Erlent

Afganistan öðrum þjóðum fyrirmynd

George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir Afgani vera öðrum þjóðum fyrirmynd og hvatning. Lýðræðið sé augljóslega farið að skjóta rótum í landinu.

Þetta sagði hann í óvæntri heimsókn til Kabúl, höfuðborgar Afganistans í morgun á leið sinni til Indlands. Gríðarlegar öryggisráðstafanir voru í borginni. Herþyrlur sveimuðu yfir henni og bandarískir hermenn voru hvarvetna á ferli á bílum sínum. Bush hrósaði Afgönum fyrir það sem hefði áunnist síðustu misserin og kvaðst sjá þess merki að lýðræði væri farið að skjóta rótum. Hann sagði að ekki þyrfti að spyrja hvort Osama bin Laden, óvinur Bandaríkjanna númer eitt, yrði handtekinn heldur hvenær. Um það bil 20.000 bandarískir hermenn eru í Afganistan um þessar mundir. Bush sagði að það væri skemmtilegt að koma til lands, sem einbeitti sér að því að auka virðingu hvers og eins íbúa. Hann sagði að Bandaríkin væru skuldbundin til að hjálpa Afganistan til að ná markmiðum sínum og það verði auðveldara með tilkomu sendiráðs Bandaríkjanna í Kabul, sem var opnað í dag. Forseti Afganistans sagði að Afganistan stæði í þakkarskuld við Bandaríkin. Hann sagði að Bush væri mikill vinur og stuðningsmaður landsins og að Afganistar stæðu í þakkarskuld við hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×