Fleiri fréttir

Hagnaður French Connection minni

Útlit er fyrir að hagnaður tískufatafyrirtækisins French Connection á síðasta ári sé aðeins um helmingur af hagnaði ársins á undan eða um 15,7 milljónir punda. Stjórnarformaður French Connection, Stephen Marks er stærsti hluthafinn í félaginu með 42% hlut en Baugur á um 14% hlut í keðjunni, að því er fram kemur á fréttavef The Times. Mikil verðlækkun var á bréfum í French Connection í Kauphöllinni í London í morgun og lækkuðu bréfin um 3,5% á fyrsta klukkutímanum.

Forsætisráðherrann óvinsæll

Forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, sagði í dag að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi í landinu ef mótmælendur andvígir stjórninni grípi til ofbeldis.

Lennard Meri látinn

Lennart Meri, fyrrverandi forseti Eistlands er látinn. Hann var 76 ára. Meri hafði háð langa baráttu við erfið veikindi að sögn talsmanns forsetaskrifstofunnar í Eistlandi.

Vilja fá að kryfja líkið

Rússnesk stjórnvöld hafa farið fram á það við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag að rússneskir læknar fái að kryfja lík Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Utanríkisráðherra Rússa, segist einfaldlega ekki trúa þeim niðurstöðum krufningar að Milosevic hafi látist úr hjartaáfalli.

Kanna þarf áhrif á fuglalíf vegna efnistöku úr Ingólfsfjalli

Kanna þarf betur hvaða áhrif efnistaka úr Ingólfsfjalli hafi á fuglalíf, könnun á þessum þætti er á engan hátt fullnægjandi, segir í svari stjórnar Landverndar um frummatsskýrslu sem Fossvélar sendu frá sér í janúar um efnistöku úr fjallinu.

Áhrif áliðnaðarins á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa aflað sér lögfræðiálits um hverjar skuldbindingar Íslands séu gagnvart Kyoto-bókuninni og Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Lögfræðiálitið var unnið af Dr Roda Verheyen hjá lögmannsstofu Gunther, Heidel, Wollenteit og Hack í Hamburg.

Krónan og úrvalsvísitalan tóku við sér í morgun

Bæði krónan og úrvalsvísitalan tóku við sér í morgun og hækkuðu á ný eftir að markaðsvirði þriggja stóru bankanna hér á landi hafði rýrnað um tæpa tvö hundruð milljarða króna á þremur vikum.

Alvarlega slösuð eftir bílslys á Sæbraut

Líðan konunnar sem slasaðist í bílslysi á Sæbraut í gærmorgun er stöðug en hún slasaðist mjög alvarlega, er hún enn á gjörgæsludeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss.

Hannes Hlífar Stefánsson efstur Íslendinga

Alþjólega Reykjavíkurskákmótinu lýkur í dag en efstir fyrir síðustu umferð með sex og hálfan vinning eru norski undradrengurinn Magnus Carlsen, Armeninn Gabriel Sargissian og Indverjinn Pentala Harikrishna.

Ók of hratt með kerru í eftirdragi

Ökumaður, sem lögreglan í Vík í Mýrdal tók nýverið fyrir að aka á hundrað tuttugu og þriggja kílómetra hraða, eða rösklega 40 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða, reyndist líka vera með kerru í eftirdragi. Kerrur eru afar mismunandi vel búnar, en hvað sem þær eru vel úr garði gerðar vill lögreglan benda fólki á að þær eru ekki ætlaðar til hraðaksturs.

Tveggja mánaða skilorðsbundinn dómur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í tveggja mánaða skiloðrsbundið fangelsi og til að greiða rúmlega hundrað þúsund krónur í skaðabætur fyrir líkamárás á skemmtistaðnum Nelly's í nóvember 2004 en meintur vitorðsmaður hans í málinu var sýknaður.

Afli íslenskra fiskiskipa dregst saman

Afli íslenskra fiskiskipa hefur dregist saman um tæplega fjörutíu prósent á yfirstandandi fiskveiðiári miðað við síðasta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fiskistofu í tilefni þess að í lok febrúar var fiskveiðiárið hálfnað.

