hvor um sig keypt 10% hlut í fyrirtækinu CAOZ, sem sérhæfir sig í framleiðslu tölvugerðra teiknimynda fyrir alþjóðamarkað. Auk þess munu fyrirtækin taka þátt í fjármögnun sjónvarpsþáttaraðar sem CAOZ er með í undirbúningi. 16.3.2006 09:15 Réttarhöldunum yfir Saddam frestað á ný Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var í gær frestað til 5. apríl. Saddam bar vitni við réttarhöldin í gær og sagði þau vera hreinan gamanleik. Þegar dómarinn hafði fengið nóg lét hann rýma blaðamannastúkuna og tilkynnti skömmu síðar að réttarhöldunum hefði verið frestað. 16.3.2006 09:00 H&M ætlar að hækka verð Og hér er slæm frétt fyrir alla íslensku aðdáendur H&M verslananna sem eru fjölmargir því forsvarsmenn verslunarkeðjunnar sænsku eru sagðir hafa ákveðið að hækka vöruverð í búðum sínum á næstu þremur árum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. Ekki verður þó gefin út opinber yfirlýsing um málið en ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins verður birt þann 29. mars og er þá búist við tilkynningunni. Verðlag í verslunum H&M hefur farið lækkandi síðastliðin tólf ár. 16.3.2006 09:00 Lík Milosevic komið til Belgrad Lík Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu er komið til Belgrad í Serbíu. Þjóðernissinnaðir Serbar og aðrir stuðningsmenn Milosevic ætla að fjölmenna við útförina og er talið að þar kunni allt að ein miljón manna að koma saman. Enn er óvíst hvort serbnesk stjórnvöld muni veita honum heiðursútför en það er þó talið ólíklegt. 16.3.2006 08:45 Féllu í skothríð í Kaliforníu Tveir féllu þegar maður hóf skothríð á veitingastað í suður Kaliforníu í gær. Þá særðist par í árásinni en fókið eru ekki í lífshættu. Eftir að árásarmaðurinn hafði lokið sér af, tók hann eigið líf. Fimmtán manns voru inni þegar skothríðin hófst en ástæða fyrir árásinni er enn ókunn. Málið er í rannsókn. 16.3.2006 08:45 Íraksþing kemur saman Íraksþing verður sett með formlegum hætti í fyrsta sinn í dag, þremur mánuðum eftir fyrstu þingkosningarnar í landinu. Þingsetningarathöfnin verður haldinn á sama tíma og trúarátök í landinu stigmagnast dag frá degi, en margir segja að Írak sé á barmi borgarastyrjaldar. Geore Bush Bandaríkjaforseti segir þó enga hættu á borgarastyrjöld og að aðeins tímaspursmál sé hvenær friður komist á í Írak. 16.3.2006 08:45 Viðræður Öryggisráðsins þokast ekkert Enn þokast ekkert í viðræðum fastafulltrúa í Öryggisráðinu um kjarnorkuáætlanir Írana. Jean Marc de La Sabliere, sendiherra Frakka í ráðinu sagði í gær, nauðsynlegt að Öryggisráðið kæmist fljótlega að niðustöðu um málið en á meðan Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar vilja beita Írana refsiaðgerðum, segja Rússar og Kínverjar það ekki tímabært enda myndu þær ekki skila öðru en frekari vandamálum. 16.3.2006 08:30 Vaxandi tiltrú á íslensku krónunni Þýskur banki gaf í gær út skuldabréf í íslenskum krónum, svonefnd krónubréf, og er það fyrsta erlenda peningastofnunin sem það gerir síðan Fitch Ratings gaf út skýrslu sína um íslensk efnahagsmál, sem olli lækkun krónunnar og hlutabréfavísitölunnar. Bankinn gaf út bréf fyrir tvo milljarða króna og er þessháttar útgáfa þá komin upp í 213 milljarða frá því að hún hófst síðsumars í fyrra. Tiltrú á íslenskt efnahagslíf viðrist því fara vaxandi á ný. 16.3.2006 08:15 Maður dæmdur til dauða í Flórída Maður á fertugsaldri var í gær dæmdur til dauða í Flórída fyrir að hafa numið ellefu ára stúlku á brott, nauðgað henni og síðan myrt. Brottnámið náðist á myndband eftirlitsmyndavélar og leiddi það til þess að maðurinn var handtekinn. Í síðasta mánuði baðst maðurinn fyrirgefningar á glæpum sínum. Hann sagðist hafa neytt heróíns og kókaíns í því skyni að fyrirfara sér, áður en hann nam stúlkuna á brott. 