Erlent

Eyða kókaplöntum í Kólombíu

Þúsundir hermanna voru sendir í þjóðgarð í Mið-Kólumbíu í gær til að eyða kóka plöntum sem þar eru að finna og notaðar eru til kókaínframleiðslu. Svæðið þar sem plönturnar er að finna er 4.600 hektarar og ráða FARC skæruliðar þar lögum og lofum. Alvaro Uribe, forseti landsins, samþykkti að gripið yrði til þessara aðgerða eftir að skæruliðar felldu 29 hermenn sem falið var að vernda vinnuhóp sem hafði það verkefni að eyða plöntunum. 900 bændur munu taka þátt í aðgerðunum en talið er að þær geti tekið allt að þrjá mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×