Fleiri fréttir

Tímaritið aVs lagt niður

Tímaritum landsins fækkar um eitt á föstudag. Þá verður tímaritið aVs formlega lagt niður en það hefur verið gefið út í röskan áratug. Í tímaritinu hefur verið fagleg umfjöllun um arkitektúr og skipulag auk tengdra málefna.

Óvenju mikið um sjúkraflutninga

Slökkviliðsmenn hafa haft í nægu að snúast síðasta sólarhringinn við sjúkraflutninga. Alls var farið í 88 útköll vegna slíkra flutninga frá klukkan átta í gærmorgun til klukkan átta í morgun og þykir það óvenju mikið.

Slökkviliðsmenn krefjast hærri launa

Fjöldi slökkviliðsmanna hefur safnast saman fyrir utan húsnæði Ríkissáttasemjara í Borgartúni. Með því vilja slökkviliðsmenn þrýsta á um að laun þeirra verði bætt til muna frá því sem nú er.

Jeppa stolið í Grindavík

Toyota Hi-Lux jeppa var stolið í Grindavík síðustu nótt og hefur ekki fundist. Bíllinn er blár að lit með bílnúmerið LT-053. Hann er með 38 tommu hjólbarða og krómaðan veltiboga.

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar ráðleggur þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum. Ástæðan er sú að svifryk í Reykjavík er hátt yfir heilsuverndarmörkum og er það annan daginn í röð sem slíkt gerist.

Situr ráðherrafund í Kaupmannahöfn

Sigríður Anna Þórðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, situr í dag fund samstarfsráðherra í Kaupmannahöfn. Þar á að leggja línurnar að helstu áherslum í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar og ákveða fjárlög næsta árs.

Fjögurra milljarða hagnaður Símans

Síminn hagnaðist um rúma fjóra milljarða króna á síðasta ári. Það er þriðjungi meiri hagnaður en árið áður þegar félagið hagnaðist um þrjá milljarða króna.

Íslendingur í bresku fangelsi

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi í Burnley í Englandi, eftir að hann var handtekinn í síðustu viku á hótelherbergi, þar sem 14 ára bresk stúlka var með honum.

Bush í fyrsta sinn til Afganistan

George Bush kom í morgun í óvænta heimsókn til Afghanistan og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn heimsækir landið eftir hryðjuverkaárásirnar ellefta september 2001.

Bjóða fram A-lista í Reykjanesbæ

Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og óflokksbundnir í Reykjanesbæ ætla að bjóða sameiginlega fram til næstu bæjarstjórnarkosninga undir bókstafnum A.

Einna minnst verðbólga á EES-svæðinu

Verðbólga hérlendis síðasta árið mælist 1,3 prósent samkvæmt evrópsku neysluverðsvísitölunni, sem er samræmd verðbólgumæling EES-ríkjanna. Þetta er heldur minni verðbólga en á evrópska efnahagssvæðinu þar sem hún mælist 2,2 prósent og evrusvæðinu þar sem hún mælist 2,4%.

Leita að Pompei austursins

Haraldur Sigurðsson prófessor í haffræði hefur leitt hóp vísindamanna sem hefur fundið stað sem segja má að sé eins konar Pompei austursins.

Vopnað rán upplýst

Lögreglan í Kópavogi hefur upplýst vopnað rán sem var framið í lyfjaversluninni Apótekaranum 22. febrúar. Karlmaður á þrítugsaldri sem hefur alloft komist í kast við lögin hefur viðurkennt að hafa verið að verki.

Ingimundur leiðir F-listann

Ingimundur Þ. Guðnason, bæjarstjóri í Garðinum, skipar fyrsta sæti á framboðslista F-listans, lista framfarasinnaðra kjósenda, við sveitarstjórnarkosningar í vor. Ingimundur hefur verið bæjarstjóri í Garði frá 1990 og verður bæjarstjóraefni listans í kosningunum.

Fons kaupir Skeljung á ný

Stóru olíufélögin, sem áður fyrr voru einskonar kjölfesta í ákveðnum hagsmunahópum, ganga nú kaupum og sölum. Eignarhaldsfélagið Fons, í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar keyptu í gær Skeljung af Högum, sem er í Baugs-samstæðunni, samkvæmt frétt Morgunblaðsins.

Sprengdu bor lausan

Sprengjusérfræðingar sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar fengu óvenjulegt verkefni á dögunum. Þá var kallað eftir þeirra hjálp til að losa jarðbor Íslenskra orkurannsókna sem var pikkfastur á rúmlega kílómetra dýpi nálægt Reykjanesvita.

Heimaþjónusta við sængurkonur leggst af

Heimaþjónusta ljósmæðra við sængurkonur, sem fara fljótt heim af fæðingadeildinni, lagðist af á miðnætti, en þá rann út samningur ljósmæðra við Tryggingastofnun, án þess að nýr samningur næðist.

Veðjað á álver

Spákaupmenn á peningamarkaðnum virðast veðja á að álfyrirtækið Alcoa ætli að reisa álver fyrir norðan, því hækkun krónunnar um rösklega eitt prósent í gær er meðal annars rakin til væntinga til þess.

Hugað að sameiningu á Vesturlandi

Unnið er að því að sameina þrjú verkalýðsfélög á Vesturlandi í eitt. Þetta eru verkalýðsfélögin Valur í Dalasýsu, Hörður í sveitarfélögunum sunnan Skarðsheiðar og Verkalýðsfélag Borgarness.

Síðustu göngurnar um Kárahnjúkasvæðið í sumar

Þeir sem hafa hugsað sér að skoða landið sem hverfur undir Hálslón Kárahnjúkavirkjunar ættu að fara að skipuleggja ferðir þangað því í september verður vatni hleypt á hið margumtalaða Hálslón. Gönguhópurinn Augnablik hefur gengið um "landið sem hverfur" í þrjú sumur og þetta fjórða sumar verður að öllum líkindum hið síðasta.

Halda stjórnarmyndun áfram

Ofbeldið í Írak undanfarna daga mun ekki koma í veg fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar á næstu vikum. Þetta segir Ibrahim al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks, sem nú er í opinberri heimsókn í Tyrklandi.

Þjóðvegirnir greiðfærir

Allir helstu þjóðvegir landsins eru nokkuð greiðfærir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Einhverjir hálkublettir eru þó á Norðaustur- og Austurlandi.

Felldu þrjátíu uppreisnarmenn

Pakistanskar hersveitir felldu þrjátíu uppreisnarmenn í áhlaupi við landamæri Afganistan snemma í morgun. Fjölmennt herlið lét til skarar skríða á þyrlum og af jörðu niðri, án þess að uppreisnarmennirnir fengju rönd við reist.

Skattur á þá efnaminni

Notendagjöld í heilbrigðiskerfinu eru aukaskattur á tekjulágt og fátækt fólk, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að ávinningurinn af innheimtu notendagjalda sé lítill eða enginn og þau valdi því helst að efnaminna fólk hafi ekki efni á heilbrigðisþjónustu.

Sjá næstu 50 fréttir