Fleiri fréttir

Krefjast afsagnar forsætisráðherra Tælands

Búist er við að allt að 100 þúsund mótmælendur safnist saman við skrifstofu Thaskin Shinawatra, forsætisráðherra Tælands á morgun til að krefjast afsagnar hans. Almenningur í Tælandi hefur staðið fyrir friðsömum fjöldamótmælum undanfarin mánuð í eftir að fjölskylda forsætisráðherrans seldi fyrirtæki sitt til fjárfestingarfyrirtækis í eigu stjórnvalda í Singapore. Fjölskylda forsætisráðherrans hagnaðist um tvo milljarða bandaríkjadal af sölunni en greiddi enga skatta til tælenska ríkisins.

Engar breytingar fyrr en í október

Engar breytingar verða á viðskiptum lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er í eigu FL Group, og ferðaskrifstofunnar Star Tours þar til í október að því er fram kemur í tilkynningu frá Sterling. Sterling hefur séð um farþegaflutninga fyrir Star Tours sem nú snýr sér að SAS.

Fyrirlestri mótmælt

Nokkrir stúdentar við Háskóla Íslands stóð fyrir mótmælum í og við Odda í hádeginu þar sem fram fór fyrirlestur bandaríska fræðimannsins og stjórnmálaráðgjafans Michael Rubin. Mótmælendurnir andæfðu þætti hans í stefnumótun bandarískra stjórnvalda vegna innrásarinnar í Írak.

Rússar treysta ekki krufningarniðurstöðum

Rússnesk yfirvöld segjast ekki treysta niðurstöðu krufningar á líki Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem framvkæmd var í Hollandi og sýnir að hann hafi látist úr hjartaáfalli. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, staðfesti í dag að handskrifað bréf hefði borist rússneskum yfirvöldum frá Milosevic.

Úrvalsvísitalan niður fyrir 6000 stig

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rétt tæp 4% frá opnun markaðar í morgun. Hún er nú komin niður fyrir 6000 stig. Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur lækkað töluvert í dag og hefur lækkunin verið einna mest hjá fjármálastofnunum.

Hinir efnameiri geti ekki greitt fyrir forgang

Bæði Samfylkingin og Vinstri - grænir leggjast gegn þeim hugmyndum að hinum efnameiri verði heimilað að greiða fyrir það að komast framar á biðlista í heilbrigðiskerfinu, en hvatt er til umræðu um það í nýrri skýrslu á vegum nefndar heilbrigðisráðherra. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir markmiðið að kalla eftir skýrum svörum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum.

Áframhaldandi átök um vatnalögin

Bullandi ágreiningur er enn milli stjórnar og stjórnarandstöðu vegna vatnalaganna en fundi iðnaðarnefndar vegna málsins er lokið. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir ríkisstjórnina vilja æða fram með málið til að lögfesta víðtækari eignarnámsheimildir sem hún þurfi vegna hinna miklu vatnsflutninga í tengslum við Kárahnúkavirkjun.

Mikið að gera hjá lögreglunni í Hafnarfirði

Lögreglan á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði hafði í nógu að snúast um helgina. Nokkuð bar á ölvun og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þónokkrum vegna þessa. Áföstudagskvöld var lögreglan kölluð til að heimili í Garðabæ vegna hávaða og þegar hún hugðist hafa afskipti af stúlku einni sem var mikið ölvuð veittust að henni tveir menn.

Sækir um skráningu á bólefni gegn leghálskrabba

Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline hefur sótt um skráningu á bóluefni til Evrópsku Lyfjastofnunarinnar fyrir bóluefni sem fyrirtækið hefur þróað gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið sem nefnist Cervarix hefur í klíniskum rannsóknum sýnt fram á 100% vörn gegn viðvarandi sýkingu af völdum HPV-veiru sem veldur um 70% tilfella leghálskrabbameins í heiminum.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja

Mikill meirihluti slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykkti kjarasamning félagsins við Launanefnd sveitarfélaganna. Tæp 78% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já en tæp 21% sögðu nei. Kjörsókn var góð og greiddu eða um 91%.

Fá greitt frá klámiðnaðinum

Tölvuþrjótar fá greitt frá fyrirtækjum í klámiðnaði til að koma af stað svokölluðum pop-up gluggum hjá tölvunotendum um allan heim. Í grein sem birtist í Washington Post segir að þrjótarnir eru með leitarvélar sem eru starfandi allan sólarhringinn og finna óvarðar vélar sem ekki hafa veiruvarnarforrit og koma fyrir hugbúnaði sem gefur þeim fulla stjórn á viðkomandi tölvum. Þegar notandinn opnar vafra þá opnast sjálfkrafa ótal klámsíður svo kallaðir pop-up gluggar, með þessu eykst umferð á klámsíður og fyrir þetta borgar klámiðnaðurinn tölvuþrjótum stórfé.

Ökumaðurinn ekki í lífshættu

Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Sæbraut, laust fyrir hádegi og var Sæbrautinni lokað um tíma. Áreksturinn varð milli rútu og fólksbifreiðar á gatnamótum Súðavogar og Sæbrautar. Rútan var á leið vestur eftir Sæbrautinni þegar henni var að því er virðist ekið inn í hlið fólksbifreiðarinnar sem var að koma frá Súðavogi. Aðstæður á vettvangi benda til þess að þetta hafi verið mjög alvarlegt slys, og hefur lögreglan staðfest að svo sé.

Ekki útilokað að Milosevic hafi verið byrlað eitur

Ekki er útilokað að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafi verið byrlað eitur en Milosevic lést úr hjartaáfalli samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Krufningin var gerð af hollenskum réttarlæknum að tveimur serbneskum réttarlæknum viðstöddum. Saksóknarar segja að eiturefnafræðileg rannsókn verði samt sem áður gerð þótt dánarorsökin liggi fyrir. Þrálátur orðrómur er á kreiki um að hann hafi stytt sér aldur, jafnvel að eitrað hafi verið fyrir honum.

Fleiri ökuníðingar á Akureyri nú en í fyrra

Hátt í þrjátíu ökumenn voru sektaðir fyrir of hraðan akstur á Akureyri í gærdag, sem er langt yfir meðallagi, og frá mánaðamótum er búið að svipta fimm ökumenn réttindum vegna ofsaaksturs. Frá áramótum er Akureyrarlögreglan búin að sekta 350 ökumenn fyrir hraðakstur, sem er hátt í sex sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þá sektaði Blönduósslögreglan 85 ökumenn um helgina, sem er líka vel yfir meðallagi.

Viðurkenndi að hafa fyrirskipað aftökur

Einn af samstarfsmönnum Saddams Hussein viðurkenndi í morgun fyrir rétti að hann hefði gefið út fyrirskipun um aftöku 148 manna. Awad Hamed al-Bandar var áður yfirmaður byltingardómstólsins í Írak og er ásamt hinum sjö verjendunum kærður fyrir að bera ábyrgð á drápunum í sjítabænum Dujail árið 1982. Verði áttmenningarnir fundnir sekir, gætu þeir átt yfir höfði sér dauðadóm.

Mótmæli stúdenta í og við Odda

Hópur stúdenta við Háskóla Íslands stendur nú fyrir mótmælum í og við Odda, en þar hefst eftir nokkrar mínútur fyrirlestur bandaríska fræðimannsins og stjórnmálaráðgjafans Michael Rubin. Eftir því sem næst verður komist vilja mótmælendurnir andæfa þætti hans í stefnumótun bandarískra stjórnvalda vegna innrásarinnar í Írak.

Þrír Litháar í gæsluvarðhaldi

Lithái var handtekin á Keflavíkurflugvelli fyrir um hálfum mánuði síðan og úrskurðaður í gæsluvarðhald, en hann tengist amfetamínframleiðslu hér á landi. Tveir landar hans sitja einnig í gæsluvarðhaldi.

Nýtt vaktakerfi vagnstjóra í skoðun hjá BSRB

Nýtt vaktakerfi vagnstjóra Strætó er í skoðun hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og BSRB en kynningarfundum á því lauk fyrir helgi. Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó kynnti vagnstjórum hitt nýja vaktarkerfi á fjórum fundum í síðustu viku.

