Innlent

Þyrlur ekki enn komnar í gagnið aftur

Landhelgisgæslan hefur ekki enn á að skipa nothæfri þyrlu þar sem viðgerðin á minni þyrlunni, TF SIF, hefur dregist á langinn vegna skorts á varahlutum. Hún átti að komast í gangið í fyrradag en er enn í viðgerð. Stóra þyrlan, TF LÍF, er í stórri skoðun og verður frá enn um sinn. Gæslan er því háð þyrlum af Keflavíkurflugvelli og danska sjóhernum ef eitthvað kemur upp á sem kallar á aðstoð þyrlu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×