16.3.2006 08:15 Veiktust lífshættulega af nýju lyfi Sex manns eru á gjörgæslu, þar af eru tveir í lífshættu, á sjúkrahúsi í Lundúnum eftir að hafa veikst af nýju lyfi sem verið er að gera tilraunir með. Sexmenningarnir voru allir við góða heilsu þegar þeir féllust á að taka þátt í prófun á nýju bólgueyðandi lyfi. Það var fyrirtækið Parelex sem stóð að tilraununum 16.3.2006 08:00 Groddalega staðið að brottflutningnum Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna segja það einstaklega groddalegt hvernig bandarísk stjórnvöld standa að brottflutningi varnarliðsins frá Íslandi. Niðurstaðan hafi þó legið lengi í loftinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir tíðindi gærdagsins ekki koma sér á óvart. 16.3.2006 07:45 Ratsjárstöðvunum líklega lokað Margt bendir til þess að ratstjárstöðvunum hér á landi verði lokað innan tíðar því hernaðarlegum tilgangi þeirra lýkur í raun þegar herþoturnar verða fluttar frá Keflavíkurflugvelli í haust. Þegar stöðvarnar fjórar voru reistar með ærnum kostnaði undir lok níunda áratugar síðustu aldar var yfirlýstur tilgangur þeirra annars vegar að fylgjast með flugi óvinveittra flugvéla, sem eru hættar að koma hingað eftir fall Sovéttríkjanna, og hinsvegar að fylgjast með flugi herþotna frá Keflavíkurflugvelli, sem nú eru á förum. 16.3.2006 07:30 Forseti Íslands fundaði með fulltrúum Google Fulltrúar alþjóðlega internetfyrirtækisins Google hafa áhuga á að nýjar starfsstöðvar fyrirtækisins verði knúnar með vistvænni orku. Þetta kom fram á fundi þeirra með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hér á landi á dögunum. 16.3.2006 06:45 Rúmlega 200 þátttakendur á Glitnismótinu í hraðskák Rúmlega 200 manns á öllum aldri, áhugamenn jafnt sem stórmeistarar, höfðu skráð sig til þátttöku á Glitnismótinu í hraðskák sem hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Mótið er opið mót og haldið í minningu Haraldar Blöndal hæstaréttalögmanns, en mótinu lýkur á morgun. 15.3.2006 22:00 Íbúum hefur ekki fjölgað jafn mikið í rúm fjörtíu ár Á síðasta ári fjölgaði íbúum hér á landi meira en í rúm fjörtíu ár. Þar af fjölgaði íbúum hlutfallslega mest á Austurlandi og þar eru hvað mestu skekkjur í kynjahlutföllunum enda flestir nýbúar á Austurlandi karlmenn með erlent ríkisfang. 15.3.2006 21:41 Borgarholtshverfi án ADSL-sambands Borgarholtshverfi í Reykjavík og næsta nágrenni er án ADSL-sambands því ljósleiðari við Víkurveg rofnaði vegna framkvæmda sem þar standa yfir. Unnið er að viðgerð en henni lýkur líklega ekki fyrr en seint í kvöld. 15.3.2006 20:06 Vextir hæstir á Íslandi samkvæmt skýrslu Norðurlandaráðs Talsmaður neytenda segir að verði íbúðalánasjóður gerður að heildsölubanka verði að koma til mótvægisaðgerðir til að tryggja samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Í skýrslu um norræna bankakerfið kemur fram að vextir á íbúðalánum og yfirdráttarlánum er miklu hærri á Íslandi en gerist á hinum Norðurlöndunum. 15.3.2006 19:10 Vill ræða varnarmál við nágrannaþjóðir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að Íslendingar þurfi að ræða varnarmál við nágrannaþjóðir eins og Norðurlöndin og Bretland í ljósi stöðunnar sem hefur komið upp í varnarmálum. Hann segir að varnarmál Íslands snerti ekki aðeins okkur heldur líka nágrannaþjóðir okkar. 15.3.2006 18:42 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald í hnífsstungumáli Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á skemmtistað í Reykjvík aðfaranótt 5. mars síðastliðinn. Maðurinn skal sitja í gæsluvarðhaldi þar til réttað hefur verið í máli hans, þó ekki lengur en til 21. apríl næstkomandi. Maðurinn liggur undir grun um að hafa veitt öðrum manni fimm stungusár með vasahníf. 