Fleiri fréttir

Nafn hins látna

Maðurinn sem lést í slysinu á Hofsjökli í gær, hét Tómas Ýmir Óskarsson. Hann var 21 árs, til heimilis að Keilusíðu 6-H á Akureyri. Tómas Ýmir var barnlaus, en lætur eftir sig unnustu.

Samningsdrög á borðinu

Íranar og Rússar hafa gert grundvallarsamkomulagi um samvinnu ríkjanna um auðgun úrans. Fulltrúar ríkjanna funduðu í Íran í dag. Rússar hafa boðist til að taka að sér auðgun úrans fyrir Írana.

Fangar taka yfir rammgirt fangelsi

Mörg hundruð fangar hafa tekið völdin í tveimur álmum í einu rammgirtasta fangelsi Afganistans. Þar eru tæplega tvö þúsund fangar í haldi nú og stefnt að því að flytja um hundrað meinta hryðjuverkamenn þangað úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu.

Björgunarmenn í lífshættu á Hofsjökli

Tugir manna tóku þátt í björgunaraðgerðunum á Hofsjökli í gærkvöld, við afar erfiðar og lífshættulegar aðstæður. Um þrjú hundruð björgunarsveitamenn voru kallaðir til vegna slyssins, auk lögreglu, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Björgunarmenn voru í lífshættu allan tímann, enda margar sprungur á svæðinu og að þeirra sögn brotnaði stundum undan fótum manna og þeir horfðu ofan í hyldýpið.

Fjölmenningarsamfélagið Ísland

Þótt Ísland sé ekki fjölmennt samfélag gerist það æ fjölmenningarlegra. Alþjóðahúsið fagnaði fjölmenningunni með því að halda svokallaða þjóðahátíð í gamla Blómavalshúsinu í dag. Yfir 300 manns af meira en 40 þjóðernum undirbjuggu hátíðina og gestum gafst kostur á að smakka yfir 50 mismunandi þjóðarrétti og spjalla við fólk á næstum fjörutíu tungumálum.

Friðarsúlan gæti orðið 30 metra há

Friðarsúla Yoko Ono, sem til stendur að rísi í Viðey, gæti orðið allt að þrjátíu metra há. Hún gæti því orðið tákn landsins í augum útlendinga eins og frelsisstyttan í New York eða Eiffelturninn í París. Kostnaðurinn við verklegu framkvæmdina gæti orðið allt að 30 milljónir króna og mun Reykjavíkurborg standa straum af honum.

Arroyo ekki hólpin enn

Öryggissveitir á Filippseyjum hafa girt af höfuðstöðvar landgönguliðs hersins yfirmanni þess hefur verið vikið úr embætti. Hann hvatt í dag Filippseyinga til að hafa að engu bann við fjöldasamkomum í landinu og styðja meinta landráðamenn.

Hamas-liðar vilja vinna með Abbas

Líkur eru á að Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segi af sér takist honum ekki fá Hamas-samtökin, sigurvegara þingkosninganna í síðasta mánuði, til að fara að kröfum alþjóðsamfélagsins. Ismail Haniey, forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna, sagði í dag Hamas-liðar vildu vinna með Abbas.

Berst fyrir samveru afa síns og ömmu

Aðeins rúmum helmingi af fé úr framkvæmdasjóði aldraðra er varið til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Barnabarn eldri hjóna berst fyrir því að afi þess og amma fái að eyða elliárunum saman en svo virðist sem 200 manna biðlisti komi í veg fyrir það.

Maðurinn sem lést

Maðurinn sem lést þegar bíll sem hann var í féll niður í sprungu á Hofsjökli hét Tómas Ýmir Óskarsson. Hann bjó að Keilusíðu á Akureyri, var 21 árs að aldri og lætur eftir sig unnustu.

Stútur velti bíl

Tveir menn sluppu með smávægileg meiðsli þegar bíll þeirra valt við Hafnarskóg, rétt sunnan af Borgarnesi, í dag. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri.

Fjölmenningarkarníval í Laugalækjarskóla

Börnum og fullorðnum var boðið á karníval fjölmenningar í dag þegar heimsdagur barna var haldinn í annað sinn. Gestir gátu hvort tveggja horft á sýningar á sviði og tekið þátt í listsmiðjum og öðrum viðburðum.

Sharon 78 ára í dag

Engin breyting virðist á líðan Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, en hann er 78 ára í dag. Hann liggur enn í dái á sjúkarhúsi í Jerúsalem eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall snemma í síðasta mánuði.

Hluti fengsins fundinn

Breska lögreglan hefur staðfest að hún hafi fundið jafnvirði rúmlega 150 milljóna króna sem talið er að séu hluti af sex milljarða króna fengnum úr langstærsta ráni í sögu Bretlands. Peningarnir fundust í hvítum sendibíl sem lögregla fann á bílastæði á föstudagskvöld.

