Erlent

Vilja fá að kryfja líkið

Rússnesk stjórnvöld hafa farið fram á það við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag að rússneskir læknar fái að kryfja lík Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Utanríkisráðherra Rússa, segist einfaldlega ekki trúa þeim niðurstöðum krufningar að Milosevic hafi látist úr hjartaáfalli.

Milosevic verður grafinn í Belgrad án viðhafnar. Dómstóll í Belgrad dró í gær til baka handtökutilskipna á Miru Markovitsj, ekkju Milosevic og syni þeirra Marko sem hafa dvalist í Rússlandi undanfarin ár en þau eru eftirlýst í Serbíu sökuð um að misnota vald sitt á valdatíð Milosevic. Borgarstjóri Belgrad neitar að veita leyfi til hann fá legsað í aðalkirkjugarði Belgrad í reit sem ætlaður sé hetjum og stórmennum, sagði hann opinber útför væri mjög óviðeignadi í ljósi þess sem Milosevic hefði gert í Serbíu. En þess má geta að í garðinum hvílir Zoran Djindic fyrrverandi forsætisráðherra. Hann framseldi Milosevic til Haag en var síðar myrtur. Enn er hart deilt um dauða Milosevic en hann lést í fangelsi Stríðsglæpadómstólsinsn í Haag á laugardag. Eiturefnafræðingar telja að Milosevic hafi dáið eftir að hafa innbyrt lyf sem eyðir verkun blóðþrýstingslyfja sem hann tók. Þá hefur verið bent á að bæði faðir og móðir Milosevic styttu sér aldur. Lögmaður Milosevic segir að hann hafi skrifað rússneskum stjórnvöldum daginn áður en hann lést og sagst óttast að verið væri að byrla sér eitur með röngum lyfjum. Ekki er vitað hvenær eða hvort rússneskir læknar fái að kryfja lík Milosevic. Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag kom saman í morgun og lýsti því formlega yfir að réttarhöldunum yfir Milosevic, væri lokið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×