15.3.2006 18:25 KB-banki hækkar vexti á íbúðalánum KB-banki hefur ákveðið að hækka fasta vexti á íbúðalánum bankans um 0,15%. Vextir lánanna hækka því í 4,30%. 15.3.2006 18:15 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir unglingi Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Hérðaðsdóms Reykjavíkur um að unglingsstrákur sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til mál hans verður tekið fyrir að nýju fyrir Hæstarétti en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað drenginn í gæsluvarðhald fyrir að hafa svipt ungan manni frelsi, flutt hann nauðugan úr vinnu sinni og haft í hótunum við hann. 15.3.2006 18:07 Bílsprengja í París Maður lét lífið og annar særðist þegar bílsprengja sprakk í úthverfi Parísar í dag. Að sögn franskra fjölmiðla hafði maðurinn komist í kast við lögin og lögreglu grunar að um hafi verið að ræða hefndaraðgerð glæpaflokka. 15.3.2006 18:00 Yfirheyrður bak við luktar dyr Dómarar í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, hafa lokað dómssalnum á meðan einræðisherrann fyrrverandi ber vitni í málinu. Vitnaleiðslur yfir Saddam hófust í morgun. 15.3.2006 17:45 Bónus fær Neytendarverðlaunin í ár Bónus fékk í dag afhent Neytendaverðlaun Neyendasamtakanna og Bylgjunnar árið 2006. Bónus er fyrirtæki ársins að mati neytenda en verðlaunin voru afhend á Hótel Centrum í dag. Þá fengu Atlantsolía og Iceland Express hvatningarverðaun neytenda. 15.3.2006 17:34 Lík Milosevic komið til Serbíu Lík Slobodans Milosevic er komið heimalands hans, Serbíu. Flogið var með jarðneskar leyfar hans frá Hollandi í gær og flugvél sem flutti þær lenti í Belgrad í dag. 15.3.2006 17:30 Umræðum um vatnalög senn að ljúka Annarri umræðu um vatnalögin á Alþingi var frestað klukkan fjögur í dag en hún hefst aftur klukkan sex. Reikna má með að umræðunni ljúki í kvöld og málinu verði þá vísað til þriðju umræðu. 15.3.2006 17:04 Þotur og þyrlur farnar í lok september Orrustuþotur varnarliðsins og björgunarþyrlur þess verða farnar frá Íslandi í síðasta lagi fyrir lok september. Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt ríkisstjórn Íslands að dregið verði stórlega úr starfsemi bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli síðar á þessu ári. 15.3.2006 17:00 Einn og hálfur milljarður til uppbyggingar fyrir geðfatlaða Einum og hálfum milljarði króna verður varið á næstu fjórum árum til uppbyggingar í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra. Þeir sem eru án húsnæðis og umönnunar munu njóta forgangs ásamt þeim sem búa hjá ættingjum og þeim sem eru tilbúnir til útskritfar af geðdeild. 15.3.2006 16:53 Jón Ásgeir segir skaðabótamál koma til greina Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði á Fréttavaktinni eftir hádegi, að sýknudómur Héraðsdóms í baugsmálinu í dag, sýni að málið allt sé mikill áfellisdómur yfir þeim sem stóðu að því og sóttu. Það væri sorglegt að ríkið þyrfti að standa í þeim mikla kostnaði sem fylgdi því að sækja þetta mál, á sama tíma og ekki væru til peningar til að halda björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar á lofti. Jón Ásgeir sagði einnig að til greina kæmi að fara í skaðabótamál við ríkið vegna málaferlanna. 15.3.2006 16:27 Segir flokkinn verða að skoða stöðu sína Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna harmar og hafnar hugmyndum Kristins H. Gunnarssonar í þá veru að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar og líkir hugmyndinni við pólitíska hryðjuverkastarfssemi. Kristinn segir sama mann standa að ályktun um að reka hann úr flokknum og boði sérframboð gegn flokknum á Akureyri. 15.3.2006 16:26 Gætum minnkað eldsneytisneyslu um helming á tíu árum Þorkell Helgason orkumálastjóri segir að Íslendingar gætu minnkað eldsneytisneyslu ökutækja um helming á tíu árum með því að breyta samsetningu bílaflotans á Íslandi. Þetta kom fram í máli hans á aðalfundi Orkumálastofnunar í dag. 15.3.2006 16:06 Starfsfólk bíður þess að fá að fara í vinnu á ný Starfsfólk frystihússins Fossvíkur á Breiðdalsvík fundaði á öðrum tímanum í dag um stöðu mála og framtíð frystihússins. Allt starfsfólk frystihússins mætti á fundinn. 15.3.2006 15:51 Málsvarnarlaun og sakarkostnaður nema á sjötta tug milljóna Þau málsvarnarlaun og sakarkostnaður sem greiðast úr ríkissjóði vegna sýknudóms í Baugsmálinu sem féll í dag nema vel á sjötta tug milljóna króna. 15.3.2006 15:45 Sýknað í öllum ákæruliðum í Baugsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað alla sakborninga í Baugsmálinu af öllum ákæruliðum. Dómurinn var kveðinn rétt um klukkan þrjú í dag. Settur saksóknari í málinu segir ekki ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar og heldur ekki ákveðið hvort kært verði á ný í þeim 32 ákæruliðum málsins sem Hæstiréttur hefur vísað frá dómi. 15.3.2006 14:47 Forseti Íslands vottar ekkju Meri samúð sína Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sent frú Helle Meri og forseta Eistlands, Arnold Rüütel, samúðarkveðjur vegna andláts Lennart meri, fyrrverandi forseta Eistlands. 15.3.2006 14:08 Dóms að vænta í Baugsmálinu Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. NFS mun sýna beint frá héraðsdómi í dag og hefst útsendingin skömmu áður en dómurinn verður kveðinn upp. 15.3.2006 13:24 Engin ákvörðun um hvort frystihús verður endurbyggt Engin ákvörðun hefur verið tekin um það á þessari stundu hvort frystihúsið á Breiðdalsvík, sem stórskemmdist í eldi í gærkvöldi, verður endurbyggt. Það hefur verið langfjölmennasti vinnustaðurinn í plássinu. 15.3.2006 13:03 Engin niðustaða enn Rússar og Kínverjar neita að samþykkja tillögu Bandaríkjamanna, Frakka og Breta um að beita Írana refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlana þeirra. Öryggisráðið mun ræða málið í dag. 15.3.2006 12:10 Samráð Bandaríkjanna, Ísraela og Breta Framkvæmdastjóri Arababandalagsins, segir Bandaríkjamenn og Breta bera ábyrgð á árás Ísraelsmanna á fangelsi Palestínumanna í Jeríkó og þeim átökum sem urðu í kjölfarið. Hann segir ljóst að einhverskonar samráð hafi átt sér stað milli þeirra og Ísraela. 15.3.2006 12:04 Forsetahjón til Hornafjarðar í lok apríl Forsetahjónin eru væntanleg í opinbera heimsókn til Hornafjarðar í síðustu viku apríl. Frá þessu greinir á Hornafjörður.is. Þar segir að forsetinn hafi óskað eftir að koma þangað í opinbera heimsókn og var þeim óskum vel tekið. Áætlað er að forsetinn og fylgdarlið hans komi með flugvél til Hornafjarðar 27. apríl og fari til baka 28. apríl. 15.3.2006 11:53 Segir Morgunblaðið spinna pólitískan lopa á kostnað framsóknarmanna Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. 15.3.2006 11:43 Sjá næstu 50 fréttir
Óvissa með verð fyrir grásleppuhrogn Það er af sem áður var þegar allir trillukarlar, sem vettlingi gátu valdið, lögðu net sín strax á fyrsta degi grásleppuvertíðar, í von um gull og græna skóga. Aðeins einn bátur réri til dæmis frá Húsavík, þegar vertíðin hófst á noðrausturlandi um helgina, og á öllu svæðinu frá Grenivík austur til Vopnafjarðar, réru aðeins fjórir bátar. 16.3.2006 10:15
Utanríkisráðherra gefur Alþingi skýrslu Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, mun gera þingheimi grein fyrir stöðu varnarmála á þingfundi sem hefst á Alþingi kl. 10:30 í dag. Á fundinum mun ráðherra gefa munnlega skýrslu um varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna í ljósi þeirra frétta frá í gær að Bandaríkjamenn ætli að flytja þotur sínar og þyrlur frá Keflavíkurflugvelli í síðasta lagi í september og draga verulega úr starfsemi varnarliðsins þar. 16.3.2006 10:00
8 mánaða dómur fyrir líkamsárás og bílþjófnað Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og bílþjófnað. Maðurinn hafði áður komist í kast við lögin. Honum er einnig gert að greiða fórnarlambi skaðabætur og allan málskostnað. 16.3.2006 09:30
Ströng gæsla við mótmæli í dag Nemendur í háskólum og framhaldsskólum í gjörvöllu Frakklandi halda í dag áfram skipulögðum mótmælum gegn frumvarpinu um atvinnusamning fyrir ungmenni. Nicholas Sarkozy innanríkisráðherra boðaði skipuleggjendur mótmælanna á sinn fund til þess að reyna að koma í veg fyrir að mótmælin fari úr böndunum. 16.3.2006 09:23
Íslensk teiknimyndaþáttaröð fjármögnuð Breska fyrirtækið Upland Entertainment Investments og Brú Venture Capital hafa hvor um sig keypt 10% hlut í fyrirtækinu CAOZ, sem sérhæfir sig í framleiðslu tölvugerðra teiknimynda fyrir alþjóðamarkað. Auk þess munu fyrirtækin taka þátt í fjármögnun sjónvarpsþáttaraðar sem CAOZ er með í undirbúningi. 16.3.2006 09:15
Réttarhöldunum yfir Saddam frestað á ný Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var í gær frestað til 5. apríl. Saddam bar vitni við réttarhöldin í gær og sagði þau vera hreinan gamanleik. Þegar dómarinn hafði fengið nóg lét hann rýma blaðamannastúkuna og tilkynnti skömmu síðar að réttarhöldunum hefði verið frestað. 16.3.2006 09:00
H&M ætlar að hækka verð Og hér er slæm frétt fyrir alla íslensku aðdáendur H&M verslananna sem eru fjölmargir því forsvarsmenn verslunarkeðjunnar sænsku eru sagðir hafa ákveðið að hækka vöruverð í búðum sínum á næstu þremur árum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. Ekki verður þó gefin út opinber yfirlýsing um málið en ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins verður birt þann 29. mars og er þá búist við tilkynningunni. Verðlag í verslunum H&M hefur farið lækkandi síðastliðin tólf ár. 16.3.2006 09:00
Lík Milosevic komið til Belgrad Lík Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu er komið til Belgrad í Serbíu. Þjóðernissinnaðir Serbar og aðrir stuðningsmenn Milosevic ætla að fjölmenna við útförina og er talið að þar kunni allt að ein miljón manna að koma saman. Enn er óvíst hvort serbnesk stjórnvöld muni veita honum heiðursútför en það er þó talið ólíklegt. 16.3.2006 08:45
Féllu í skothríð í Kaliforníu Tveir féllu þegar maður hóf skothríð á veitingastað í suður Kaliforníu í gær. Þá særðist par í árásinni en fókið eru ekki í lífshættu. Eftir að árásarmaðurinn hafði lokið sér af, tók hann eigið líf. Fimmtán manns voru inni þegar skothríðin hófst en ástæða fyrir árásinni er enn ókunn. Málið er í rannsókn. 16.3.2006 08:45
Íraksþing kemur saman Íraksþing verður sett með formlegum hætti í fyrsta sinn í dag, þremur mánuðum eftir fyrstu þingkosningarnar í landinu. Þingsetningarathöfnin verður haldinn á sama tíma og trúarátök í landinu stigmagnast dag frá degi, en margir segja að Írak sé á barmi borgarastyrjaldar. Geore Bush Bandaríkjaforseti segir þó enga hættu á borgarastyrjöld og að aðeins tímaspursmál sé hvenær friður komist á í Írak. 16.3.2006 08:45
Viðræður Öryggisráðsins þokast ekkert Enn þokast ekkert í viðræðum fastafulltrúa í Öryggisráðinu um kjarnorkuáætlanir Írana. Jean Marc de La Sabliere, sendiherra Frakka í ráðinu sagði í gær, nauðsynlegt að Öryggisráðið kæmist fljótlega að niðustöðu um málið en á meðan Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar vilja beita Írana refsiaðgerðum, segja Rússar og Kínverjar það ekki tímabært enda myndu þær ekki skila öðru en frekari vandamálum. 16.3.2006 08:30
