Erlent

Hagnaður French Connection minni

Útlit er fyrir að hagnaður tískufatafyrirtækisins French Connection á síðasta ári sé aðeins um helmingur af hagnaði ársins á undan eða um 15,7 milljónir punda. Stjórnarformaður French Connection, Stephen Marks er stærsti hluthafinn í félaginu með 42% hlut en Baugur á um 14% hlut í keðjunni, að því er fram kemur á fréttavef The Times. Mikil verðlækkun var á bréfum í French Connection í Kauphöllinni í London í morgun og lækkuðu bréfin um 3,5% á fyrsta klukkutímanum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×