Fleiri fréttir Fuglaflensa í Serbíu Fuglaflensa hefur greinst í fyrsta sinn í Serbíu. Yfirvöld þar í landi greindu frá því í morgun. H5 stofn flensunnar greindist í svanshræi sem fannst nálægt landamærunum að Króatíu. 2.3.2006 10:45 Álver á Húsavík rætt á þingi síðdegis Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur farið fram á utandagskrárumræðu um fyrirhugað álver á Húsavík. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur samþykkt að vera fyrir svörum og hefst utandagskrárumræðan klukkan 13.30. 2.3.2006 10:40 Varamaður fyrir varamann Jón Kr. Óskarsson tók sæti á Alþingi sem varamaður við upphaf þingfundar í dag. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann tekur sæti á þingi í stað varaþingmannsins Söndru Franks, sem hafði áður verið kölluð inn á þing sem varamaður Rannveigar Guðmundsdóttur. 2.3.2006 10:33 Bók sem allir verða að lesa "To kill a Mockingbird" eftir Harper Lee var valin, á Degi bókarinnar í Bretlandi, sú bók sem allir ættu að lesa áður en þeir deyja. Bókin sló við ekki ómerkari bókum en Biblíunni, sem lenti í öðru sæti og Hringadróttinssögu sem hafnaði í því þriðja. Bókin gerist á fjórða áratugnum í Suðurríkjum Bandaríkjanna og fjallar um svartan mann sem er ranglega sakaður um að hafa nauðgað hvítri stúlku og hlaut höfundurinn Pulitzer Prize verðlaunin fyrir hana á sínum tíma 2.3.2006 10:30 Biðja Skandinava að yfirgefa Vesturbakkann Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið alla skandinavíska starfsmenn sína að yfirgefa Vesturbakkann vegna alvarlegra hótana um að nema á brott eða drepa skandinavíska erindreka á svæðinu. 2.3.2006 10:15 Gorbatsjev 75 ára í dag Míkhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, er 75 ára í dag. Gorbatsjev er enn í fullu fjöri og beitir nú kröftum sínum aðallega í þágu umhverfisverndar og góðgerðamála. 2.3.2006 10:00 Réttarhöld yfir Gary Glitter hafin Réttarhöldin yfir rokkstjörnunni Gary Glitter hófust í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa misnotað tvær stúlkur, tíu og ellefu ára gamlar, á heimili sínu í suðurhluta Víetnams. 2.3.2006 09:45 Guðrún Ágústa efst hjá VG Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskóla, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við bæjarstjórnarkosningar í vor. Annað sæti listans skipar Jón Páll Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Regnbogabarna. 2.3.2006 09:30 Öryrkjar skora á heilbrigðisráðherra Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands vill að heilbrigðisráðherra hefji þegar í stað endurskoðun laga og reglna um notendagjöld í heilbrigðiskerfinu. 2.3.2006 09:28 Misstu allt sitt í eldsvoða í Sælingsdal Fjögurra manna fjölskylda missti heimili sitt í eldsvoða, þegar íbúðarhúsið í Sælingsdal í Dalasýslu eyðilagðist í eldi í gær. Íbúarnir voru ekki heima þegar vegfarandi sá reyk leggja frá húsinu og gerði slökkviliði viðvart. 2.3.2006 09:15 Segir Icelandic Group selja ólöglega veiddan þorsk Breska blaðið The Guardian segir að íslenska fyrirtækið Icelandic Grop, sem áður hét SH, selji ólöglega veiddan þorsk úr Barentshafi, sem veiddur sé utan kvóta og fari á svartan markað. 2.3.2006 09:15 Þyrlur ekki enn komnar í gagnið aftur Landhelgisgæslan hefur ekki enn á að skipa nothæfri þyrlu þar sem viðgerðin á minni þyrlunni, TF SIF, hefur dregist á langinn vegna skorts á varahlutum. Hún átti að komast í gangið í fyrradag en er enn í viðgerð. 