Auðveldar stuðning við nýsköpun og hátækni

Auðveldara verður fyrir lífeyrissjóði að styðja við nýsköpun og hátækni, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Þá fá slík fyrirtæki auknar skattaívilnanir til að auðvelda rannsóknar -og þróunarstarf. Í fyrsta lagi verður reglugerð breytt þannig að fyrirtæki í þróunarstarfi geta verið með svokallaða fyrirfram skráningu í virðisaukaskattskerfnu í 12 ár í stað 6. Þá ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp um að svokallað leiðréttingar tímabil vegna fasteigna lengist úr 10 árum í 20.

Alvarlegt umferðarslys á Sæbrautinni

Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Sæbraut, laust fyrir hádegi, og er hún nú lokuð frá Kleppsmýrarvegi og Miklubraut. Bráðasveitir lögreglu og slökkviliðs eru nú á Sæbrautinni vegna slyssins. Áreksturinn varð milli rútu og fólksbifreiðar og virðist sem rútan hafi ekið inn í hlið fólksbifreiðarinnar. Aðstæður á vettvangi benda til þess að þetta hafi verið mjög alvarlegt slys, og hefur lögreglan staðfest að svo sé. Ökumennirnir voru einir í farartækjum sínum.

Iðnaðarnefnd fundar vegna vatnalaga

Iðnaðarnefnd Alþingis kemur saman nú klukkan ellefu þar sem ræða hin umdeildu vatnalög. Önnur umræða um málið hófst á þingi fyrir viku en deilur um hvort kveða eigi skýrt um eignarhald á vatni urðu til þess að stjórnarandstaðan greip til málþófs.

Áfram réttað yfir Saddam Hussein

Réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samstarfsmönnum hans, hófust að nýju í Bagdad í morgun. Verið er að taka skýrslur af sakborningunum, sem ákærðir hafa verið fyrir glæpi gegn mannkyninu með því að skipuleggja fjöldamorð á shitamúslinum.

Sterling missir stærsta viðskiptavin sinn

Lágjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu FL Group, hefur misst stærsta viðskiptavin sinn yfir til SAS. Þetta á við um farþegaflutninga fyrir Star Tour næstu tvö ferðatímabil og snýst um flutning á umþaðbil 200 þúsund manns. Það jafngildir að þrjár flugvélar með tilheyrandi áhöfnum séu í stanslausum flutningumn fyrir Star Tour. Sölustjóri ferðaskrifstofunnar segir þetta stærsta samning í sögu dönsku ferðarþjónustunnar, en talsmaður Sterling segir að félagið hafi ekki getað teygt sig lengra í tilboði sínu, en gert var.

Mannskæðir skýstrókar fara um Bandaríkjunum

Tveir létust þegar bíll sem þeir voru í lenti í skýstrók í Missouri í Bandaríkjunum. Bíllinn þeyttist upp á gastank með fyrrgreindum afleiðingum. Skýstrókar hafa eyðilagt um tuttugu heimili á um þrjátíu kílómetra leið frá Missouri að Illinois og hafa nokkrir særst í ósköpunum að sögn lögregluyfirvalda á staðnum.

Rauð viðvörunarljós blikka á Íslandi

Rauð viðvörunarljós eru farin að blikka á Íslandi, segir í fyrirsögn norska blaðsins Dagens Næringsliv um helgina. Þar er meðal annars vitnað í nýlega greiningu Fitch Rating, sem leiddi til lækkunar á gengi og verðbréfum í síðustu viku. Blaðamenn blaðsins, sem voru hér við efnisöflun, segja að Ísledingar hafi með gríðarlegri lántöku, náð að kaupa nokkur eftirsóknarverð fyrirtækið í Evrópu.

Sex látast í miklum eldum

Sex hafa látist í miklum eldum í Texas og hafa sex til viðbótar slasast. Tveir hinna látnu voru að reyna að flýja heimili sín þegar þeir létust. Eldarnir ná yfir meira en 120 þúsund hektara lands og hefur erfilega gengið að ráða niðurlögum þeirra. Flugvélar og þyrlur hafa ekki getað tekið þátt í slökkvistarfinu vegna vinda en vindhraðinn hefur farið upp í 89 kílómetra á klukkustund í mestu hviðunum.

Styðja forseta Kólombíu

Samkvæmt fyrstu tölum virðist sem að flokkar sem styðja forseta Kólumbíu, Alvaro Uribe, ætli að vinna sannfærandi sigur í þingkosningunum þar í landi. Búið er að telja tvo þriðju hluta atkvæða. Kólumbíumenn gengu í kosninga í gær og það gekk nokkuð greiðlega fyrir sig eftir að hótanir uppreisnarmanna um ofbeldisverk urðu að engu.

Drottning í heimsókn í Ástralíu

Elísabet Englandsdrottning er nú í heimsókn í Ástralíu ásamt eiginmanni sínum, hertoganum af Edinborg. Drottningunni var tekið fagnandi en það var forsætisráðherra landsins, John Howard, sem tók á móti þeim hjónum ásamt konu sinni auk fleiri fyrirmenna Ástralíu. Drottningin setur Samveldisleikana í Melbourne á miðvikudag. Þaðan heldur drottningin ásamt eiginmanni sínum til Singapúr.

Æfa sig fyrir Afganistan í Noregi

Yfir þrjú þúsund breskir friðargæsluliðar undirbúa nú för sína til Afganistan með stífum heræfingum í Noregi. Yfirmaður í breska hernum, Jim Booney, sagði í samtali við fréttastofuna Sky í gær, að ekkert væri eins erfitt og að lifa af og berjast í kulda, og því væri norður Noregur góður staður til að æfa sig á. En æfingarnar eru ansi strembnar og svo sannarlega ekki fyrir alla. NATO vill auka og styrkja friðargæslustarfsemina í Afganistan og verða því yfir sex þúsund hermenn, aðallega frá Bretlandi, Kanada og Hollandi sendir til Afganistan fyrir nóvemberlok.

Yfir sjö tonn af kokaíni fundust í Kolombíu

Lögreglan í Kólumbíu lagði hald á yfir sjö tonn af kókaíni í borginni Barrankía, norður af Bogota höfuðborg landsins í gær. Um er að ræða efni að andvirði tíu milljarða íslenskra króna og hafa tveir menn verið handteknir vegna málsins. Lang stærsti hluti kókaíns í heiminum er framleiddur í Kólumbíu og fer yfir níutíu prósent þess í sölu í Bandaríkjunum. Verði mennirnir fundnir sekir, gætu þeir átt yfir höfði sér dauðadóm.

Leita að báti fullum af rotnandi líkum

Yfirvöld á Grænhöfðaeyjum leita nú að báti fullum af rotnandi líkum sem tilkynnt var um að ræki stjórnlaust á hafi úti. Það var skipstjóri á bátnum Matiota sem tilkynnti yfirvöldum um bátinn en að hans sögn voru í það minnsta tólf lík af afrískum karlmönnum um borð. Lyktin af rotnandi líkunum hefði hins vegar verið svo sterk að hann treysti sér ekki til að fara um borð til að kanna hvort fleiri lík væri þar að finna.

Tugir þúsunda steraskammta fundust

Tugir þúsunda ólöglegra steraskammta fundust við húsleit í líkamsræktarstöð í Reykjavík fyrir helgi. Að sögn Morgunblaðisns hefur lengi leikið grunur á að þar væru seldir ólögleglir sterar og var því aflað húsleitarheimilda. Einn maður var handtekinn vegna rannsóknarinnar, en hann hefur verið látinn laus þar sem málið telst að mestu upplýst. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn smyglaði efnunum sjálfur til landsins, eða var einungis viðriðinn sölu þess.

Þrjár bílsprengjur í Bagdad

Það var blóðugur sunnudagur í Írak í gær. Að minnsta kosti fimmtíu manns féllu í þremur bílsprengjutilræðum í Bagdad, höfuðborg landsins. Þá særðust um eitt hundrað manns. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti landsins.

Treystir sér ekki til að halda þyrlunum starfandi

Tæknistjóri flugtæknideildar Landhelgisgæslunnar hefur sagt upp störfum og segir í viðtali við Fréttablaðið að hann treysti sér ekki til að halda vélum gæslunnar starfandi út árið fyrir þá fjármuni, sem til þess eru ætlaðir. Stóra þyrlan er enn í skoðun, en sú minni komst í gagnið fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið frá um tíma vegna bilunar. Georg Lárusson forstjóri Gæslunnar segir í viðtali við Fréttablaðið að hann telji fjármuni til viðhalds vélanna duga út allt árið, ef rétt sé á haldið.

