Erlent

Forsætisráðherra Kosovo hættur

Forsætisráðherra Kosovo-héraðs í Serbíu tilkynnti í dag afsögn sína en hann hefur mætt miklu andstreymi flokksmanna sinna. Sameinuðu þjóðirnar hafa stýrt Kosovo frá því að stríði Atlantshafsbandalagsins gegn stjórnvöldum í Belgrad, lauk árið 1999. Yfirvöld í Belgrad hafa sagt ógerlegt að slíta Kosovo frá Serbíu en stjórnmálapekingar segja þó líklegt að ekki líði á löngu þar til Kosovo verði gert að sjálfstæðu ríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×