Öryggisráðið ræðir stöðu Írans

Fulltrúar þeirra ríkja í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem hafa þar neitunarvald, Kína, Frakklands, Rússlands, Bandaríkjanna og Bretlands, hittust í gær til að ræða stöðu Írans. Engin niðustaða fékkst í málinu en á meðan Bandaríkjamenn og Bretar vilja beita refsiaðgerðum sem fyrst, segja Rússar þá aðferð skila engum árangri.

Krefjast afsagnar forsætisráðherra

Um 20 þúsund manns söfnuðust saman nærri bústað forsætisráðherra Taílands í Bangkok í gær og krafðist fólkið afsagnar Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins. Búist er við að mótmælin haldi áfram í dag. Ásaka mótmælendurnir Thaksin um spillingu og að taka ekki rétt á uppreisn múslíma í Suður-Taílandi. Einnig að hefta málfrelsi fjölmiðla og að stunda fyrirgreiðslupólitík.

Eldur í mjölgeymi

Eldur kviknaði í mjölgeymi við fiskimjölsverksmiðjuna í Helguvík á níunda tímanum í gærkvöldi og var slökkvilið kallað á vettvang. Eldurinn náði ekki útbreiðslu og gekk greiðlega að slökkva hann. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón hlaust af honum en talið er að eldsupptök megi rekja til ofhitnunar á mjöli.

Enn deilt hart um dauða Milosevic

Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, verður grafinn í Belgrad án viðhafnar. Stjórnmálaskýrendur telja að allt að ein miljón manna verði við útförina. Dómstóll í Belgrad dró í gær til baka handtökutilskipunina á Miru Markovitch, ekkju Milosevic en Mira hefur dvalist í Rússlandi undanfarin ár ásamt syni sínum. Þau hafa verið eftirlýst í Serbíu, sökuð um að misnota vald sitt á valdatíma Milosevic.

Eitt stærsta fíkniefnamál á Litla Hrauni

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú eitt stærsta fíkniefnamál, sem upp hefur komið í fangelsinu á Litla Hrauni. Við leit á fanga, sem hafði fengið dags leyfi um helgina, fundust hundrað grömm af hassi og nokkrir tugir gramma af amfetamíni þegar hann kom aftur í fangelsið. Hann var strax settur í einangrunarvist og verið er að rannsaka hvort hann hafi átt vitorðsmenn innan veggja fangelsisins.

Féll af snjóbretti og missti meðvitund

Ungur drengur missti meðvitund þegar hann féll af snjóbretti í Bláfjöllum í gærkvöld. Þegar var kallað á sjúkrabíl, en þegar hann og lögregla komu á vettvang hafði drengurinn rankað við sér. Engu að síður var hann fluttur á Slysadeild til rannsóknar og reyndist hann óbrotinn.

Tíu látist í skýstrokkum

Að minnsta kosti tíu manns hafa farist af völdum skýstrokka í miðvesturríkjum Bandaríkjanna undanfarna tvo sólarhringa. Mest varð tjónið í Missouri-ríki þar sem fjórir létust. Skólar voru víða lokaðir í gær vegna skýstrokka og hvassviðris þar á meðal í Suður-Dakóta, Wisconsin og Minnesota, auk Missouri.

Óvinsældir Bush aldrei meiri

George Bush, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að þótt ástandið í Írak sé spennuþrungið, sé lítil sem engin hætta á borgarastyrjöld. Hvatti forsetinn landa sína til að vera þolinmóða. Sprengjutilræði í mosku sjía í Írak þann 22. febrúar leiddi til þess að hátt í þúsund manns hafa fallið í hefndaraðgerðum.

Borgarbúar borga fyrir lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi

Lagning ljósleiðara í mörgum hverfum Reykjavíkur hefur setið á hakanum á sama tíma og borgarbúar eru látnir standa undir kostnaði við ljósleiðaravæðingu í öðrum sveitarfélögum. Þessu heldur Félag sjálfstæðismanna í Vestur- og miðbæ fram og vandar borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar.