Deilur um hvar eigi að jarða Milosevic

Deilur hafa blossað upp milli ættingja Milosevic, um hvar eigi að jarða hann. Ekkja Milosevic, Mirjana Markovic, og sonur þeirra Marko vilja að hann verði jarðaður í Moskvu þar sem þau búa, að sögn Beta, fréttastofunnar serbnesku, en bæði eru þau eftirlýst fyrir valdníðslu í valdatíð Milosevic. Þau yrðu því handtekin myndu þau mæta til útfara Milosevic yrði hún í Serbíu.

Dánarorsok Milosevic líklega hjartaáfall

Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, lést úr hjartaáfalli samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Krufningin var gerð af hollenskum réttarlæknum að tveimur serbneskum réttarlæknum viðstöddum. Saksóknarar segja að eiturefnafræðileg rannsókn verði samt sem áður gerð þótt dánarorsökin liggi fyrir. Bosníu Serbar hafa lýst yfir efasemdum um dauða Milosevic og telja að eitrað hafi verið fyrir honum.

Ráðleggja fjárfestum að selja íslensk skuldabréf

Danska fjárfestingafélagið Nykredit beinir því til fjárfesta sinna að losa sig við skuldabréf í íslensku bönkunum vegna þess að hættan á að glata þeim fjármunum sé orðin of mikil. Þetta kom fram á vefsíðu Jótlandspóstsins seint í gærkvöldi. Þar segir yfirmaður greiningadeildar Nykredid að hann geti til dæmis ekki ráðlagt nokkrum manni að fjárfesta í KB banka, við núverandi aðstæður bankans, og víðar í evrópu séu stórir fjárfestar hættir að taka þátt í útrás íslenskra fyrirtækja.

Uppselt í sólina um páskana

Að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð Íslendingar munu baða sig á sólgylltum ströndum um páskana. Skipulagðar sólarlandaferðir fyrir páskafríið eru hvarvetna löngu uppseldar. Þá eru ótaldir þeir sem ferðast á eigin vegum.

Apple trúir ekki fjöldatölum ipodspilara á Íslandi

Ekki fæst lengur gert við ipodspilara sem keyptir eru í útlöndum nema kassakvittun sé framvísað, vegna þess að í höfuðstöðvum Apple eru menn vantrúaðir á að svo margir ipodar geti verið á Íslandi miðað við íslenskar sölutölur.

Sauðfé rúið

Mikið líf og fjör var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Þar fylgdust börn og fullorðnir með því þegar sauðféð í garðinum var rúið og fengu að sjá hvað verður um ullina. Guðmundur Hallgrímsson ráðsmaður á Hvanneyri mætti til að rýja fé en það hefur hann gert síðustu ár.

Fögnuðu 90 ára afmæli

Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband Íslands fögnuðu í dag 90 ára afmæli sínu. Í tilefni af því voru hátíðarhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sá staður er valinn þar sem stofnfundurinn var á sínum tíma haldinn í Bárubúð sem þá stóð þar. Leiðtogar jafnaðarmanna frá ýmsum tímum héldu ávörp í tilefni dagsins.

Fræða ungmenni um kynlíf

Læknanemar fara í yfir 200 heimsóknir á þessu ári í menntaskóla til að fræða ungmenni um kynlíf. Um er að ræða sjálfboðaverkefni sem staðið hefur í nokkur ár og er árangurinn að þeirra mati góður. Læknanemar hafa staðið fyrir kynfræðslu meðal menntaskólanema í nokkur ár.

Viðvörunarljós blikka í fjármálaheiminum

Öll viðvörunarljós eru farin að blikka í efnahagslífinu á Íslandi að mati sérfræðings hjá Fitch Rating. Mikil lántaka bankanna hér á landi var umfjöllunarefni norsks viðskiptablaðs um helgina en blaðið velti því upp hvort að ekki stefni í kreppu í íslenskum fjármálaheimi.

Botnvörpur valda umhverfisspjöllum

Sjómenn, sem gert hafa mynd um skaðsemi botnvörpunnar á lífríkið, segja botninn umhverfis Ísland stórskemmdan. Þeir vilja láta loka ákveðnum svæðum fyrir botnvörpu.

Sjá næstu 50 fréttir