Vaxandi tiltrú á íslensku krónunni Þýskur banki gaf í gær út skuldabréf í íslenskum krónum, svonefnd krónubréf, og er það fyrsta erlenda peningastofnunin sem það gerir síðan Fitch Ratings gaf út skýrslu sína um íslensk efnahagsmál, sem olli lækkun krónunnar og hlutabréfavísitölunnar. Bankinn gaf út bréf fyrir tvo milljarða króna og er þessháttar útgáfa þá komin upp í 213 milljarða frá því að hún hófst síðsumars í fyrra. Tiltrú á íslenskt efnahagslíf viðrist því fara vaxandi á ný. 16.3.2006 08:15
Maður dæmdur til dauða í Flórída Maður á fertugsaldri var í gær dæmdur til dauða í Flórída fyrir að hafa numið ellefu ára stúlku á brott, nauðgað henni og síðan myrt. Brottnámið náðist á myndband eftirlitsmyndavélar og leiddi það til þess að maðurinn var handtekinn. Í síðasta mánuði baðst maðurinn fyrirgefningar á glæpum sínum. Hann sagðist hafa neytt heróíns og kókaíns í því skyni að fyrirfara sér, áður en hann nam stúlkuna á brott. 16.3.2006 08:15
Veiktust lífshættulega af nýju lyfi Sex manns eru á gjörgæslu, þar af eru tveir í lífshættu, á sjúkrahúsi í Lundúnum eftir að hafa veikst af nýju lyfi sem verið er að gera tilraunir með. Sexmenningarnir voru allir við góða heilsu þegar þeir féllust á að taka þátt í prófun á nýju bólgueyðandi lyfi. Það var fyrirtækið Parelex sem stóð að tilraununum 16.3.2006 08:00
Groddalega staðið að brottflutningnum Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna segja það einstaklega groddalegt hvernig bandarísk stjórnvöld standa að brottflutningi varnarliðsins frá Íslandi. Niðurstaðan hafi þó legið lengi í loftinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir tíðindi gærdagsins ekki koma sér á óvart. 16.3.2006 07:45
Ratsjárstöðvunum líklega lokað Margt bendir til þess að ratstjárstöðvunum hér á landi verði lokað innan tíðar því hernaðarlegum tilgangi þeirra lýkur í raun þegar herþoturnar verða fluttar frá Keflavíkurflugvelli í haust. Þegar stöðvarnar fjórar voru reistar með ærnum kostnaði undir lok níunda áratugar síðustu aldar var yfirlýstur tilgangur þeirra annars vegar að fylgjast með flugi óvinveittra flugvéla, sem eru hættar að koma hingað eftir fall Sovéttríkjanna, og hinsvegar að fylgjast með flugi herþotna frá Keflavíkurflugvelli, sem nú eru á förum. 16.3.2006 07:30
Forseti Íslands fundaði með fulltrúum Google Fulltrúar alþjóðlega internetfyrirtækisins Google hafa áhuga á að nýjar starfsstöðvar fyrirtækisins verði knúnar með vistvænni orku. Þetta kom fram á fundi þeirra með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hér á landi á dögunum. 16.3.2006 06:45
Rúmlega 200 þátttakendur á Glitnismótinu í hraðskák Rúmlega 200 manns á öllum aldri, áhugamenn jafnt sem stórmeistarar, höfðu skráð sig til þátttöku á Glitnismótinu í hraðskák sem hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Mótið er opið mót og haldið í minningu Haraldar Blöndal hæstaréttalögmanns, en mótinu lýkur á morgun. 15.3.2006 22:00
Íbúum hefur ekki fjölgað jafn mikið í rúm fjörtíu ár Á síðasta ári fjölgaði íbúum hér á landi meira en í rúm fjörtíu ár. Þar af fjölgaði íbúum hlutfallslega mest á Austurlandi og þar eru hvað mestu skekkjur í kynjahlutföllunum enda flestir nýbúar á Austurlandi karlmenn með erlent ríkisfang. 15.3.2006 21:41
Borgarholtshverfi án ADSL-sambands Borgarholtshverfi í Reykjavík og næsta nágrenni er án ADSL-sambands því ljósleiðari við Víkurveg rofnaði vegna framkvæmda sem þar standa yfir. Unnið er að viðgerð en henni lýkur líklega ekki fyrr en seint í kvöld. 15.3.2006 20:06
Vextir hæstir á Íslandi samkvæmt skýrslu Norðurlandaráðs Talsmaður neytenda segir að verði íbúðalánasjóður gerður að heildsölubanka verði að koma til mótvægisaðgerðir til að tryggja samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Í skýrslu um norræna bankakerfið kemur fram að vextir á íbúðalánum og yfirdráttarlánum er miklu hærri á Íslandi en gerist á hinum Norðurlöndunum. 15.3.2006 19:10
