Innlent

Kanna hvort sjónvarpsstöðvar hafi brotið lög

Lýðheilsustöð

 Lýðheilsustöð, talsmaður neytenda og umboðsmaður barna hafa bréflega farið fram á það við útvarpsréttarnefnd að hún kanni formlega hvort íslenskar sjónvarpsstöðvar hafi brotið gegn tilgreindum ákvæðum útvarps- og áfengislaga með því að heimila birtingu bjórauglýsinga, kostun tiltekinna dagskrárliða af hálfu bjórframleiðenda og að áfengi og tengd vörumerki séu áberandi í ákveðnum dagskrárliðum. Í erindi sem

sent var útvarpsréttarnefnd 10. janúar sl. eru nefnd dæmi sem varða Ríkisútvarpið, Sirkus, SkjáEinn og Stöð 2.

Í erindinu fara Lýðheilsustöð, talsmaður neytenda og umboðsmaður barna fram á að útvarpsréttarnefnd beiti heimildum sínum til þess að kanna hvort bjórframleiðendur eða umboðsaðilar bjórtegunda greiði fyrir að vörur þeirra eða vörumerki séu kynnt í tengslum við tiltekna dagskrárliði eða í auglýsingatímum. Hafi sjónvarpsstöðvarnar brotið gegn útvarps- eða áfengislögum er þess farið á leit að útvarpsréttarnefnd beiti vægasta úrræðinu - áminningu - sem lög leyfa vegna brota á útvarpslögum vegna þeirra dæma sem tilfærð eru í erindinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×