Innlent

Hagnaður Exista Íslandsmet

Lýður og Ágúst Guðmundssynir
Lýður og Ágúst Guðmundssynir MYND/Haraldur Jónasson

Fjárfestingarfélagið Exista skilaði rúmlega 50 milljarða króna hagnaði í fyrra, sem er nýtt Íslandsmet. Fyrra metið átti KB-banki, sem skilaði tæpum 50 milljörðum í hagnað í fyrra. KB-banki er einn aðaleigandi Exista ásamt þeim Bakkavararbræðrum, Lýði og Ágústi Guðmundssonum, sem eru stærstir, og nokkrum sparisjóðum sem einnig eiga í Exista.

Exista á Símann eða er stærsti hluthafinn þar. Fyrirtækið er kjölfestufjárfestir í VÍS, KB-banka og Flögu, auk Bakkavara, svo það helsta sé nefnt.

En jafnvel þótt ekkert fyrirtæki í Íslandssögunni hafi gengið jafn vel og Exista í fyrra, eru þó nokkur íslensk stórfyrirtæki með tærnar í hælaförum þeirra Exista-manna.

Fyrst ber að nefna KB-banka sem hagnaðsist um 49 milljarða í fyrra. Það er hærri upphæð en samanlagður hagnaður bæði Íslandsbanka og Landsbanka í fyrra. Síðan tengjast Landsbankinn og fjárfestingabankinn Straum Burðarás sem skilaði tæpum 27 milljörðum í fyrra.

Eina fyrirtækið í þessum hópi sem ekki er hreinræktað fjárfestinga- eða bankafyrirtæki er Baugur sem skilaði um 28 milljörðum króna. Sumir vilja telja FL-Group með í þessum hóp, en bankarnir reikna með um 17 milljarða gróða þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×