Vill ræða varnarmál við nágrannaþjóðir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að Íslendingar þurfi að ræða varnarmál við nágrannaþjóðir eins og Norðurlöndin og Bretland í ljósi stöðunnar sem hefur komið upp í varnarmálum. Hann segir að varnarmál Íslands snerti ekki aðeins okkur heldur líka nágrannaþjóðir okkar. 15.3.2006 18:42
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald í hnífsstungumáli Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á skemmtistað í Reykjvík aðfaranótt 5. mars síðastliðinn. Maðurinn skal sitja í gæsluvarðhaldi þar til réttað hefur verið í máli hans, þó ekki lengur en til 21. apríl næstkomandi. Maðurinn liggur undir grun um að hafa veitt öðrum manni fimm stungusár með vasahníf. 15.3.2006 18:25
KB-banki hækkar vexti á íbúðalánum KB-banki hefur ákveðið að hækka fasta vexti á íbúðalánum bankans um 0,15%. Vextir lánanna hækka því í 4,30%. 15.3.2006 18:15
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir unglingi Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Hérðaðsdóms Reykjavíkur um að unglingsstrákur sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til mál hans verður tekið fyrir að nýju fyrir Hæstarétti en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað drenginn í gæsluvarðhald fyrir að hafa svipt ungan manni frelsi, flutt hann nauðugan úr vinnu sinni og haft í hótunum við hann. 15.3.2006 18:07
Bílsprengja í París Maður lét lífið og annar særðist þegar bílsprengja sprakk í úthverfi Parísar í dag. Að sögn franskra fjölmiðla hafði maðurinn komist í kast við lögin og lögreglu grunar að um hafi verið að ræða hefndaraðgerð glæpaflokka. 15.3.2006 18:00
Yfirheyrður bak við luktar dyr Dómarar í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, hafa lokað dómssalnum á meðan einræðisherrann fyrrverandi ber vitni í málinu. Vitnaleiðslur yfir Saddam hófust í morgun. 15.3.2006 17:45
Bónus fær Neytendarverðlaunin í ár Bónus fékk í dag afhent Neytendaverðlaun Neyendasamtakanna og Bylgjunnar árið 2006. Bónus er fyrirtæki ársins að mati neytenda en verðlaunin voru afhend á Hótel Centrum í dag. Þá fengu Atlantsolía og Iceland Express hvatningarverðaun neytenda. 15.3.2006 17:34
Lík Milosevic komið til Serbíu Lík Slobodans Milosevic er komið heimalands hans, Serbíu. Flogið var með jarðneskar leyfar hans frá Hollandi í gær og flugvél sem flutti þær lenti í Belgrad í dag. 15.3.2006 17:30
Umræðum um vatnalög senn að ljúka Annarri umræðu um vatnalögin á Alþingi var frestað klukkan fjögur í dag en hún hefst aftur klukkan sex. Reikna má með að umræðunni ljúki í kvöld og málinu verði þá vísað til þriðju umræðu. 15.3.2006 17:04
Þotur og þyrlur farnar í lok september Orrustuþotur varnarliðsins og björgunarþyrlur þess verða farnar frá Íslandi í síðasta lagi fyrir lok september. Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt ríkisstjórn Íslands að dregið verði stórlega úr starfsemi bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli síðar á þessu ári. 15.3.2006 17:00
Einn og hálfur milljarður til uppbyggingar fyrir geðfatlaða Einum og hálfum milljarði króna verður varið á næstu fjórum árum til uppbyggingar í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra. Þeir sem eru án húsnæðis og umönnunar munu njóta forgangs ásamt þeim sem búa hjá ættingjum og þeim sem eru tilbúnir til útskritfar af geðdeild. 15.3.2006 16:53
Jón Ásgeir segir skaðabótamál koma til greina Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði á Fréttavaktinni eftir hádegi, að sýknudómur Héraðsdóms í baugsmálinu í dag, sýni að málið allt sé mikill áfellisdómur yfir þeim sem stóðu að því og sóttu. Það væri sorglegt að ríkið þyrfti að standa í þeim mikla kostnaði sem fylgdi því að sækja þetta mál, á sama tíma og ekki væru til peningar til að halda björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar á lofti. Jón Ásgeir sagði einnig að til greina kæmi að fara í skaðabótamál við ríkið vegna málaferlanna. 15.3.2006 16:27
Segir flokkinn verða að skoða stöðu sína Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna harmar og hafnar hugmyndum Kristins H. Gunnarssonar í þá veru að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar og líkir hugmyndinni við pólitíska hryðjuverkastarfssemi. Kristinn segir sama mann standa að ályktun um að reka hann úr flokknum og boði sérframboð gegn flokknum á Akureyri. 15.3.2006 16:26
Gætum minnkað eldsneytisneyslu um helming á tíu árum Þorkell Helgason orkumálastjóri segir að Íslendingar gætu minnkað eldsneytisneyslu ökutækja um helming á tíu árum með því að breyta samsetningu bílaflotans á Íslandi. Þetta kom fram í máli hans á aðalfundi Orkumálastofnunar í dag. 15.3.2006 16:06
Starfsfólk bíður þess að fá að fara í vinnu á ný Starfsfólk frystihússins Fossvíkur á Breiðdalsvík fundaði á öðrum tímanum í dag um stöðu mála og framtíð frystihússins. Allt starfsfólk frystihússins mætti á fundinn. 15.3.2006 15:51
Málsvarnarlaun og sakarkostnaður nema á sjötta tug milljóna Þau málsvarnarlaun og sakarkostnaður sem greiðast úr ríkissjóði vegna sýknudóms í Baugsmálinu sem féll í dag nema vel á sjötta tug milljóna króna. 15.3.2006 15:45
Sýknað í öllum ákæruliðum í Baugsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað alla sakborninga í Baugsmálinu af öllum ákæruliðum. Dómurinn var kveðinn rétt um klukkan þrjú í dag. Settur saksóknari í málinu segir ekki ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar og heldur ekki ákveðið hvort kært verði á ný í þeim 32 ákæruliðum málsins sem Hæstiréttur hefur vísað frá dómi. 15.3.2006 14:47
Forseti Íslands vottar ekkju Meri samúð sína Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sent frú Helle Meri og forseta Eistlands, Arnold Rüütel, samúðarkveðjur vegna andláts Lennart meri, fyrrverandi forseta Eistlands. 15.3.2006 14:08
Dóms að vænta í Baugsmálinu Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. NFS mun sýna beint frá héraðsdómi í dag og hefst útsendingin skömmu áður en dómurinn verður kveðinn upp. 15.3.2006 13:24
Engin ákvörðun um hvort frystihús verður endurbyggt Engin ákvörðun hefur verið tekin um það á þessari stundu hvort frystihúsið á Breiðdalsvík, sem stórskemmdist í eldi í gærkvöldi, verður endurbyggt. Það hefur verið langfjölmennasti vinnustaðurinn í plássinu. 15.3.2006 13:03
Engin niðustaða enn Rússar og Kínverjar neita að samþykkja tillögu Bandaríkjamanna, Frakka og Breta um að beita Írana refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlana þeirra. Öryggisráðið mun ræða málið í dag. 15.3.2006 12:10
Samráð Bandaríkjanna, Ísraela og Breta Framkvæmdastjóri Arababandalagsins, segir Bandaríkjamenn og Breta bera ábyrgð á árás Ísraelsmanna á fangelsi Palestínumanna í Jeríkó og þeim átökum sem urðu í kjölfarið. Hann segir ljóst að einhverskonar samráð hafi átt sér stað milli þeirra og Ísraela. 15.3.2006 12:04
Forsetahjón til Hornafjarðar í lok apríl Forsetahjónin eru væntanleg í opinbera heimsókn til Hornafjarðar í síðustu viku apríl. Frá þessu greinir á Hornafjörður.is. Þar segir að forsetinn hafi óskað eftir að koma þangað í opinbera heimsókn og var þeim óskum vel tekið. Áætlað er að forsetinn og fylgdarlið hans komi með flugvél til Hornafjarðar 27. apríl og fari til baka 28. apríl. 15.3.2006 11:53
Segir Morgunblaðið spinna pólitískan lopa á kostnað framsóknarmanna Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. 15.3.2006 11:43