Þurfti að beita táragasi

Óeirðalögregla í París þurfti að beita táragasi til að dreifa fjölda námsmanna sem efndi til mótmæla gegn nýjum lögum um störf fyrir ungt fólk í gær. Lögin fjalla um starfssamninga fólks undir 26 ára aldri með ákvæðum um möguleika á uppsögn án útskýringa innan tveggja ára. Þeim er ætlað að hvetja vinnuveitendur til að ráða ungt fólk án þess að þeir þurfi að óttast að sitja uppi með starfsmenn sem ekki standa sig.

Markaðsvirði rýrnað um 200 milljarða

Markaðsvirði þriggja stóru bankanna hér á landi hefur rýrnað um tæpa tvö hundruð milljarða króna á þremur vikum eftir að Fitch Ratings gaf út skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Þá vekur Morgan Stanley athygli á mikilli hlutabréfaeign bankanna og að íslensku bréfin hafi hækkað um 60 til 75 prósent á einu ári. Ef sú hækkun íslensku bréfanna gengi verulega til baka, eða um 50 prósent, myndi eign bankanna í þeim rýrna um samtals 48 milljarða króna.

Atvinnuleysi 1,6% í febrúar

Atvinnuleysi á landinu mældist 1,6% í síðasta mánuði en var 2,8% á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum sem Vinnumálastofnun birti á vefsíðu sinni í dag. Í ár voru skráðir hátt í 47 þúsund atvinnuleysisdagar á öllu landinu í febrúar sem jafngildir því að rúmlega 2300 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá.

Markviss áróður gegn stjórnvöldum í Íran

Bandaríkjastjórn hyggst hefja markvissan áróður gegn stjórnvöldum í Íran. George Bush, Bandaríkjaforseti, sakaði Írana í dag um að eiga stóran þátt í ófremdarástandinu í Írak.

Utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Danmerkur

Tveggja daga opinber heimsókn Geirs H. Haarde utanríkisráðherra og Ingu jónu Þórðardóttur, eiginkonu hans, til Danmerkur, hófst í dag. Heimsóknin hófst með fundi milli utanríkisráðherrans og danska varnarmáraráðherrans, Søren Gade.

Milosevic hugsanlega jarðsettur í Serbíu

Boris Tadic, forseti Serbíu, útilokar ekki að Slobondan Milosevic verði jarðaður í Serbíu. Fyrr í dag sagði Tadic það fullkomlega óviðeigandi að Milosevic yrði borinn til grafar þar.

Engin niðurstaða á fundi

Forseti Alþingis átti í kvöld fund með þingflokksformönnum til að reyna að leita leiða til að leysa þann hnút sem umræður um vatnalög iðnaðarráðherra eru komnar í á Alþingi. Ekkert samkomulag náðist. Kvöldfundi um málið var því framhaldið og alls óvíst hvenær annarri umræðu um málið lýkur.

Eldur í SR mjöl í Helguvík

Eldur kom upp í mjölkæli í fiskimjölsverksmiðju SR mjöls í Helguvík í á níundatímanum í kvöld. Starfsmenn brugðust fljótt og vel við og náðu að halda eldinum í skefjum þar til brunavarnalið suðurnesja kom á staðinn. greiðlega gekk að slökkva eldinn en ekki er vitað um tjón að svo stöddu.

Nám í Evrópufræðum á Bifröst fær styrk

Meistaranám í Evrópufræðum við viðskiptaháskólanna á Bifröst hefur hlotið styrk til þriggja ára úr Jean Monnet sjóð Evrópusambandsins. Styrkurinn þykir mikil viðurkenning fyrir skólann.

Nýtt bóluefni gegn leghálskrabbameini

Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. hefur sótt um markaðsleyfi til Evrópsku lyfjastofnunarinnar fyrir nýtt bóluefni gegn leghálskrabbameini. Ef allt gengur að óskum má reikna með að bóluefnið verði komið á markað í Evrópu á næsta ári.