2.3.2006 09:00 Rætt um heimild til að nota tálbeitur Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr Björn Bjarnason dómsmálaráðherra út í heimildir lögreglu til að leita uppi barnaníðinga í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. 2.3.2006 08:59 Jarðgöng undir Vaðlaheiði vegna álvers? Hugmyndir um jarðgöng undri Vaðlaheiði við Akureyri hafa nú fengið byr undri báða vængi eftir undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Húsavík í gær. 2.3.2006 08:45 Tveir til viðbótar segja upp við MÍ Tveir stjórnendur til viðbótar hafa sagt upp störfum við Menntaskólann á Ísafirði en Ólína Þorvarðardóttir skólameistari sagði upp störfum fyrr í vikunni. Munu það vera aðstoðarskólameistari og áfangastjóri sem hafa sagt upp og miðast uppsögn þeirra við lok skólaárs, í endaðan júlí. Haft er eftir Guðmundi Þór Kristjánssyni, áfangastjóra, á ruv.is að ástæða uppsagnar hans sé að hann sé búinn að fá nóg eftir áralangar deilur innan menntaskólans. 2.3.2006 08:30 Vissi að Katrín kynni að brjóta niður flóðvarnir George Bush Bandaríkjaforseti vissi að fellibylurinn Katrín kynni að brjóta niður flóðvarnir New Orleans degi áður en fellibylurinn skall á borginni. 2.3.2006 08:15 Rannsaka fjármögnun kaupa á stofnfé Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar hvort fimm félög hafi fjármagnað kaupin á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 2.3.2006 08:00 Jóna Fanney segir upp Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri á Blönduósi hefur sagt upp störfum. Uppsagnarbréf hennar sem var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær er stílað 27. febrúar og samkvæmt því lætur Jóna Fanney af störfum 1. júní næstkomandi, fáeinum dögum eftir bæjarstjórnarkosningar. 2.3.2006 07:45 Íslenskt skip staðið að ólöglegum veiðum Lögregla stendur nú vakt við íslenskt fiskiskip sem kom til Sandgerðis undir morgun eftir að hafa verið staðið að ólöglegum línuveiðum suðvestur af landinu í gær. 2.3.2006 07:30 Indverjar og Bandaríkjamenn handsala kjarnorkusamning Indverjar og Bandaríkjamenn hafa skrifað undir samkomulag um þróun kjarnorku. Þetta kom fram á sjónvarpsstöð í Indlandi fyrr í morgun. George Bush Bandaríkjaforseti er á Indlandi og fundaði með forseta Indlands í morgun. Ekki liggur enn fyrir hvað felst í samkomulaginu sem var handsalað í morgun. 2.3.2006 07:24 Árás við ræðismannsskrifstofu BNA í Pakistan Tveir létust og átján slösuðust í sprengjuárás fyrir utan bandarísku ræðismanns skirfstofuna í Karachi í Pakistan í morgun. Tvær sprengjur sprungu með skömmu millibili á bílastæði Marriot-lúxushótelsins sem er við hliðina á ræðismannsskrifstofunni. 2.3.2006 07:11 Ákvörðun Alcoa fagnað Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á Húsavík um miðjan dag þegar tilkynnt var að bandaríska fyrirtækið Alcoa hefði valið Bakka við Húsavík fyrir byggingu hugsanlegs álvers á Norðurlandi. Áformin voru staðfest með undirritun samkomulags milli Alcoa og ríkisstjórnar Íslands um að kanna hagkvæmni þess að reisa þar 250 þúsund tonna álver. Framkvæmdir myndu hefjast í fyrsta lagi árið 2010. 1.3.2006 18:54 Álver eykur ekki þenslu Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur að álversframkvæmdir á Bakka við Húsavík rúmist vel innan efnahagskerfisins. Hann segir nauðsynlegt að horfa til framtíðar en það sé gert með þessum framkvæmdum. 