Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Stefán Jón Hafstein, sem skipa þrjú efstu sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Stefán Jón Hafstein, sem skipa þrjú efstu sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. MYND/Stefán Karlsson

Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í borginni þrátt fyrir að Samfylkingin bæti við sig fylgi þriðja mánuðinn í röð. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallups sem var kynnt í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Litlu munar á að Samfylkingin tapi sínum sjötta manni til Sjálfstæðisflokksins sem þar með fengi níu menn í borgarstjórn. Oddviti Samfylkingarinnar segir flokkinn í sókn og kvíðir engu.

Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í vor eða 52% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Samfylking fengi rúm 34% og sex borgarfulltrúa. Þar með fer fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík niður um 3% en fylgi Samfylkingar hefur ekki mælst meira síðan R-lista samstarfinu var slitið.

Vinstri grænir fá 7% fylgi og einn mann kjörinn. Framsókn fengi tæp 5% og Frjálslykdir 2% atkævða. Hvorugur flokkurinn kæmi manni að í borgarstjórn.

Könnunin var gerð dagana 31. janúar til 27. febrúar en prófkjör Samfylkingarinnar var haldið helgina 11. og 12 febrúar.

Dagur B. Eggertsson, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir flokkinn í sókn og könnunum beri saman um það. Í þessari könnun hafi um fjórðungur svarenda verið óákveðinn og Samfylkingin eigi mikið inni. Hann segir niðurstöðuna nú ekki vonbrigði svona skömmu eftir fjölmennt prófkjör flokksins í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×