Innlent

Ákvörðun Alcoa fagnað

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á Húsavík um miðjan dag þegar tilkynnt var að bandaríska fyrirtækið Alcoa hefði valið Bakka við Húsavík fyrir byggingu hugsanlegs álvers á Norðurlandi. Áformin voru staðfest með undirritun samkomulags milli Alcoa og ríkisstjórnar Íslands um að kanna hagkvæmni þess að reisa þar 250 þúsund tonna álver. Framkvæmdir myndu hefjast í fyrsta lagi árið 2010.

Tilkynnt var um ákvörðunina í höfuðstöðvum Alcoa fyrirtækisins á Manhattan-eyju í New York um klukkan tíu í morgun að staðartíma en klukkan þrjú að íslenskum tíma. Þar undirrituðu þau Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, og Bernbt Reiten, aðstoðarforsatjóri Alcoa, samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík.

Töluverður hópur fólks hafði þá safnast saman á veitingahúsinu Gamla Bauknum á Húsavík og var mikið fagnað þegar tíðindi bárust frá New York.

Fulltrúar þeirra þriggja héraða, sem valið stóð um, Skagafjarðar, Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu, voru viðstaddir undirritunina í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×