1.3.2006 23:19 Hagnaður Exista Íslandsmet Fjárfestingarfélagið Exista skilaði rúmlega 50 milljarða króna hagnaði í fyrra, sem er nýtt Íslandsmet. Fyrra metið átti KB-banki, sem skilaði tæpum 50 milljörðum í hagnað í fyrra, en KB-banki er einmitt einn aðaleigandi Exista. 1.3.2006 22:30 Hundar og kettir í bann Útgöngubann hefur verið sett á hunda og ketti í Þýsklanadi þar sem fuglaflensan hefur komið upp. Ekki hefur verið ákveðið hvenær banninu verður aflétt 1.3.2006 22:17 Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í borginni þrátt fyrir að Samfylkingin bæti við sig fylgi þriðja mánuðinn í röð. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallups sem var kynnt í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Litlu munar á að Samfylkingin tapi sínum sjötta manni til Sjálfstæðisflokksins sem þar með fengi níu menn í borgarstjórn. Oddviti Samfylkingarinnar segir flokkinn í sókn og kvíðir engu. 1.3.2006 22:13 Ekki tímabært að byggja þrjú álver Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík geti orsakað enn meiri sveiflur í efnahagslífinu. Hún segir að ríkisstjórnin eigi að fara sér hægt í frekari álversframkvæmdir. 1.3.2006 20:58 Allt í bál og brand Allt virðist komið í bál og brand í kjaradeilu slökkviliðsmanna og sveitarfélaga. Ekkert kom út úr sáttafundi í dag, en á föstudaginn kemur í ljós hvort af verkfalli verður. Slökkviliðsmenn hafa mótmælt víða um land í dag, en fréttastofa hitti um tvö hundruð þeirra á baráttufundi í Reykjavík og þeim var heitt í hamsi. 1.3.2006 19:30 Landsvirkjun hefur tilraunaboranir í sumar Landsvirkjun mun þegar í sumar hefja tilraunaboranir vegna þeirra jarðvarmavirkjana sem ætlað er að sjá væntanlegu álveri fyrir raforku. 1.3.2006 19:23 Ljósmæður vitja ekki lengur sængurkvenna Ljósmæður eru hættar að vitja sængurkvenna á heimili þeirra, eftir að samningur ljósmæðra og Tryggingastofnunar rann út á miðnætti. 1.3.2006 19:09 Ríkisstjórnin ætti að fá niðurlægingarverðlaun Ríkisstjórnin ætti að fá niðurlægingarverðlaun 21. aldar fyrir að skríða á hnjánum fyrir álherrum í Ameríku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon og hvetur til þess að iðnaðarráðherra veiti þeim viðtöku fyrir hönd félaga sinna. 1.3.2006 19:02 Engin lausn í sjónmáli Enn er engin varanlega lausn komin í samningadeilu milli Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefnd skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. Nefndin hefur þó fallist á að greiða þeim ljósmæðrum áfram laun sem enn sinna skjólstæðingum sínum, þrátt fyrir að samningurinn hafi runnið út á miðnætti í gær. 1.3.2006 18:53 Íslendingur í haldi bresku lögreglunnar Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri, sem lögreglan í Burnley á Englandi handtók í síðustu viku og sakar um rán á breskri stúlku, verður í gæsluvarðhaldi fram í byrjun apríl þegar mál hans verður tekið fyrir. 1.3.2006 18:45 Ungliðar mótmæltu álverframkvæmdum Ungliðar gegn stóriðju mótmæltu byggingu álvers á Bakka við Húsavík, á skrifstofum Alcoa á Suðurlandsbraut í dag. Lögregla fjarlægði ungliðana af skrifstofunum eftir skamma en hávaðasama viðveru þeirra þar. 1.3.2006 18:00 Hagnaður Bayer 124 milljarðar króna Hagnaður þýska lyfjarisans Bayer nam 124 milljörðum króna, á síðasta ári. Bayer mun greina nánar frá afkomu félagsins á mánudag, en vinnuskjal frá fyrirtækinu lak út og því var greint frá hagnaði félagsins nú. Hlutabréf Bayer hækkuðu lítilsháttar í verði í Kauphöllinni í Frankfurt í dag. 1.3.2006 17:14 Félagsmálaráðherra ávarpaði fund Kvennanefndar SÞ Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, ávarpaði í dag 50. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Ráðherrann lagði áherslu á að enda þótt árangur hefði náðst á grundvelli þeirrar stefnu sem mörkuð var á Peking ráðstefnunni árið 1995 þá væri ljóst að enn væri mikið verk að vinna. 1.3.2006 17:03 Forsætisráðherra Kosovo hættur Forsætisráðherra Kosovo-héraðs í Serbíu tilkynnti í dag afsögn sína en hann hefur mætt miklu andstreymi flokksmanna sinna. Sameinuðu þjóðirnar hafa stýrt Kosovo frá því að stríði Atlantshafsbandalagsins gegn stjórnvöldum í Belgrad, lauk árið 1999. Yfirvöld í Belgrad hafa sagt ógerlegt að slíta Kosovo frá Serbíu en stjórnmálapekingar segja þó líklegt að ekki líði á löngu þar til Kosovo verði gert að sjálfstæðu ríki. 1.3.2006 16:54 Mótmælendur ruddust inn á skrifstofu Alcoa Um 20 ungir mótmælendur hafa ruðst inn á skrifstofur Alcoa við Suðurlandsbraut í Reykjavík og hafa þar í frammi mótmæli gegn byggingu álvers við Húsavík. Ungliðarnir krefjast þess að hætt verði við byggingu álversins og fallið frá stóriðjustefnu stjórnvalda. 1.3.2006 16:26 FL Group bætir við sig í Royal Unibrew FL Group hefur bætt við hlut sinn í Royal Unibrew og á eftir kaupin 16,35% í félaginu. Fyrr í mánuðinum keypti FL Group 10,7 prósenta hlut í danska félaginu. Royal Unibrew er annar stærsti drykkjarvöruframleiðandi í Skandinavíu. Meðal vörumerkja eru eru danski bjórinn Faxe sem margir Íslendingar þekkja. Félagið velti tæpum 30 milljörðum íslenskra króna árið 2004 og dreifir til yfir 65 landa. 1.3.2006 16:10 Hussein játar Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, játaði fyrir rétti í Bagdad í dag að hafa fyrirskipað árás á bændabýli þar sem uppreisnarmenn sem sýndu honum banatilræði árið 1982 héldu sig. 1.3.2006 16:08 Enn er allt í hnút Enn er allt í hnút hjá samningarnefnd Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Launanefnd sveitarfélaganna. Slökkviliðsmenn hafa mótmælt víða um land í dag. 1.3.2006 16:08 Afganistan öðrum þjóðum fyrirmynd George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir Afgani vera öðrum þjóðum fyrirmynd og hvatning. Lýðræðið sé augljóslega farið að skjóta rótum í landinu. 1.3.2006 15:54 Bakki við Húsavík varð fyrir valinu Bandaríska álfyrirtækið Alcoa og ríkisstjórn Íslands hafa undirritað samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Verði af byggingu þess mun álverið nota rafmagn sem að mestu verður framleitt með vistvænni jarðvarmaorku. Verði ákveðið að reisa nýtt álver á Norðurlandi er fyrstu framkvæmda á svæðinu ekki að vænta fyrr en árið 2010. 1.3.2006 15:00 ABC barnahjálp safnar fyrir skóla Það er ekki oft sem skrýmsli og furðuverur heimsækja Bessastaði en það gerðist í dag þegar Dorrit Moussaieff, forsetafrú, tók á móti börnum og gaf fé í söfnunina "Börn hjálpa börnum" sem hófst í dag og það var ekki annað að sjá en að Dorrit væri hin hressasta á Bessastöðum þegar hún tók á móti nemendum úr fimmta bekk Álftanesskóla. 1.3.2006 14:52 Ónóg lög um leyniþjónustur Evrópuríki þurfa strangari reglur um eftirlit með leyniþjónustum sínum og betra eftirlit með erlendum útsendurum sem starfa innan landamæra þeirra. Þetta sagði Terry Davis, forseti Evrópuráðsins, þegar hann kynnti skýrslu Evrópuráðsins um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA. 1.3.2006 14:07 Sjá næstu 50 fréttir
Fuglaflensa í Serbíu Fuglaflensa hefur greinst í fyrsta sinn í Serbíu. Yfirvöld þar í landi greindu frá því í morgun. H5 stofn flensunnar greindist í svanshræi sem fannst nálægt landamærunum að Króatíu. 2.3.2006 10:45
Álver á Húsavík rætt á þingi síðdegis Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur farið fram á utandagskrárumræðu um fyrirhugað álver á Húsavík. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur samþykkt að vera fyrir svörum og hefst utandagskrárumræðan klukkan 13.30. 2.3.2006 10:40
Varamaður fyrir varamann Jón Kr. Óskarsson tók sæti á Alþingi sem varamaður við upphaf þingfundar í dag. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann tekur sæti á þingi í stað varaþingmannsins Söndru Franks, sem hafði áður verið kölluð inn á þing sem varamaður Rannveigar Guðmundsdóttur. 2.3.2006 10:33
Bók sem allir verða að lesa "To kill a Mockingbird" eftir Harper Lee var valin, á Degi bókarinnar í Bretlandi, sú bók sem allir ættu að lesa áður en þeir deyja. Bókin sló við ekki ómerkari bókum en Biblíunni, sem lenti í öðru sæti og Hringadróttinssögu sem hafnaði í því þriðja. Bókin gerist á fjórða áratugnum í Suðurríkjum Bandaríkjanna og fjallar um svartan mann sem er ranglega sakaður um að hafa nauðgað hvítri stúlku og hlaut höfundurinn Pulitzer Prize verðlaunin fyrir hana á sínum tíma 2.3.2006 10:30
Biðja Skandinava að yfirgefa Vesturbakkann Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið alla skandinavíska starfsmenn sína að yfirgefa Vesturbakkann vegna alvarlegra hótana um að nema á brott eða drepa skandinavíska erindreka á svæðinu. 2.3.2006 10:15
Gorbatsjev 75 ára í dag Míkhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, er 75 ára í dag. Gorbatsjev er enn í fullu fjöri og beitir nú kröftum sínum aðallega í þágu umhverfisverndar og góðgerðamála. 2.3.2006 10:00
Réttarhöld yfir Gary Glitter hafin Réttarhöldin yfir rokkstjörnunni Gary Glitter hófust í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa misnotað tvær stúlkur, tíu og ellefu ára gamlar, á heimili sínu í suðurhluta Víetnams. 2.3.2006 09:45
Guðrún Ágústa efst hjá VG Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskóla, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við bæjarstjórnarkosningar í vor. Annað sæti listans skipar Jón Páll Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Regnbogabarna. 2.3.2006 09:30
Öryrkjar skora á heilbrigðisráðherra Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands vill að heilbrigðisráðherra hefji þegar í stað endurskoðun laga og reglna um notendagjöld í heilbrigðiskerfinu. 2.3.2006 09:28
Misstu allt sitt í eldsvoða í Sælingsdal Fjögurra manna fjölskylda missti heimili sitt í eldsvoða, þegar íbúðarhúsið í Sælingsdal í Dalasýslu eyðilagðist í eldi í gær. Íbúarnir voru ekki heima þegar vegfarandi sá reyk leggja frá húsinu og gerði slökkviliði viðvart. 2.3.2006 09:15
Segir Icelandic Group selja ólöglega veiddan þorsk Breska blaðið The Guardian segir að íslenska fyrirtækið Icelandic Grop, sem áður hét SH, selji ólöglega veiddan þorsk úr Barentshafi, sem veiddur sé utan kvóta og fari á svartan markað. 2.3.2006 09:15
Þyrlur ekki enn komnar í gagnið aftur Landhelgisgæslan hefur ekki enn á að skipa nothæfri þyrlu þar sem viðgerðin á minni þyrlunni, TF SIF, hefur dregist á langinn vegna skorts á varahlutum. Hún átti að komast í gangið í fyrradag en er enn í viðgerð. 2.3.2006 09:00
Rætt um heimild til að nota tálbeitur Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr Björn Bjarnason dómsmálaráðherra út í heimildir lögreglu til að leita uppi barnaníðinga í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. 2.3.2006 08:59
Jarðgöng undir Vaðlaheiði vegna álvers? Hugmyndir um jarðgöng undri Vaðlaheiði við Akureyri hafa nú fengið byr undri báða vængi eftir undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Húsavík í gær. 2.3.2006 08:45
Tveir til viðbótar segja upp við MÍ Tveir stjórnendur til viðbótar hafa sagt upp störfum við Menntaskólann á Ísafirði en Ólína Þorvarðardóttir skólameistari sagði upp störfum fyrr í vikunni. Munu það vera aðstoðarskólameistari og áfangastjóri sem hafa sagt upp og miðast uppsögn þeirra við lok skólaárs, í endaðan júlí. Haft er eftir Guðmundi Þór Kristjánssyni, áfangastjóra, á ruv.is að ástæða uppsagnar hans sé að hann sé búinn að fá nóg eftir áralangar deilur innan menntaskólans. 2.3.2006 08:30
Vissi að Katrín kynni að brjóta niður flóðvarnir George Bush Bandaríkjaforseti vissi að fellibylurinn Katrín kynni að brjóta niður flóðvarnir New Orleans degi áður en fellibylurinn skall á borginni. 2.3.2006 08:15
Rannsaka fjármögnun kaupa á stofnfé Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar hvort fimm félög hafi fjármagnað kaupin á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 2.3.2006 08:00
Jóna Fanney segir upp Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri á Blönduósi hefur sagt upp störfum. Uppsagnarbréf hennar sem var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær er stílað 27. febrúar og samkvæmt því lætur Jóna Fanney af störfum 1. júní næstkomandi, fáeinum dögum eftir bæjarstjórnarkosningar. 2.3.2006 07:45
Íslenskt skip staðið að ólöglegum veiðum Lögregla stendur nú vakt við íslenskt fiskiskip sem kom til Sandgerðis undir morgun eftir að hafa verið staðið að ólöglegum línuveiðum suðvestur af landinu í gær. 2.3.2006 07:30
Indverjar og Bandaríkjamenn handsala kjarnorkusamning Indverjar og Bandaríkjamenn hafa skrifað undir samkomulag um þróun kjarnorku. Þetta kom fram á sjónvarpsstöð í Indlandi fyrr í morgun. George Bush Bandaríkjaforseti er á Indlandi og fundaði með forseta Indlands í morgun. Ekki liggur enn fyrir hvað felst í samkomulaginu sem var handsalað í morgun. 2.3.2006 07:24
Árás við ræðismannsskrifstofu BNA í Pakistan Tveir létust og átján slösuðust í sprengjuárás fyrir utan bandarísku ræðismanns skirfstofuna í Karachi í Pakistan í morgun. Tvær sprengjur sprungu með skömmu millibili á bílastæði Marriot-lúxushótelsins sem er við hliðina á ræðismannsskrifstofunni. 2.3.2006 07:11
Ákvörðun Alcoa fagnað Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á Húsavík um miðjan dag þegar tilkynnt var að bandaríska fyrirtækið Alcoa hefði valið Bakka við Húsavík fyrir byggingu hugsanlegs álvers á Norðurlandi. Áformin voru staðfest með undirritun samkomulags milli Alcoa og ríkisstjórnar Íslands um að kanna hagkvæmni þess að reisa þar 250 þúsund tonna álver. Framkvæmdir myndu hefjast í fyrsta lagi árið 2010. 1.3.2006 18:54
Álver eykur ekki þenslu Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur að álversframkvæmdir á Bakka við Húsavík rúmist vel innan efnahagskerfisins. Hann segir nauðsynlegt að horfa til framtíðar en það sé gert með þessum framkvæmdum. 1.3.2006 23:19
Hagnaður Exista Íslandsmet Fjárfestingarfélagið Exista skilaði rúmlega 50 milljarða króna hagnaði í fyrra, sem er nýtt Íslandsmet. Fyrra metið átti KB-banki, sem skilaði tæpum 50 milljörðum í hagnað í fyrra, en KB-banki er einmitt einn aðaleigandi Exista. 1.3.2006 22:30
Hundar og kettir í bann Útgöngubann hefur verið sett á hunda og ketti í Þýsklanadi þar sem fuglaflensan hefur komið upp. Ekki hefur verið ákveðið hvenær banninu verður aflétt 1.3.2006 22:17
Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í borginni þrátt fyrir að Samfylkingin bæti við sig fylgi þriðja mánuðinn í röð. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallups sem var kynnt í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Litlu munar á að Samfylkingin tapi sínum sjötta manni til Sjálfstæðisflokksins sem þar með fengi níu menn í borgarstjórn. Oddviti Samfylkingarinnar segir flokkinn í sókn og kvíðir engu. 1.3.2006 22:13
Ekki tímabært að byggja þrjú álver Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík geti orsakað enn meiri sveiflur í efnahagslífinu. Hún segir að ríkisstjórnin eigi að fara sér hægt í frekari álversframkvæmdir. 1.3.2006 20:58
Allt í bál og brand Allt virðist komið í bál og brand í kjaradeilu slökkviliðsmanna og sveitarfélaga. Ekkert kom út úr sáttafundi í dag, en á föstudaginn kemur í ljós hvort af verkfalli verður. Slökkviliðsmenn hafa mótmælt víða um land í dag, en fréttastofa hitti um tvö hundruð þeirra á baráttufundi í Reykjavík og þeim var heitt í hamsi. 1.3.2006 19:30
Landsvirkjun hefur tilraunaboranir í sumar Landsvirkjun mun þegar í sumar hefja tilraunaboranir vegna þeirra jarðvarmavirkjana sem ætlað er að sjá væntanlegu álveri fyrir raforku. 1.3.2006 19:23
Ljósmæður vitja ekki lengur sængurkvenna Ljósmæður eru hættar að vitja sængurkvenna á heimili þeirra, eftir að samningur ljósmæðra og Tryggingastofnunar rann út á miðnætti. 1.3.2006 19:09
Ríkisstjórnin ætti að fá niðurlægingarverðlaun Ríkisstjórnin ætti að fá niðurlægingarverðlaun 21. aldar fyrir að skríða á hnjánum fyrir álherrum í Ameríku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon og hvetur til þess að iðnaðarráðherra veiti þeim viðtöku fyrir hönd félaga sinna. 1.3.2006 19:02
Engin lausn í sjónmáli Enn er engin varanlega lausn komin í samningadeilu milli Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefnd skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. Nefndin hefur þó fallist á að greiða þeim ljósmæðrum áfram laun sem enn sinna skjólstæðingum sínum, þrátt fyrir að samningurinn hafi runnið út á miðnætti í gær. 1.3.2006 18:53
Íslendingur í haldi bresku lögreglunnar Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri, sem lögreglan í Burnley á Englandi handtók í síðustu viku og sakar um rán á breskri stúlku, verður í gæsluvarðhaldi fram í byrjun apríl þegar mál hans verður tekið fyrir. 1.3.2006 18:45
Ungliðar mótmæltu álverframkvæmdum Ungliðar gegn stóriðju mótmæltu byggingu álvers á Bakka við Húsavík, á skrifstofum Alcoa á Suðurlandsbraut í dag. Lögregla fjarlægði ungliðana af skrifstofunum eftir skamma en hávaðasama viðveru þeirra þar. 1.3.2006 18:00
Hagnaður Bayer 124 milljarðar króna Hagnaður þýska lyfjarisans Bayer nam 124 milljörðum króna, á síðasta ári. Bayer mun greina nánar frá afkomu félagsins á mánudag, en vinnuskjal frá fyrirtækinu lak út og því var greint frá hagnaði félagsins nú. Hlutabréf Bayer hækkuðu lítilsháttar í verði í Kauphöllinni í Frankfurt í dag. 1.3.2006 17:14
Félagsmálaráðherra ávarpaði fund Kvennanefndar SÞ Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, ávarpaði í dag 50. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Ráðherrann lagði áherslu á að enda þótt árangur hefði náðst á grundvelli þeirrar stefnu sem mörkuð var á Peking ráðstefnunni árið 1995 þá væri ljóst að enn væri mikið verk að vinna. 1.3.2006 17:03
Forsætisráðherra Kosovo hættur Forsætisráðherra Kosovo-héraðs í Serbíu tilkynnti í dag afsögn sína en hann hefur mætt miklu andstreymi flokksmanna sinna. Sameinuðu þjóðirnar hafa stýrt Kosovo frá því að stríði Atlantshafsbandalagsins gegn stjórnvöldum í Belgrad, lauk árið 1999. Yfirvöld í Belgrad hafa sagt ógerlegt að slíta Kosovo frá Serbíu en stjórnmálapekingar segja þó líklegt að ekki líði á löngu þar til Kosovo verði gert að sjálfstæðu ríki. 1.3.2006 16:54
Mótmælendur ruddust inn á skrifstofu Alcoa Um 20 ungir mótmælendur hafa ruðst inn á skrifstofur Alcoa við Suðurlandsbraut í Reykjavík og hafa þar í frammi mótmæli gegn byggingu álvers við Húsavík. Ungliðarnir krefjast þess að hætt verði við byggingu álversins og fallið frá stóriðjustefnu stjórnvalda. 1.3.2006 16:26
FL Group bætir við sig í Royal Unibrew FL Group hefur bætt við hlut sinn í Royal Unibrew og á eftir kaupin 16,35% í félaginu. Fyrr í mánuðinum keypti FL Group 10,7 prósenta hlut í danska félaginu. Royal Unibrew er annar stærsti drykkjarvöruframleiðandi í Skandinavíu. Meðal vörumerkja eru eru danski bjórinn Faxe sem margir Íslendingar þekkja. Félagið velti tæpum 30 milljörðum íslenskra króna árið 2004 og dreifir til yfir 65 landa. 1.3.2006 16:10
Hussein játar Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, játaði fyrir rétti í Bagdad í dag að hafa fyrirskipað árás á bændabýli þar sem uppreisnarmenn sem sýndu honum banatilræði árið 1982 héldu sig. 1.3.2006 16:08
Enn er allt í hnút Enn er allt í hnút hjá samningarnefnd Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Launanefnd sveitarfélaganna. Slökkviliðsmenn hafa mótmælt víða um land í dag. 1.3.2006 16:08
Afganistan öðrum þjóðum fyrirmynd George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir Afgani vera öðrum þjóðum fyrirmynd og hvatning. Lýðræðið sé augljóslega farið að skjóta rótum í landinu. 1.3.2006 15:54
Bakki við Húsavík varð fyrir valinu Bandaríska álfyrirtækið Alcoa og ríkisstjórn Íslands hafa undirritað samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Verði af byggingu þess mun álverið nota rafmagn sem að mestu verður framleitt með vistvænni jarðvarmaorku. Verði ákveðið að reisa nýtt álver á Norðurlandi er fyrstu framkvæmda á svæðinu ekki að vænta fyrr en árið 2010. 1.3.2006 15:00
ABC barnahjálp safnar fyrir skóla Það er ekki oft sem skrýmsli og furðuverur heimsækja Bessastaði en það gerðist í dag þegar Dorrit Moussaieff, forsetafrú, tók á móti börnum og gaf fé í söfnunina "Börn hjálpa börnum" sem hófst í dag og það var ekki annað að sjá en að Dorrit væri hin hressasta á Bessastöðum þegar hún tók á móti nemendum úr fimmta bekk Álftanesskóla. 1.3.2006 14:52
Ónóg lög um leyniþjónustur Evrópuríki þurfa strangari reglur um eftirlit með leyniþjónustum sínum og betra eftirlit með erlendum útsendurum sem starfa innan landamæra þeirra. Þetta sagði Terry Davis, forseti Evrópuráðsins, þegar hann kynnti skýrslu Evrópuráðsins um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA. 1.3.2006 14:07