Opnaði nýtt sendiráð á Indlandi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði í dag nýtt sendiráð Íslands á Indlandi. Hún er þar í opinberri heimsókn sem staðgengill Geirs H. Haarde utanríkisráðherra.

Þrír undir eftirlit eftir tvö slys

Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar jeppi sem hann var í fór niður í sprungu á Hofsjökli í gær er enn á gjörgæslu og undir eftirliti lækna. Hann er með meðvitund en töluvert slasaður.

Fuglaflensa greinist í Sviss

Fuglaflensa hefur greinst í Sviss og er nú verið að rannsaka hvort hún er af hinum hættulega H5N1 stofni. Svissnesk yfirvöld staðfestu þetta nú síðdegis. Ekki liggur fyrir hvað tegund af fugli hefur sýkst.

Höfuðstöðvar landgönguliðsins girtar af

Óeirðalögregla girti af höfuðstöðvar landgönguliðs hersins á Filippseyjum í dag eftir að Renato Miranda, yfirmaður þess, hvatti Filippseyinga til að brjóta bann gegn fjöldafundum. Hann hvetur almenning til að koma sama til að styðja þá herforingja sem voru handteknir fyrir helgi, grunaðir um að hafa lagt á ráðinn um að ræna völdum í landinu.

Tekinn með hass og amfetamín

Þrítugur maður var handtekinn í Hafnarfirði eftir að um 40 grömm af fíkniefnum fundust á honum við umferðareftirlit lögreglunnar þar í bæ. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina og var fenginn dómsúrskurður til húsleitar en hann neitaði lögreglu um að leita bæði í bíl og á heimili sínu.

Björgunarstarf hefði vart getað gengið betur

Aðstæður á slysstað á Hofsjökli voru mjög erfiðar. Björgunarstarf gekk þó eins vel og mögulegt var miðað við aðstæður, segir Ari Jóhannes Hauksson sem stjórnaði aðgerðum við sprunguna þar sem jeppinn fór niður.

Fangar taka yfir fangelsi í Kabúl

Fangar í einu rammgirtasta fangelsi í Kabúl, höfuðborg Afganistan, hafa tekið yfir hluta þess að því er yfirvöld þar í landi upplýstu í dag. Fjölmargir afganskir hermenn voru fluttir á staðinn í morgun en í Policharki-fangelsi eru 1300 fangar, þar á meðal liðsmenn al-Kaída samtakanna og Talíbanar.

Ódæðismennirnir særðust sjálfir

Að minnsta kosti fimm létu lífið og þrír særðust þegar bílsprengja sprakk á strætóstóð í bænum Hilla suður af Bagdad í Írak í morgun. Þrír særðust þegar önnur sprengja sprakk skömmu síðar í mosku sjía-múslima í Basra. Sprengjan sprakk nánast í höndum mannanna sem voru að koma henni fyrir og því voru það aðeins þeir sem særðust. Óttast er að borgarastyrjöld kunni að vera yfirvofani í Írak.

Tveir slösuðust þegar jeppi valt

Tveir menn slösuðust þegar jeppi þeirra valt við Hrafntinnusker síðustu nótt. Meiðsl mannanna voru þó ekki meiri en svo að þeir komu sér sjálfir í skála í grenndinni og báðu um hjálp.

Rannsókn miðar vel

Breska lögreglan upplýsti í morgun að hún hefði fundið byssur, hlífðarbúnað og grímur í sendiferðabíl sem fannst fyrir utan hótel í fyrradag. Talið er að búnaðurinn tengist einu stærsta ráni í sögu Bretlands sem framið var í fjárhirslu á miðvikudag. Tveir menn á fertugs og sextugsaldri eru í haldi lögreglu vegna málsins.

Víkur úr skotlínunni

Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segist ekki hafa séð aðra leið út úr deilum sem hafa umlukið skólann en að hætta störfum. Hún vonar að þá komist menn að því hver hin raunverulega meinsemd sé.

Abbas gæti hætt ef Hamas-liðar breyta ekki stefnu sinni

Líkur eru á að Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segi af sér takist honum ekki fá Hamas-samtökin, sigurvegara þingkosninganna í síðasta mánuði, til að fara að kröfum alþjóðsamfélagsins. Abbas fer þess á leit við ríki heims að snúa ekki baki við Palestínumönnum í refsingarskyni fyrir lýðræðislegt val þeirra.

Bílsprengja í Hilla

Bílsprengja sprakk á strætóstöð í bænum Hilla suður af Bagdad í Írak í morgun. Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og þrír særðust. Enn er útgöngubann í Bagdad, þriðja daginn í röð.

Nýnasistar ganga um blökkumannahverfi í Flórída

Til átaka kom milli nýnasista og andstæðinga þeirra á Flórída í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Lögregla handtók 17 þeirra. Nýnasistarnir höfðu safnast saman til mótmæla í hverfi þar sem meirihluti íbúa eru blökkumenn.

Mikil fjölgun Sjálfstæðismanna í Grindavík

Sjálfstæðismönnum í Grindavík fjölgaði gríðarlega í tengslum við prófkjör flokksins sem haldið var í gær, um heil um 179 prósent. 156 tóku þátt í prófkjörinu, þar af voru um eitt hundrað nýir sjálfstæðismenn.

Sigurður Pétursson leiðir Í-lista

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann á Ísafirði, sigraði í prófkjöri prófkjöri Í-listans í Ísafjarðarbæ sem fram fór í gær. Hlaut hann 192 atkvæði í 1. sæti og alls 294 atkvæði.

Annar maðurinn lést en hinn slasaðist alvarlega

Annar mannanna tveggja sem voru í jeppa sem féll niður í sprungu á Hofsjökli í gær var látinn þegar björgunarmenn komu að. Hinn maðurinn er alvarlega slasaður og liggur á gjörgæslu.

Oprah Winfrey fær tilnefningu

Tilnefningar til friðarverðlauna Nóbels árið 2006 eru 191 talsins. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri verið tilnefndir, en það var í fyrra þegar 199 voru tilnefndir.

Annar mannanna látinn

Björgunarmenn hafa náð mönnunum tveimur sem óku á jeppa niður í jökulsprungu á Höfsjökli upp úr sprungunni. Búið var að ná mönnunum upp um klukkan 23:50 og voru þeir fluttir með þyrlum varnaliðsins á Landspítalann við Fossvog. Annar er töluvert slasaður en hinn er látinn.

Vilja álver en síður virkjanir

Norðlendingar vilja fá álver í sinn landshluta en þeir eru lítt spenntir fyrir að virkjunin sem sér álverinu fyrir orku verði á sömu slóðum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir iðnaðarráðuneytið.

Páfagaukur sem vill ekki koma heim

Þrjú hundruð þúsund króna páfagaukur frá Afríku gefur bæði móður Náttúru og slökkviliðinu í Reykjavík langt nef. Hann hagar sér eins og ótíndur götustrákur, sefur úti um nætur og neitar að koma heim. Gauksi vék sér naumlega undan fimum hrömmum slökkviliðsmanna, sem reyndu að ná honum niður úr tré við Langholtsveginn í dag.

Trúnaðarbrestur á milli kennara og forystunnar?

Um 200 kennarar úr tólf framhaldsskólum mótmæltu í dag styttingu náms til stúdentsprófs og samkomulagi kennaraforystunnar við menntamálaráðherra. Kennararnir sendu frá sér tvær harðorðar ályktanir, -þar sem þeir segja meðal annars, forystu Kennarasambandsins rangtúlka vilja félagsmanna sinna gróflega.

Hálf öld frá leyniræðu Krútsjovs

Hálf öld er í dag frá því að Nikíta Krútsjov, þáverandi aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, steig í pontu á tuttugasta landsþingi flokksins og ræddi grimmdarstjórn Jósefs Stalíns. Ræðan var flutt á bak við luktar dyr og var haldið leyndri. Þrátt fyrir það lak hún út og olli miklu fjaðrafoki.

Fá ekki að eyða saman síðustu æviárunum

Eldri hjón í Hveragerði geta ekki eytt síðustu æviárunum saman þar sem annað þeirra er hressara en hitt. Þau hafa ekki verið jafnlengi aðskilin í þau sextíu ár sem þau hafa verið saman.

Úrslitum forsetakosninga í Úganda mótmælt

Yoweri Museveni forseti Úganda var endurkjörinn með talsverðum meirihluta atkvæða í kosningum sem fram fóru á fimmtudag. Kjörstjórn landsins tilkynnti þetta í dag. Stjórnandstæðingar mótmæltu í úrslitunum í dag og sögðu brögð vera í tafli.

Jeppi féll í sprungu

Jeppi féll niður í djúpa sprungu á Hásteinum á austanverðum Hofsjökli nú síðdegis. Tveir karlmenn eru í bílnum en ekki hafði náðst samband við þá fyrir fáeinum mínútum. Þyrlur frá Varnarliðinu og danska varðskipinu Triton voru sendar á slysstað og lentu þar rétt um klukkan sex.

Segir ráðuneytið standa ráðþrota

Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurskipun í embætti rektors en skipunartími hennar rennur út að loknu þessu skólaári.

Friðarverðlaun og friðarsúla í Viðey

Yoko Ono vill stofna alþjóðleg friðarverðlaun sem verða afhent á Íslandi. Þetta sagði hún á blaðamannafundi fyrir skemmstu. Þar lýsti hún því einnig hvernig hún sæi fyrir sér friðarsúlu sem hún vill koma upp í Viðey.

Háskóli Íslands meðal hundrað bestu

Háskóli Íslands á að verða einn af hundrað fremstu háskólum í heimi, sagði Kristín Ingólfsdóttir rektor við útskrift í háskólanum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir