Erlent

Lennard Meri látinn

Lennart Meri, fyrrverandi forseti Eistlands er látinn. Hann var 76 ára. Meri hafði háð langa baráttu við erfið veikindi að sögn talsmanns forsetaskrifstofunnar í Eistlandi. Meri var stjórnmálamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður og lék lykilhlutverk í sjálfstæðisbaráttu landsins gegn Sovétríkjunum sálugu. Hann var forseti Eistlands frá 1992 til 2001. Meri undirritaði yfirlýsingu um stjórnmálasamband Íslands og Eistlands ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni, þáverandi utanríkisráðherra, og kom hingað til lands í ágúst árið 1991. Utanríkisráðherrar Lettlands og Litháens komu þá einnig hingað til lands en Ísland var fyrsta ríkið sem kom á formlegu stjórnmálasambandi við Eystrasaltsríkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×