Rússar treysta ekki krufningu á Milosevic

Eiturefnafræðingur segist hafa fundið lyf í líkama Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem hafi óbeint valdið hjartaáfallinu sem dró hann til dauða á laugardagsmorgun. Rússnesk stjórnvöld efast um hlutleysi þeirra sem skera úr um dánarorsök forsetans fyrrverandi.

Hlutverk Íbúðalánasjóðs endurskoðað

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur beðið um að endurskoðun á hlutverki Íbúðalánasjóðs verði hraðað en horft er til þess að breyta honum í heildsölubanka. Halldór fól nýjum félagsmálaráðherra að fylgja málinu eftir þegar breytingar urðu á ríkisstjórninni.

Heilbrigðisráðherra tók ekki af skarið

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra tók ekki af skarið í umræðum á Alþingi í dag og lofaði fjármögnun til hágæsluherbergis á Barnaspítalanum. Þess í stað benti hún á að spítalinn hefði ekki haft þetta á forgangslista. Þingumræðurnar voru sprottnar af umfjöllun Kompáss í í gærkvöld, en þar sögðu foreldrar frá átakanlegri reynslu af því þegar barn þeirra dó í höndunum á þeim, á langri leið frá Barnaspítalanum til gjörgæslu.

Húsvíkingar margt reynt í atvinnumálum

Pappírsverksmiðja, parketvinnsla, krókódílaeldi, tílapíaeldi, glúkósaverksmiðja, pólýolverksmiðja. Allt eru þetta dæmi um tilraunir til atvinnuuppbyggingar á Húsavík. Bæjarstjórinn á Húsavík segir það lýsa hroka og fordómum þegar því sé haldið fram að þar hafi menn bara beðið eftir álveri. Þvert á móti hafi menn í áratugi leitað að tækifærum.

Hlutabréf féllu - krónan lækkaði

Hlutabréf í Kauphöll Íslands féllu um nærri fjögur prósent í dag. Þetta er mesta lækkun sem orðið hefur á einum degi hérlendis í eitt og hálft ár. Krónan lækkaði um tvö prósent og hefur hún ekki verið veikari frá því haustið 2004. Erlend fjármálafyrirtæki hafa sent ýmist neikvæðar eða jákvæðar umsagnir um íslensku bankana í dag og um helgina.

Ekki í hættu

Íslenska bankakerfið er fjarri því að vera í einhverri hættu vegna gagnrýni erlendra fjölmiðla, segir fjármálaráðherra. Danska fjárfestingafélagið Nykredit beindi því umbúðalaust til fjárfesta sinna í dag að losa sig við skuldabréf í íslensku bönkunum.

Rússar draga krufninguna í efa

Eiturefnafræðingur segist hafa fundið lyf í líkama Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem hafi óbeint valdið hjartaáfallinu sem dró hann til dauða á laugardagsmorgun. Rússnesk stjórnvöld efast um hlutleysi þeirra sem skera úr um dánarorsök forsetans fyrrverandi.

Framsókn sameinist Samfylkingu

Framsóknarflokkurinn á að skoða af fullri alvöru nánari samvinnu, eða jafnvel sameiningu við Samfylkinguna, segir Framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson. Flokkurinn virðist, að hans mati, hafa misst forystuhlutverk sitt í íslenskum stjórnmálum.

Kona handtekin vegna morðsins á Hariri

Líbönsk kona sem grunuð er um aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var handtekin í Sao Paulo í Brasilíu í gær. Brasilíska lögreglan greindi frá þessu í dag.

Harður árekstur við Hvalfjarðargöngin

Fólksbifreið lenti í hörðum árekstri við vörubíl með tengivagn á gatnamótum Akrafjallsvegar og Innnesvegar á fimmta tímanum. Þrír voru í fólksbifreiðinni, allt unglingar. Nota þurfti klippur til að ná ökumanni hennar, 17 ára pilti, út úr bílnum og var hann fluttur mikið slasaður til aðhlynningar í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir