Fleiri fréttir

Friðargæsluliðar drepnir í Haítí

Tveir jórdanskir friðargæsluliðar voru skotnir til bana og sá þriðji særðist í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí í gær. Ráðist var á þá á varðstöð í borginni en þar hefur verið róstursamt að undanförnu.

Grýlukerti hættuleg

Grýlukerti eru algeng sjón um þessar mundir enda kalt í verði og aðstæður kjörnar til myndunar þeirra. Grýlukerti myndast á húsum sem eru illa einöngruð og oftast við sperrur og þök. Þau myndast þegar nægjanlega hlýtt loft streymir út og bræðir snjó í dropa sem svo falla.

Snjóflóð féllu í Óshlíð

Ófært er um Óshlíð á Vestfjörðum vegna snjóflóða eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi og Steingrímsfjarðarheiði vegna veðurs. Á sunnanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður, ófært og stórhríð á fjallvegum, þungfært og stórhríð með ströndinni.

Bandarísk blaðakona í haldi andspyrnumanna

Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í gærkvöldi myndband sem sýnir bandaríska blaðakonu sem er í haldi andspyrnumanna í Írak. Ekkert hafði heyrst til Jill Carroll síðan henni var rænt 7. janúar síðastliðinn í Bagdað. Myndbandið er um 20 sekúndur. Með því fylgdu þau skilaboð að bandarísk stjórnvöld hefðu 3 sólahringa til að láta lausar þær írösku konur sem væru í fangelsi í Írak ellegar yrði blaðakonan myrt.

Fuglaflensa hugsanlega komin upp í Írak

Grunur leikur á að mannskæði stofn fuglaflensunnar sé kominn upp í norðurhluta Íraks. Embættismaður úr röðum Kúrda sagði í morgun að verið væri að rannsaka hvort rekja mætti nýlegt dauðsdall í Norður-Írak til fuglaflensunnar.

Blint í éljum á Reykjanesbrautinni

Mjög blint er í éljum á Reykjanesbrautinni og hafa ökumenn lent í vandræðum nú undir morgun. Einn bíll fór út af á sjöunda tímanum og björgunarsveit var kölluð út til að hjálpa fólki í bíl, sem lenti útaf á Sandgerðisvegi. Þá hefur fólk lenti í vandræðum vegna ófærðar við Grindavík. Þá gátu snjóruðningsmenn ekkert aðhafst á norðaustanveðrinu í gærkvöldi vegna óveðurs og er þar víða ófært

Eyða kókaplöntum í Kólombíu

Þúsundir hermanna voru sendir í þjóðgarð í Mið-Kólumbíu í gær til að eyða kóka plöntum sem þar eru að finna og notaðar eru til kókaínframleiðslu. Svæðið þar sem plönturnar er að finna er 4.600 hektarar og ráða FARC skæruliðar þar lögum og lofum.

Dómstóll í Tælandi dæmir tvo menn

Dómstóll í Tælandi hefur sakfellt tvo þarlenda fiskimenn fyrir að hafa nauðgað og myrt breskum ferðamanni. Mennirnir, sem eru báðir á þrítugsaldri, réðust á rétt rúmlega tvítuga konu á ferðamannaströnd á eyjunni Koh Samui. Mennirnir eiga yfir höfði sér dauðadóm og hefur Tahksin Shinawatra, forsætisráðherra Tælands, hvatt til þess að þeir hljóti þyngstu refsingu fyrir ódæðið. Glæpurinn hafi skaðað ímynd landsins og kunni að hafa afar slæm áhrif á ferðamannaiðnaðinn á Tælandi.

Varað við fuglaflensufaraldri í heiminum

Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn hafa varað þjóðir heims við því að hugsanlegur fuglaflensufaraldur geti dregið milljónir til dauða og telja að þörf sé á 90 milljörðum dollara á næstu þremur árum til þess að takast á við flensuna í fátækari ríkjum heims.

Leyfa líknardráp

Hæstiréttur í Bandaríkjunum staðfesti í gær lög sem leyfa læknum í Oregon ríki að aðstoða dauðvona sjúklingum að deyja. Þar með hafnaði rétturinn tilraunum Bush Bandaríkjaforseta til að refsa læknunum og banna þeim að fremja líknardráp. Sex dómarar af níu staðfestu lögin en meðal þeirra þriggja sem voru í minnihluta var John Roberts, nýskipaður forseti réttarins. Niðurstaðan er sögð áfall fyrir Bandaríkjaforseta

Hagnaður eykst um 135%

Hagnaður 16 helstu félaganna í Kauphöll Íslands, fyrir utan KB banka, eykst um 135% á milli áranna 2004 og 2005 að mati Greiningadeildar KB banka. Í spá bankans er gert ráð fyrir mun minni aukningu á árinu 2006.

Tómas Zoega segir hugsanlega upp á Landspítalanum

Tómas Zoega geðlæknir mun hugsanlega segja upp störfum hjá Landspítalanum ef Hæstiréttur staðfestir ekki dóm héraðsdóms í máli hans gegn spítalanum. Hann segir yfirstjórn spítalans hafa farið offari í málinu.

Dynjandi úrkoma og aurskriður í fjöllum Kasmírs

Dynjandi úrkoma og aurskriður hafa lamað hjálparstarf í fjöllum Kasmír-héraðs síðan um helgina. Eftirlifendur jarðskálftans sem hafast við hátt uppi í fjöllum eru algerlega afskiptir.

Styrktartónleikar skiluðu sexhundruð og tíu þúsund krónum

Styrktartónleikar fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan skiluðu sexhundruð og tíu þúsund krónum. Tónleikarnir voru haldnir í Austurbæ 29. desember síðastliðinn. Auk þess voru lagðar tvöhundruð og áttatíu þúsund inn á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana.

Eru nagladekk óþörf?

Sérfræðingar Framkvæmda- og Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar vilja leggja gjald á notkun nagladekkja.

Stormviðvörun á Norðausturlandi fram á kvöld

Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun fyrir norðaustanvert landið fram á kvöld með 18-25 m/s, snjókomu og skafrenning. Seinna í kvöld á svo að lægja og rofa til.

Vörubifreið valt

Vörubifreið valt á veginum að Bláa lóninu um klukkan 17. Ökumaðurinn sem var einn í bílnum slasaðist minniháttar.

Steingrímur af gjörgæsludeild

Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi fyrir stundu er verið að flytja Steingrím J. Sigfússon yfir á brjóstholskurðdeild Landspítalans við Hringbraut. Líðan hans er ágæt en óvíst er hversu lengi hann þarf að dvelja á spítalanum. Að sögn læknis verður það að minnsta kosti nokkrir dagar.

Þrír skjálftar á Reykjaneshrygg

Jarðskjálfti að stærð 4.5 varð sl. nótt kl. 01:57 með upptök á Reykjaneshrygg eða um 90 km suðvestur af Reykjanesi.

Gengi bréfa í deCode hækkuðu

Gengi bréfa deCode hækkuðu talsvert á NASDAQ-markaðinum í Bandaríkjunum í dag. Hækkunina má rekja til yfirlýsingar fyrirtækisins um að tekist hafi að einangra erfðabreytileika sem eykur hættu á sykursýki.

Kanna hvort sjónvarpsstöðvar hafi brotið lög

Lýðheilsustöð, talsmaður neytenda og umboðsmaður barna hafa bréflega farið fram á það við útvarpsréttarnefnd að hún kanni formlega hvort íslenskar sjónvarpsstöðvar hafi brotið gegn tilgreindum ákvæðum útvarps- og áfengislaga með því að heimila birtingu bjórauglýsinga, kostun tiltekinna dagskrárliða af hálfu bjórframleiðenda og að áfengi og tengd vörumerki séu áberandi í ákveðnum dagskrárliðum. Í erindi sem sent var útvarpsréttarnefnd 10. janúar sl. eru nefnd dæmi sem varða Ríkisútvarpið, Sirkus, SkjáEinn og Stöð 2.

Steingrími óskað skjóts bata af þingheimi

Sólveg Pétursdóttir, forseti Alþingis, sendi Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, óskir um skjótan bata, við upphaf þingfundar á Alþingi í dag.

Ritstýrir ekki fjölmiðlum

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs segir ritstjórn fjölmiðla í eigu fyrirtækja hans ekki á sinni könnu. Hann komi einungis að rekstri fjölmiðla út frá arðsemissjónarmiðum. Þetta segir hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Flugvél fórst í Ölpunum

Lík þriggja Frakka og eins Króata hafa fundist eftir að flugvél fórst í Ölpunum seint í gærkvöld. Talið er að ekki hafi verið fleiri um borð í vélinni. Mikil snjókoma var á þessu svæði þegar flugvélin fórst.

Ritstjórar DV fóru af brautinni

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um 365 fjölmiðla.

Forval hjá VG á Akureyri 28. janúar

Forval hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningar fer fram laugardaginn 28. janúar. Fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn að kosið verði um sex efstu sætin á framboðslista VG á Akureyri fyrir kosningarnar.

Borgarstjórn leggst gegn Norðlingaölduveitu

Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur lýstu þeim vilja sínu á fundi borgastjórnar sem nú stendur yfir að hætt verði við öll virkjunaráform á Þjórsársvæðinu og þar með áformum um Norðlingaölduveitu. Ólafur F. Magnússon borgarstjórnarfulltrúi F-listans lagði fram tillögu þessa efnis í borgarstjórn.

Fjórtán þúsund lóðum úthlutað

Stærstu sveitarfélög landsins úthlutuðu lóðum undir nær fjórtán þúsund íbúðir síðustu sex árin. Þar af var rúmlega helmingi lóðanna úthlutað síðustu tvö árin. Þetta kemur fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar þingmanns.

Bjóða fram saman undir nafninu Í-listinn

Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndir og óháðir hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista til bæjarstjórnar Ísafjarðar í vor undir nafninu Í-listinn Ísafjarðarbæ. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Prófkjör vegna framboðsins verður haldið laugardaginn 25. febrúar.

Kosið um sameiningu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu

Kosið verður um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu á laugardaginn kemur, en íbúar þeirra samþykktu sameiningu sjö sveitarfélaga í sýslunni í sameiningarkosningum í október síðastliðnum. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Húsavíkurbær, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur en íbúar þeirra eru rúmlega þrjú þúsund.

Tveir snarpir skjálftar á Reykjaneshrygg í nótt

Skjáltahrina var úti á Reykjaneshrygg á milli eitt og tvö í nótt, þar af voru tveir skjálftar allsnarpir. Sá fyrri varð um hálftvö og mældist 3,6 á Richter en hinn varð laust fyrir klukkan tvö og mældist hann 4,5. Skjálftanna varð ekki vart á landi þar sem upptök þeirra eru nokkuð langt úti á Reykjaneshrygg, eða um 100 kílómetra suðvestur af Reykjanestá.

Sirleaf hvetur landa sína til að snúa aftur heim

Ellen Johnson-Sirleaf, nýkjörinn forseti Líberíu, hefur hvatt um 200 þúsund landa sína sem dreifðir eru um ýmis lönd Vestur-Afríku til að snúa aftur heim. Fólkið flýði landið vegna borgarastyrjaldar sem stóð frá 1989 til 2003 og kostaði hátt í 250 þúsund manns lífið en um milljón manns flýði heimili sín vegna ástandsins.

Airbus segist hafa haft betur en Boeing í fyrra

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus virðist hafa haft sigur í baráttu sinni við bandaríska framleiðandann Boeing á markaði ef marka má sölutölur og pantanir á síðasta ári. Airbus-menn segjast hafa fengið 1055 pantanir á nýjum flugvélum í fyrra á móti 1002 hjá Boeing og þá afhenti Airbus 378 vélar í fyrra en Boeing 290.

Sjá næstu 50 fréttir